Beint í efni

Andlitskrem

Finndu djúpan og langvarandi raka og húð sem er þétt, stinn og sýnilega vel nærð með djúpnærandi kremi frá BIOEFFECT. Hvort sem þú vilt jafna húðlit, bæta áferð eða vinna á sýnileika hrukka munu þessi áhrifaríku andlitskrem endurnæra og lífga upp á húðina.

Djúpur og langvarandi raki.

Kynntu þér kremin okkar. Við bjóðum upp á djúpnærandi andlitskrem og lauflétt rakakrem sem næra húðina og læsa inni raka. Þannig styðja þau og styrkja ysta varnarlag húðarinnar, næra hana og stuðla að heilbrigðu rakajafnvægi.

Raki sem endist allan daginn.

Kremin okkar eru blönduð með úrvali efna sem vinna fullkomlega saman að því að næra húðina, stuðla að rakaaukningu og efla náttúrulega getu húðarinnar til að viðhalda raka. Öll kremin okkar má nota kvölds og morgna, eins og sér eða með öðrum BIOEFFECT vörum til að ná hámarksárangri. Við mælum sérstaklega með að nota kremin yfir BIOEFFECT serum til að auka virknina.

Skoðaðu úrvalið og finndu það sem hentar þér og þinni húð best.

Hleð inn síðu...