Beint í efni

Svona notar þú BIOEFFECT nuddrúlluna fyrir andlit.

BIOEFFECT nuddrúllan er auðveld í notkun og hentar öllum húðgerðum.

BIOEFFECT nuddrúllan er kjörið heimadekur.

BIOEFFECT Face Roller virkar einstaklega vel til að slaka á vöðvum í andliti, hálsi eða á öðrum minni svæðum. Nuddrúllan er með tveimur rúllum og því mjög öflug til að örva blóðrásina, styrkja sogæðakerfið og létta á vöðvaspennu. Hún getur bætt ásýnd húðar svo um munar með reglulegri notkun og er kjörin fyrir heimadekur.

  • Berið BIOEFFECT krem eða serum á andlitið þannig að nuddrúllan renni auðveldlega yfir húðina.
  • Rúllið upp háls og andlit með léttum þrýstingi, gætið þess að rúlla ekki niður.
  • Gott er að byrja að rúlla frá hálsi upp að kjálka og yfir kjálkabein, því næst yfir kinnar og kinnbein og að lokum yfir ennið.
  • Notist tvisvar til þrisvar sinnum í viku, í að minnsta kosti þrjár til fimm mínútur í senn fyrir sem mestan árangur.
  • BIOEFFECT mælir með að geyma nuddrúlluna í kæli, þar sem kælandi áhrif hennar vinna gegn þrota og þreytumerkjum.

Smelltu hér til að versla.

Hleð inn síðu...