Beint í efni

EGF Eye Serum

Endurnærandi augnserum sem vinnur gegn hrukkum og fínum línum auk þess að draga úr þrota umhverfis augun. Inniheldur aukið magn EGF prótína úr byggi til að tryggja hámarksáhrif. BIOEFFECT EGF úr byggi er endurnærandi og rakabindandi prótín sem örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigði ásýnd húðarinnar.
9.390 kr.

Eiginleikar og áhrif

Augnserum sem eykur þéttleika og inniheldur aukið magn EGF prótína úr byggi

Létt og endurnærandi augnserum sem inniheldur aukið magn EGF — endurnærandi og rakabindandi prótíns sem dregur úr sjáanlegum öldrunarmerkjum. EGF úr byggi, hýalúronsýra og hreint, íslenskt vatn draga úr ásýnd fínna lína á augnsvæðinu og skilja við húðina vel nærða, þétta og slétta. Á umbúðunum er kælandi stálkúla sem tryggir jafna dreifingu og hefur einstök áhrif á þrota og þreytumerki. Náðu hámarksárangri með virkri húðvöru sem inniheldur aðeins 11 hrein og náttúruleg efni.

 • Dregur úr ásýnd fínna lína og hrukka.
 • Dregur úr þrota og þreytumerkjum og vinnur gegn slappri húð.
 • Nærandi.
 • Þéttir og sléttir húðina.
 • Eykur ljóma.
 • Kælandi stálkúla sem vinnur gegn þrota.
 • Hentar öllum húðgerðum.
 • Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens.
 • Prófað af augnlæknum.
 • Ofnæmisprófað.

Stærð: 6 ml

Lykilinnihaldsefni

EGF — Rakabindandi og endurnærandi boðskiptaprótín sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Með aldrinum dregur úr magni EGF og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. Vísindateymið okkar fann upp aðferð til að vinna EGF úr byggplöntum og nýta í húðvöruframleiðslu. BIOEFFECT EGF er það fyrsta í heiminum sem er framleitt úr plöntum. EGF úr byggi örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.

Hýalúronsýra — Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.

Glýserín — Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.

Íslenskt vatn — Við notum hreint, íslenskt vatn, sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög, í allar okkar vörur. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.

Innihaldsefnalisti

WATER (AQUA), GLYCERIN, BUTYLENE GLYCOL, CARBOMER, SODIUM CHLORIDE, PHENOXYETHANOL, SODIUM CITRATE, SODIUM DEHYDROACETATE, SODIUM HYALURONATE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.

Staðfestur árangur

Samkvæmt sjálfstæðri innanhússrannsókn þar sem árangur var mældur með VISIA Skin Analysis kerfinu og þátttakendur notuðu EGF Eye Serum tvisvar á dag í þrjá mánuði.

 • Allt að 73%aukning á raka húðar
 • Allt að 59%minnkun á ásýnd hrukka og fínna lína
FyrirEftir 90 daga

Fullkomnaðu húðumhirðuna

EGF úr byggi hefur mesta virkni í röku umhverfi. Til að tryggja hámarksárangur mælum við með að varan sé notuð reglulega ásamt öðrum BIOEFFECT vörum.

Passar vel með:

 • Imprinting Eye Mask. Rakagefandi meðferð með augnmöskum sem eykur þéttleika og ljóma húðarinnar umhverfis augun.
 • EGF Serum. Saman tryggja vörurnar alhliða andlitsmeðferð. Hið margverðlaunaða EGF Serum inniheldur aðeins 7 hrein efni.

Upplýsingar

BIOEFFECT® EGF EYE SERUM

BIOEFFECT® EGF EYE SERUM er öflug formúla sem er sérstaklega þróað fyrir viðkvæmu húðina í kringum augun. Auðvelt er að bera serumið á með stálkúlunni og það stuðlar strax að réttu rakajafnvægi auk þess að draga úr hinum ýmsu einkennum öldrunar.

• Dregur úr fínum línum og hrukkum

• Minnkar þrota og bauga

• Gefur ljóma og gerir húðina stinnari

• Prófað af augnlæknum

Notkunarleiðbeiningar: Þrýstið á botn ílátsins til að skammta serumi. Notið kælandi stálkúluna til að bera efnið á húðina á augnsvæðinu og nuddið mjúklega með fingurgómunum til að tryggja jafna dreifingu. Látið ganga inn í húðina áður en aðrar vörur á borð við krem, sólarvörn eða farða eru bornar á andlitið. Notið kvölds og morgna, eitt og sér eða með öðrum BIOEFFECT vörum til að hámarka áhrif og virkni.

