EGF Serum & Maskar (6 stk)
EGF Serum og Imprinting Hydrogel andlitsmaskar (6 stk), áhrifaríkar húðvörur sem saman vinna gegn sjáanlegum merkjum öldrunar auk þess að slétta, þétta og næra húðina. EGF Serum, okkar allra vinsælasta vara inniheldur aðeins 7 náttúrulega virk efni og hentar því öllum húðgerðum. Imprinting Hydrogel maskinn er tvískiptur gelmaski sem veitir djúpan raka og hámarkar virkni BIOEFFECT seruma.
Vörur
Eiginleikar og áhrif.
EGF Serum er vísindalega þróað serum sem fyrirbyggir og vinnur á sýnilegum öldrunarmerkjum húðar. Inniheldur BIOEFFECT EGF úr byggi – endurnærandi og rakabindandi vaxtarþættir sem gegna mikilvægu hlutverki við að efla rakabindingu, auka þéttleika og viðhalda sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar. Klínískar innanhússrannsóknir hafa sýnt að EGF Serum eykur raka, dregur úr ásýnd hrukka og fínna lína og þéttir húðina. Upplifðu hámarksárangur með hreinni húðvöru sem inniheldur aðeins 7 náttúrulega virk efni.
Hámarkaðu virkni EGF Serum með Imprinting Hydrogel Mask. Tvískipti gelmaskinn inniheldur hýalúronsýru og glýserín sem veita djúpan raka og efla hæfni húðarinnar til að viðhalda raka. Imprinting Hydrogel Mask er andlitsmaski í algjörum sérflokki — hann inniheldur efni sem voru sérvalin í því skyni að hámarka virkni BIOEFFECT seruma. Öll efnin eru vatnsleysanleg og fyrir vikið eru maskinn að fullu niðurbrjótanlegur. Öflugur rakagjafi sem mýkir, sléttir og þéttir húðina.
- Dregur úr ásýnd hrukka og fínna lína
- Eykur og viðheldur raka í húðinni
- Þéttir og sléttir húðina
- Jafnar áferð og húðlit
- Hentar öllum húðgerðum
- Aðeins 7 innihaldsefni
- Aðeins þörf á 2-4 dropum
- Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
- Án rotvarnarefna
- Prófað af húðlæknum
Stærð: 15ml og 6x30 g
Lykilinnihaldsefni
EGF — Rakabindandi og endurnærandi boðskiptaprótín sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Með aldrinum dregur úr magni EGF og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. Vísindateymið okkar þróaði aðferð til að vinna EGF úr byggplöntum og nýta í húðvöruframleiðslu. EGF úr byggi hjálpar til við að örva náttúrulega kollagenframleiðslu og viðhelda sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.
Hýalúronsýra — Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.
Glýserín — Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.
Íslenskt vatn — Við notum hreint, íslenskt vatn, sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.
Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.
Full Ingredient Lists
EGF Serum: GLYCERIN, WATER (AQUA), SODIUM HYALURONATE, TROMETHAMINE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)
Imprinting Hydrogel Mask: WATER (AQUA), GLYCERIN, DIPROPYLENE GLYCOL, 1,2-HEXANEDIOL, CERATONIA SILIQUA (CAROB) GUM, CHONDRUS CRISPUS POWDER, CHONDRUS CRISPUS EXTRACT, SODIUM HYALURONATE, CELLULOSE GUM, SODIUM POLYACRYLATE, PHENOXYETHANOL, SUCROSE, HYDROGENATED POLYDECENE, POTASSIUM CHLORIDE, TRIDECETH-6, DISODIUM EDTA
Forðist að varan berist í augu. Ef það gerist skal skola augu vandlega með vatni. Geymist þar sem börn ná ekki til. Eingöngu til notkunar útvortis. Geymist við stofuhita á skuggsælum stað.
Kjörið fyrir:
Fínar línur og hrukkur
Fyrstu ummerki um öldrun húðarinnar birtast gjarnan sem fínar línur á yfirborði hennar. Í fyrstu eru þær stuttar og grunnar og oft er erfitt að koma auga á þær. Fínar línur liggja í yfirborði húðarinnar og því er einfaldara að meðhöndla þær en dýpri hrukkur. Hrukkur geta myndast þegar fínar línur eru ekki meðhöndlaðar og fara að dýpka. Með því að nota serum eða krem með BIOEFFECT EGF er hægt að auka raka og örva náttúrulega kollagenframleiðslu húðarinnar, sem getur reynst afar vel til að halda fínum línum og hrukkum í skefjum.
Húð sem hefur tapað þéttleika
Þegar húðin er ung framleiðir hún kollagen og elastín. Þetta náttúrulega ferli viðheldur teygjanleika húðarinnar og sér til þess að hún haldi lögun sinni í stað þess verða slöpp og fara að síga. Með hækkandi aldri og áreiti umhverfisþátta á borð við UV-geislun, mengun eða streitu fer að draga úr framleiðslu kollagens og elastíns. Fyrir vikið tapar húðin þéttleika. Húðvörur sem innihalda EGF sem við framleiðum úr byggi örva náttúrulega framleiðslu kollagens og elastíns og geta þannig stuðlað að auknum þéttleika húðarinnar.
Húð sem er þreytuleg ásýndar
Húðin getur orðið þreytuleg ásýndar (oft kallað skin dullness) og er þá átt við húð sem virðist litlaus, skorta ljóma og jafnvel gróf. Með hækkandi aldri dregur úr náttúrulegri viðgerðar- og endurnýjunarhæfni húðarinnar og verulega hægit á frumuendurnýjun. Í kjölfarið geta dauðar húðfrumur farið að safnast á yfirborði húðarinnar og hulið náttúrulegan ljóma og lit. Með því að nota endurnærandi húðvörur, á borð við EGF serumin okkar, má örva þessa viðgerðarhæfni húðarinnar og endurheimta bæði lífleika og ljóma.
Þurra húð
Flest þekkjum við þau neikvæðu áhrif sem þurrkur getur haft á líkamann. Staðreyndin er sú að þurrkur hefur ekki síður áhrif á húðina og húðheilsu. Þurr húð stafar yfirleitt af því að húðin tapar vökva hraðar en hún getur dregið hann til sín og viðhaldið honum. Með hækkandi aldri verðum við sífellt líklegri til að upplifa þurrk í húð. Ein besta meðferðin er notkun húðvara á borð við nærandi serum eða krem sem innihalda mild en áhrifarík efni sem veita húðinni raka og efla getu hennar til að viðhalda honum.