EGF Power Eye Cream
Eiginleikar og áhrif
Öflug blanda 6 virkra innihaldsefna.
EGF Power Eye Cream er einstök blanda öflugra innihaldsefna sem skila sýnilegum árangri. Augnkremið er sérstaklega þróað til að vinna á fínum línum og hrukkum, baugum, þrota og þurrki í kringum augnsvæðið. Kremið veitir djúpan og langvarandi raka, þéttir og sléttir augnsvæðið. EGF Power Eye Cream inniheldur okkar einstaka BIOEFFECT EGF (Epidermal Growth Factor), koffín, bakúsíól, seramíð, bygg ekstrakt (barley seed extract) og níasínamíð. Einstaklega öflugt og nærandi augnkrem sem sléttir, þéttir og verndar viðkvæmt augnsvæðið.
EGF Power Eye Cream byggir á velgengni hinna margverðlaunuðu BIOEFFECT Power-vara, EGF Power Cream og EGF Power Serum, og er því um að ræða framsækna viðbót við Power-vörulínuna. BIOEFFECT Power-vörulínan er sérstaklega þróuð fyrir þroskaða og þurra húð og fyrir þau sem vilja öflugar og áhrifaríkar húðvörur.
- Dregur úr ásýnd fínna lína og hrukka
- Eykur þéttleika og húðin virðist stinnari
- Dregur úr baugum, þrota, þreytumerkjum og slappleika
- Jafnar húðlit og dregur úr litamisfellum
- Eykur rakabindingu
- Hentar öllum húðgerðum, sérstaklega þroskaðri og þurri húð
- Án ilmefna, alkóhóls, parabena, sílikon-efna og glútens
- Prófað af húð- og augnlæknum
Stærð: 15ml / 0.50 fl.oz
Lykilinnihaldsefni
BIOEFFECT EGF (Epidermal Growth Factor) - hjálpar til við að örva náttúrulega kollagenframleiðslu og minnkar því sýnilega fínar línur og hrukkur og þéttir og sléttir húðina. EGF er lykilinnihaldsefni í baráttunni gegn öldrun húðar þar sem það er rakabindandi og endurnærandi vaxtarþáttur.
Koffín - Dregur úr þrota og baugum á meðan það bætir smáæðablóðrásina og nærir augnsvæðið. Býr yfir andoxunarvirkni sem hjálpar til við að vernda húðina fyrir UV-geislum og skemmdum.
Bakúsíól - Náttúrulegt innihaldsefni sem býr yfir sambærilegri virkni og retínól. Minnkar ásýnd fínna lína og hrukka og jafnar húðlit og áferð án þess að erta húðina.
Níasínamíð - Einnig þekkt sem B3-vítamín. Bætir áferð, jafnar húðlit og eykur ljóma auk þess að lágmarka ásýnd fínna lína.
Seramíð - Eykur raka í húðinni svo hún verður þéttari ásýndar. Seramíð hjálpar til við að lágmarka þrota og að baugar myndist með því að endurheimta raka og þéttleika augnsvæðisins.
Bygg ekstrakt (Barley seed extract) - Öflugt innihaldsefni ríkt af peptíðum og andoxunarefnum. Minnkar ásýnd fínna lína og hrukka.
Innihaldsefnalisti
WATER (AQUA), BUTYROSPERMUM PARKII (SHEA) BUTTER, CETYL ALCOHOL, GLYCERIN, SORBITOL, CAFFEINE, OENOTHERA BIENNIS (EVENING PRIMROSE) OIL, GLYCERYL STEARATE SE, PROPYLENE GLYCOL, CETEARYL OLIVATE, SORBITAN OLIVATE, NIACINAMIDE, SQUALANE, PHENOXYETHANOL, SODIUM CITRATE, BAKUCHIOL, CITRUS LIMON (LEMON) PEEL POWDER, SCLEROTIUM GUM, CITRUS AURANTIFOLIA (LIME) PEEL POWDER, SORBITAN OLEATE, TOCOPHEROL, ETHYLHEXYLGLYCERIN, SODIUM HYALURONATE, XANTHAN GUM, CERAMIDE NG, CITRIC ACID, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)
Staðfestur árangur
Klínískar rannsóknir, sem framkvæmdar voru af vísindateymi BIOEFFECT, leiddu í ljós að hið nýja EGF Power Eye Cream dregur sýnilega úr ásýnd fínna lína og hrukka auk þess sem það hjálpar til við að auka rakastig húðarinnar, bæta þéttleika og teygjanleika. Þannig verður húðin þéttari, sléttari og þrýstnari með reglulegri notkun þess.
Klínísk rannsókn á 50 þátttakendum með notkun Derm Lab og VISIA Skin Analysis System. Þátttakendur notuðu BIOEFFECT EGF Power Eye Cream tvisvar á dag í þrjá mánuði.
- Allt að 64%minnkun á ásýnd fínna lína og hrukka
- Allt að 130%aukning á raka húðar
- Allt að 165%aukning á þéttleika húðar
- Allt að 79% aukning á þykkt húðar
- Allt að 91%aukning á teygjanleika húðar
Upplýsingar
BIOEFFECT® EGF POWER EYE CREAM er nýtt og kraftmikið EGF-augnkrem og er sérstaklega þróað fyrir viðkvæmu húðina í kringum augun. Augnkremið vinnur á hrukkum og fínum línum og hjálpar til við að draga úr bólgum auk þess að sýnilega minnka þrota og bauga.
- Vinnur á hrukkum og fínum línum
- Sýnilega minnkar þrota og bauga
- Inniheldur BIOEFFECT EGF-vaxtarþátt (Epidermal Growth Factor), koffín, bakúsíol, bygg ekstrakt (Barley seed extract), níasínamíð og seramíð
- Prófað af augn- og húðlæknum
- Inniheldur hvorki ilmefni né alkóhól
- Hentar öllum húðgerðum
BIOEFFECT® EGF POWER EYE CREAM hentar öllum húðgerðum og inniheldur hvorki alkóhól né ilmefni. Fyrir mjög viðkvæma húð er ráðlagt að prófa vöruna fyrst með því að bera á lítið svæði 24 klst. áður en hún er notuð á andlitið.
Ofnæmisupplýsingar: Varan inniheldur bygg.
Forðist að varan berist í augu. Ef það gerist skal skola augu vandlega með vatni. Geymist þar sem börn ná ekki til. Eingöngu til notkunar útvortis. Geymist við stofuhita á skuggsælum stað.
Hreinar húðvörur
Notkun
Berðu kremið á húðina í kringum augun og nuddaðu mjúklega með fingurgómunum til að tryggja jafna dreifingu. Láttu kremið ganga vel inn í húðina áður en aðrar vörur á borð við krem, sólarvörn eða farða eru bornar á andlitið. Notist kvölds og morgna, eitt og sér eða með öðrum BIOEFFECT vörum fyrir hámarksáhrif.