BIOEFFECT EGF EYE SERUM hentar öllum húðgerðum og inniheldur ekki olíu, alkóhól og ilmefni. Fyrir mjög viðkvæma húð er ráðlagt að prófa vöruna fyrst með því að bera á lítið svæði í þrjá daga áður en hún er notuð á andlitið. Ef þú hefur glímt við húðsjúkdóma, vinsamlegast leitaðu upplýsinga hjá lækni áður en þú notar BIOEFFECT EGF EYE SERUM.

Ofnæmisupplýsingar: Varan inniheldur bygg.

Forðist að varan berist í augu. Ef það gerist skal skola augu vandlega með vatni. Geymist þar sem börn ná ekki til. Eingöngu til notkunar útvortis. Geymist við stofuhita á skuggsælum stað.

Hreinar húðvörur

Notkun

Þrýstið létt á hnappinn á botninum til að skammta augnserumi og berið á hreina húð umhverfis augun. Nuddið mjúklega með fingurgómunum til að tryggja jafna dreifingu. Gefið EGF Eye Serum 3-5 mínútur til að ganga inn í húðina áður en farði eða sólarvörn eru borin á andlitið.

Passar vel með

Umsagnir

4.18 / 517 Umsagnir
Coleen
5 / 5

I would not believe what I am writing before Bioeffect

I'm a skincare junkie who's science based, not individual products science teams, but the science community. There are only a few things science definitively lessens wrinkles. You can do your own research, but the top 2 are retinols and Vitamin C. I'd come to believe I could only stave off inevitable wrinkles. Now, I wouldn't believe what I'm about to write, but hope if eye wrinkles concern you, buy this. How many testimonials gush over something, you buy it, and blah, nothing. Nordstrom sent me a sample of Bioeffect EGF Serum which made my skin so soft that I was tempted to go up to acquaintances and ask them to feel my skin. I bought this eye serum after reading reviews but not believing in magic, rolled the dice. I looked in the mirror today after using it 2 weeks. I wish I'd taken pictures. I now have no wrinkles around my eyes. Honestly, I did not believe that was possible without a dermatological or plastic surgery procedure. I'm seriously shocked. I'm 55 and very fair which time isn't as kind to as darker tones. I seriously did not believe this was possible.

Ladan
5 / 5

My favorite Eye sérum

I use this Eye sérum more than 3 years and I love it has a refill and works for my wrinkles and puffiness thanks bioeffect I recommend for everyone

Michelle
5 / 5

Gamechanger!

I am 54 and like many woman my age, my skin is not producing the natural oils it used to. I have literally tried dozens of products to help with the dryness around my eyes and face. I use both EGF serums, including the one for eyes. All of the bad dry skin around my eyes and face are soft and supple again. You do have to use the products sparingly because they are very expensive. I'm constantly on the lookout for coupons! And the place is worth the best the dry skin directly under and above my eyes. I could not get them moisturized enough to prevent make up from flaking or settling into creases under my eye, Not anymore!

LB
5 / 5

Never without this!

This is one of a select few can't-live-without products for me. I've probably bought this 8 times now, and boy does it hurt the old wallet. It's essentially the same formula as the EGF serum, which you could use around the eyes instead of this- you don't necessarily need both. However, I love the roller ball feature, and it's convenient to use daily around the eyes (I use the regular EGF serum at night all over the face), I also sometimes use it around the lips. It hydrates and softens the skin around my eyes like nothing else, and the effects last ALL DAY.

Niðurstaða: Já, ég myndi mæla með vörunni
Harper
5 / 5

Rescue my Eyes!

I had very bad dark eye circles and puffiness especially right after giving birth, due to the lack of sleep and basically no time to apply skincare. My friends recommend me and assure me this brand doesn't require application of many products and that its fast effective. I tried the EGF Eye Serum and I never look back again. The light texture and rolling balls leave my eye area feeling rested and refresh at the same time.

Niðurstaða: Já, ég myndi mæla með vörunni