Beint í efni

Líkaminn

Húðvörur til að halda húðinni á líkamanum vel nærðri, heilbrigðri og þéttri ásýndar. Líkamsserumið inniheldur EGF vaxtarþætti úr byggi sem endurnæra húðina og gefa henni mjúka og slétta áferð.

Serum fyrir líkamann.

Lauflétta líkamsserumið okkar, EGF Body Serum, er sérstaklega blandað með ríku magni EGF úr byggi til að slétta húðina á líkamanum, næra hana og efla náttúrulega rakabindandi eiginleika hennar. Silkimjúk áferð sem gengur hratt og vel inn í húðina, vinnur gegn þurrki og jafnar áferð.

Djúphreinsandi skrúbbur.

Volcanic Exfoliator inniheldur örfínar agnir úr íslensku hrauni ásamt fínmöluðum apríkósukjarna sem skrúbba dauðar húðfrumur og óhreinindi af yfirborði húðarinnar. Volcanic Exfoliator er fullkominn andlitsskrúbbur en er ekki síður kjörinn fyrir svæði á líkamanum sem þurfa á djúpri hreinsun og mildri slípun að halda. Við mælum með að nudda skrúbbinum mjúklega á hreina og raka húð, skola af og bera EGF Body Serum á líkamann á eftir. Húðin verður hrein, slétt og mjúk.

Hleð inn síðu...