Umsagnir
Engar umsagnir.
BIOEFFECT EGF Serum er byltingarkennd húðvara sem býr yfir einstakri virkni; dregur úr ásýnd fínna lína, eykur þéttleika og vinnur gegn sjáanlegum öldrunarmerkjum. EGF Eye Serum inniheldur aukið magn EGF prótína úr byggi til að tryggja hámarksáhrif á augnsvæðinu. Það dregur úr bólgum og þrota og heldur húðinni umhverfis augun sléttri og þéttri. Í sameiningu tryggja vörurnar alhliða andlitsmeðferð sem ber raunverulegan og sýnilegan árangur.
EGF Serum
EGF Eye Serum
Size: 15ml + 6ml
EGF — Rakabindandi og endurnærandi boðskiptaprótín sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Með aldrinum dregur úr magni EGF og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. Vísindateymið okkar fann upp aðferð til að vinna EGF úr byggplöntum og nýta í húðvöruframleiðslu. BIOEFFECT EGF er það fyrsta í heiminum sem er framleitt úr plöntum. EGF úr byggi örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.
Hýalúronsýra — Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.
Glýserín — Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.
EGF SERUM: GLYCERIN, WATER (AQUA), SODIUM HYALURONATE, TROMETHAMINE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)
EGF EYE SERUM: WATER (AQUA), GLYCERIN, BUTYLENE GLYCOL, CARBOMER, SODIUM CHLORIDE, PHENOXYETHANOL, SODIUM CITRATE, SODIUM DEHYDROACETATE, SODIUM HYALURONATE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)
Þrýstið létt á flöskubotn EGF Eye Serum og berið á hreina húð umhverfis augun. Nuddið mjúklega með fingurgómunum til að tryggja jafna dreifingu. Gefið formúlunni 3-5 mínútur til að ganga inn í húðina áður en farði eða sólarvörn eru borin á andlitið.
Berið 2-4 dropa af EGF Serum á andlit, háls og bringu, tvisvar á dag. Berið á að morgni og bíðið í 3-5 mínútur áður en aðrar vörur á borð við rakakrem, sólarvörn eða farða eru settar á húðina. Berið á hreina húð að kvöldi. Þannig aukast áhrif vörunnar yfir nóttina þegar húðin er í viðgerðarfasa.
Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.
Engar umsagnir.