Beint í efni

Besta næturkremið og besti andlitsmaskinn!

BIOEFFECT vörur hljóta Hip & Healthy Beauty verðlaunin 2023.

Sigurvegarar Hip & Healthy Beauty verðlaunanna.

Með miklu stolti tilkynnum við að tvær BIOEFFECT vörur hafa sigrað í sínum flokki í Hip & Healthy Beauty verðlaununum 2023. Hip & Healthy er afar vinsæll breskur vefvettvangur sem sérhæfir sig í að veita lesendum upplýsingar og ráð um nýjustu strauma og stefnur á sviði heilsu, snyrti- og húðvara, lífsstíls og ferðalaga. Þetta vel metna veftímarit er skrifað af margverðlaunuðum blaðamönnum, sérfræðingum og frumkvöðlum sem leggja metnað í að veita lesendum innblástur og hvetja þá til að verða besta mögulega útgáfan af sjálfum sér.

Smelltu hér til að lesa meira um Hip&Healthy Beauty verðlaunin 2023.

Besta næturkremið: EGF Power Cream.

Afar kraftmikið andlitskrem sem er sérþróað til að vinna á þeim sjáanlegu breytingum sem verða á húðinni með aldrinum. Þrátt fyrir að hafa sigrað í flokki næturkrema er EGF Power Cream ekki síður fullkomið til notkunar á morgnana enda veitir það húðinni nærandi raka sem endist allan daginn. Þess vegna mælum við með að nota kremið bæði kvölds og morgna, helst með serumunum okkar til að hámarka árangurinn!

„Lúxus“ er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann þegar þetta ótrúlega krem er annars vegar. Það liggur við að tíminn standi í stað þegar það er borið á húðina. Virku efnin, einkum EGF og betaglúkan úr byggi, vinna yfir nóttina og draga úr sýnileika hrukka og dökkra bletta auk þess að efla kollagenframleiðslu og veita djúpan raka. Betaglúkan er þekkt fyrir að vinna á húðholum svo húðin verður þéttari og áferðin bæði jafnari og sléttari.

Dómnefnd

Besti andlitsmaskinn: Imprinting Hydrogel Mask.

Róandi, kælandi og endurnærandi gelmaski sem er sérþróaður til að veita djúpan raka og hámarka virkni vaxtarþáttanna í BIOEFFECT serumum og meðferðum. Sér til þess að húðin verði ljómandi heilbrigð og sýnilega vel nærð.

Andlitsmaskar hafa notið mikilla vinsælda upp á síðkastið, en það er eflaust enginn þeirra jafn fjölvirkur og Imprinting Hydrogel Mask frá BIOEFFECT. Hann er róandi og rakagefandi og hefur kælandi geláferð sem frískar upp á og endurnærir húðina. Hann inniheldur aðeins 16 hrein, rakagefandi og ofnæmisprófuð efni sem gera húðina þéttari, sléttari og meira ljómandi á augabragði. Þessi náttúrulega áhrifaríki andlitsmaski er að fullu vatnsleysanlegur og niðurbrjótanlegur.

Dómnefnd
Hleð inn síðu...