Beint í efni

EGF Eye Serum

Endurnærandi augnserum sem vinnur gegn hrukkum og fínum línum auk þess að draga úr þrota umhverfis augun. Inniheldur aukið magn EGF prótína úr byggi til að tryggja hámarksáhrif. BIOEFFECT EGF úr byggi er endurnærandi og rakabindandi prótín sem örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigði ásýnd húðarinnar.
9.400 kr.7.520 kr.

Eiginleikar og áhrif

Augnserum sem eykur þéttleika og inniheldur aukið magn EGF prótína úr byggi

Létt og endurnærandi augnserum sem inniheldur aukið magn EGF — endurnærandi og rakabindandi prótíns sem dregur úr sjáanlegum öldrunarmerkjum. EGF úr byggi, hýalúronsýra og hreint, íslenskt vatn draga úr ásýnd fínna lína á augnsvæðinu og skilja við húðina vel nærða, þétta og slétta. Á umbúðunum er kælandi stálkúla sem tryggir jafna dreifingu og hefur einstök áhrif á þrota og þreytumerki. Náðu hámarksárangri með virkri húðvöru sem inniheldur aðeins 11 hrein og náttúruleg efni.

 • Dregur úr ásýnd fínna lína og hrukka.
 • Dregur úr þrota og þreytumerkjum og vinnur gegn slappri húð.
 • Nærandi.
 • Þéttir og sléttir húðina.
 • Eykur ljóma.
 • Kælandi stálkúla sem vinnur gegn þrota.
 • Hentar öllum húðgerðum.
 • Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens.
 • Prófað af augnlæknum.
 • Ofnæmisprófað.

Stærð: 6 ml

Lykilinnihaldsefni

EGF — Rakabindandi og endurnærandi boðskiptaprótín sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Með aldrinum dregur úr magni EGF og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. Vísindateymið okkar fann upp aðferð til að vinna EGF úr byggplöntum og nýta í húðvöruframleiðslu. BIOEFFECT EGF er það fyrsta í heiminum sem er framleitt úr plöntum. EGF úr byggi örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.

Hýalúronsýra — Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.

Glýserín — Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.

Íslenskt vatn — Við notum hreint, íslenskt vatn, sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög, í allar okkar vörur. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.

Innihaldsefnalisti

WATER (AQUA), GLYCERIN, BUTYLENE GLYCOL, CARBOMER, SODIUM CHLORIDE, PHENOXYETHANOL, SODIUM CITRATE, SODIUM DEHYDROACETATE, SODIUM HYALURONATE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.

Staðfestur árangur

Samkvæmt sjálfstæðri innanhússrannsókn þar sem árangur var mældur með VISIA Skin Analysis kerfinu og þátttakendur notuðu EGF Eye Serum tvisvar á dag í þrjá mánuði.

 • Allt að 73%aukning á raka húðar
 • Allt að 59%minnkun á ásýnd hrukka og fínna lína
FyrirEftir 90 daga

Fullkomnaðu húðumhirðuna

EGF úr byggi hefur mesta virkni í röku umhverfi. Til að tryggja hámarksárangur mælum við með að varan sé notuð reglulega ásamt öðrum BIOEFFECT vörum.

Passar vel með:

 • Imprinting Eye Mask. Rakagefandi meðferð með augnmöskum sem eykur þéttleika og ljóma húðarinnar umhverfis augun.
 • EGF Serum. Saman tryggja vörurnar alhliða andlitsmeðferð. Hið margverðlaunaða EGF Serum inniheldur aðeins 7 hrein efni.

Hreinar húðvörur

Notkun

Þrýstið létt á hnappinn á botninum til að skammta augnserumi og berið á hreina húð umhverfis augun. Nuddið mjúklega með fingurgómunum til að tryggja jafna dreifingu. Gefið EGF Eye Serum 3-5 mínútur til að ganga inn í húðina áður en farði eða sólarvörn eru borin á andlitið.

Passar vel með

Umsagnir

No reviews yet.