Beint í efni

EGF Body Serum

EGF Body Serum inniheldur ríkulegt magn EGF prótína úr byggi. Þetta árangursríka líkamsserum inniheldur aðeins 8 hrein efni sem veita langvarandi raka, auka þéttleika og gera húð líkamans bæði slétta og mjúka. EGF Body Serum gengur hratt og vel inn í húðina, vinnur gegn þurrki og jafnar áferð.
10.990 kr.

Eiginleikar og áhrif

Áhrifaríkur rakagjafi fyrir líkamann með EGF byggprótínum

EGF Body Serum inniheldur ríkulegt magn EGF prótína úr byggi. EGF byggprótín er lykilhráefni og einkennismerki okkar hjá BIOEFFECT.

Húðin á líkamanum er þykkari en húðin í andlitinu. Hún er samt alveg jafn næm fyrir öldrun. Þetta létta líkamsserum er sérstaklega hannað til að smjúga hratt inn í húðina og dreifast vel. Þannig komum við í veg fyrir að formúlan sitji eftir eða myndi klístrað lag á yfirborði húðarinnar. EGF Body Serum inniheldur hreint og mjúkt íslenskt vatn, hýalúronsýru, þykkni úr byggfræjum og glýserín. Þessi olíu- og ilmefnalausa formúla lífgar upp á húðina, veitir henni langvarandi raka og gefur henni bæði mýkri og sléttari áferð. Með reglulegri notkun getur þú aukið þéttleika og ljóma og dregið úr sýnilegum merkjum öldrunar.

 • Langvarandi raki fyrir allan líkamann
 • Þéttir og sléttir húðina
 • Dregur úr ásýnd fínna lína
 • Silkimjúk áferð
 • Smýgur hratt inn í húðina
 • Hentar öllum húðgerðum
 • Aðeins 8 innihaldsefni
 • Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
 • Ofnæmisprófað


Stærð: 120 ml

Lykilinnihaldsefni

EGF — Rakabindandi og endurnærandi boðskiptaprótín sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Með aldrinum dregur úr magni EGF og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. Vísindateymið okkar fann upp aðferð til að vinna EGF úr byggplöntum og nýta í húðvöruframleiðslu. BIOEFFECT EGF er það fyrsta í heiminum sem er framleitt úr plöntum. EGF úr byggi örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.

Hýalúronsýra Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.

Glýserín — Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.

Íslenskt vatn — Við notum hreint, íslenskt vatn, sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög, í allar okkar vörur. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.

Innihaldsefnalisti

WATER (AQUA), GLYCERIN, SODIUM HYALURONATE, PHENOXYETHANOL, HYDROXYETHYLCELLULOSE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH- OLIGOPEPTIDE-1)

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.

Fullkomnaðu húðumhirðuna

EGF úr byggi hefur mesta virkni í röku umhverfi. Til að tryggja hámarksárangur mælum við með að varan sé notuð reglulega ásamt öðrum BIOEFFECT vörum.

Passar vel með:

 • Volcanic Exfoliator: Hreinsandi skrúbbur með örfínum ögnum úr íslensku hrauni ásamt fínmöluðum apríkósukjörnum. Fjarlægir óhreinindi og dauðar húðfrumur.

Volcanic Exfoliator

15% Afsláttur

Hreinar húðvörur

Notkun

Berið á hvert líkamssvæði og nuddið með þéttum strokum upp á við. EGF nær mestri virkni í röku umhverfi. Þess vegna mælum við með að EGF Body Serum sé notað daglega eftir bað eða sturtu til að ná hámarksárangri.

Passar vel með

Volcanic Exfoliator

15% Afsláttur

  Umsagnir

  No reviews yet.