Rakagefandi húðrútína
Vörur
EGF Serum (15 ml): Hið margverðlaunaða EGF Serum inniheldur aðeins 7 náttúrulega hrein efni, meðal annars lykilinnihaldsefnið okkar EGF úr byggi. Í sameiningu vinna þessi áhrifaríku efni á ásýnd fínna lína og hrukka og viðhalda heilbrigðu rakastigi í húðinni.
EGF Day Serum (30 ml): Létt, olíulaus og rakagefandi gelformúla sem skilur ekki eftir klístrað lag á yfirborði húðarinnar. Dregur úr ásýnd fínna lína, eykur þéttleika og raka og vinnur þannig gegn sjáanlegum merkjum öldrunar. Gelkennd áferðin skilur við húðina silkimjúka og er fullkominn grunnur fyrir farða.
EGF Eye Serum (6 ml): Endurnærandi augnserum sem vinnur gegn hrukkum og fínum línum auk þess að draga úr þrota umhverfis augun. Inniheldur aukið magn EGF prótína úr byggi til að tryggja hámarksáhrif. Á flöskunni er kælandi stálkúla sem dregur úr þrota og þreytumerkjum.
Lykilinnihaldsefni:
EGF — Rakabindandi og endurnærandi boðskiptaprótín sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Með aldrinum dregur úr magni EGF og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. Vísindateymið okkar fann upp aðferð til að vinna EGF úr byggplöntum og nýta í húðvöruframleiðslu. BIOEFFECT EGF er það fyrsta í heiminum sem er framleitt úr plöntum. EGF úr byggi örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.
Hýalúronsýra — Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.
Glýserín — Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.
Íslenskt vatn — Hreint, íslenskt vatn sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.
Innihaldsefnalisti
EGF Serum
GLYCERIN, WATER (AQUA), SODIUM HYALURONATE, TROMETHAMINE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)
EGF Day Serum
WATER (AQUA), PROPYLENE GLYCOL, GLYCERIN, SORBITOL, CARBOMER, SODIUM HYALURONATE, PHENOXYETHANOL, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)
EGF Eye Serum
WATER (AQUA), GLYCERIN, BUTYLENE GLYCOL, CARBOMER, SODIUM CHLORIDE, PHENOXYETHANOL, SODIUM CITRATE, SODIUM DEHYDROACETATE, SODIUM HYALURONATE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)