Heilbrigð húð og aukinn raki fyrir allan aldur
Þrjár af vinsælustu vörum BIOEFFECT, öflugar húðvörur sem auka raka og hafa góð og fyrirbyggjandi áhrif á öldrun húðarinnar. Húðrútína sem vinnur á hrukkum og fínum línum og hentar öllum húðgerðum. Þú notar EGF Serum og EGF augnserum kvölds- og morgna og lætur það þorna vel áður en Hydrating rakakremið er borið á húðina – einnig kvölds og morgna. Húðrútína sem eykur raka og viðheldur heilbrigðri ásýnd húðarinnar.
Vörur
EGF Serum (15 ml): Hið margverðlaunaða EGF Serum inniheldur aðeins 7 náttúrulega hrein efni, meðal annars lykilinnihaldsefnið okkar EGF úr byggi. Í sameiningu vinna þessi áhrifaríku efni á ásýnd fínna lína og hrukka og viðhalda heilbrigðu rakastigi í húðinni.
EGF Eye Serum (6 ml): Endurnærandi augnserum sem vinnur gegn hrukkum og fínum línum auk þess að draga úr þrota umhverfis augun. Inniheldur aukið magn EGF prótína úr byggi til að tryggja hámarksáhrif. Á flöskunni er kælandi stálkúla sem dregur úr þrota og þreytumerkjum.
Hydrating Cream (50 ml): Létt og endurnærandi rakakrem úr íslensku vatni, hýalúronsýru, E-vítamíni og EGF úr byggi. Eykur raka og heldur húðinni mjúkri, sléttri og ljómandi í allt að 12 klukkustundir.
Lykilinnihaldsefni
EGF — Rakabindandi og endurnærandi boðskiptaprótín sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Með aldrinum dregur úr magni EGF og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. Vísindateymið okkar fann upp aðferð til að vinna EGF úr byggplöntum og nýta í húðvöruframleiðslu. BIOEFFECT EGF er það fyrsta í heiminum sem er framleitt úr plöntum. EGF úr byggi örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.
Hýalúronsýra — Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.
Glýserín — Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.
E-vítamín — Eitt þekktasta og áhrifamesta andoxunarefnið fyrir bæði líkama og húð. Það fyrirfinnst náttúrulega í húðinni en dregið getur úr magni þess vegna þeirra umhverfisáhrifa sem húðin verður fyrir (t.d. þegar sólarvörn er ekki notuð). E-vítamín verndar húðina fyrir umhverfisáhrifum og skaðlegum áhrifum sindurefna auk þess að jafna áferð og húðlit.
Íslenskt vatn — Hreint, íslenskt vatn sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.
Innihaldsefnalisti
EGF Serum
GLYCERIN, WATER (AQUA), SODIUM HYALURONATE, TROMETHAMINE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)
EGF Eye Serum
WATER (AQUA), GLYCERIN, BUTYLENE GLYCOL, CARBOMER, SODIUM CHLORIDE, PHENOXYETHANOL, SODIUM CITRATE, SODIUM DEHYDROACETATE, SODIUM HYALURONATE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)
Hydrating Cream
WATER (AQUA), CAPRYLIC/CAPRIC TRIGLYCERIDE, BUTYLENE GLYCOL, C12-20 ACID PEG-8 ESTER, CETYL ALCOHOL, TOCOPHEROL, PHENOXYETHANOL, SODIUM HYALURONATE, ETHYLHEXYLGLYCERIN, CARBOMER, SORBITAN OLEATE, POTASSIUM SORBATE, POTASSIUM HYDROXIDE, CITRIC ACID, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)
Kjörið fyrir:
Þurra húð
Flest þekkjum við þau neikvæðu áhrif sem þurrkur getur haft á líkamann. Staðreyndin er sú að þurrkur hefur ekki síður áhrif á húðina og húðheilsu. Þurr húð stafar yfirleitt af því að húðin tapar vökva hraðar en hún getur dregið hann til sín og viðhaldið honum. Með hækkandi aldri verðum við sífellt líklegri til að upplifa þurrk í húð. Ein besta meðferðin er notkun húðvara á borð við nærandi serum eða krem sem innihalda mild en áhrifarík efni sem veita húðinni raka og efla getu hennar til að viðhalda honum.
Húð sem er þreytuleg ásýndar
Húðin getur orðið þreytuleg ásýndar (oft kallað skin dullness) og er þá átt við húð sem virðist litlaus, skorta ljóma og jafnvel gróf. Með hækkandi aldri dregur úr náttúrulegri viðgerðar- og endurnýjunarhæfni húðarinnar og verulega hægit á frumuendurnýjun. Í kjölfarið geta dauðar húðfrumur farið að safnast á yfirborði húðarinnar og hulið náttúrulegan ljóma og lit. Með því að nota endurnærandi húðvörur, á borð við EGF serumin okkar, má örva þessa viðgerðarhæfni húðarinnar og endurheimta bæði lífleika og ljóma.
Fínar línur
Fyrstu ummerki um öldrun húðarinnar birtast gjarnan sem fínar línur á yfirborði hennar. Í fyrstu eru þær stuttar og grunnar og oft er erfitt að koma auga á þær. Fínar línur liggja í yfirborði húðarinnar og því er einfaldara að meðhöndla þær en dýpri hrukkur. Hrukkur geta myndast þegar fínar línur eru ekki meðhöndlaðar og fara að dýpka. Með því að nota serum eða krem með BIOEFFECT EGF er hægt að auka raka og örva náttúrulega kollagenframleiðslu húðarinnar, sem getur reynst afar vel til að halda fínum línum og hrukkum í skefjum.