Beint í efni

Áramótabomba í Hagkaup.

Dagana 28. desember – 3. janúar er Áramótabomba í Hagkaup og allar húðvörur BIOEFFECT með 22% afslætti. Jólahátíðin getur óneitanlega haft sjáanleg áhrif á húðina og mörg okkar finna fyrir neikvæðum áhrifum kulda og raka og afleiðingum álagsins sem gjarnan fylgir þessum árstíma. Það er ekkert skrýtið að húðin beri þess merki. Þess vegna er kjörinn tími til að gera sérstaklega vel við húðina núna og tryggja að hún sé falleg og ljómandi þegar hátíðin gengur í garð.

Þetta eru þær vörur sem við mælum með að þú kíkir á Áramótabombu í Hagkaup fyrir komandi ár.

Flest viljum við alltaf að húðin sé ljómandi heilbrigð, slétt og falleg, sérstaklega eftir hátíðarnar. Með svolitlu dekri er hægt að hámarka líkurnar á að hún sé upp á sitt allra besta. Ein allra áhrifaríkasta aðferðin er BIOEFFECT 30 Day Treatment. Þessi virka meðferð var sérhönnuð til að veita skjótan og áhrifaríkan árangur, sérstaklega þegar húðin þarf þetta „extra“. Á aðeins 30 dögum geturðu gert húðina hamingjusamari en nokkru sinni fyrr. Meðferðarpakkinn inniheldur virkustu formúlu sem BIOEFFECT býður upp á og inniheldur þrjár tegundir prótína úr byggi. Varan kemur í þremur litlum flöskum sem hver inniheldur tíu daga skammt. Fullkomin leið til að byrja árið!

Ef þér aftur á móti þykir tilhugsunin um 30 daga meðferð yfirþyrmandi, en vilt samt koma húðinni í hátíðargír, er nauðsynlegt að undirbúa sig vel. Og við erum með fjölmargar lausnir! BIOEFFECT EGF Essence er fullkominn grunnur sem undirbýr húðina fyrir aðrar vörur á borð við BIOEFFECT EGF Day Serum eða BIOEFFECT Hydrating Cream. Með því að undirbúa húðina eykur þú virkni varanna, sem fyrir vikið ganga hratt og vel inn í húðina. Serumið meðhöndlar húðina með ríkum skammti af virkum innihaldsefnum. Rakakremið býr svo til verndarlag og er fullkominn grunnur fyrir farða; sem verður jafnari og endist lengur en ella.

En stundum er erfitt að standa við fögur fyrirheit — sérstaklega eftir jólin. Við verðum þreytuleg eftir erfiða daga og þrútin af svefnleysi. Einmitt þá er nauðsynlegt að grípa skjótra lausna sem hafa alvöru áhrif!

Maskar eru algjör töfralausn hvað þetta varðar, enda eru þeir bæði einfaldir og fljótlegir í notkun og veita skjótan árangur. BIOEFFECT Eye Mask Treatment dregur úr þrota og þreytumerkjum á augnsvæðinu á aðeins 15 mínútum. Maskinn þéttir og sléttir húðina umhverfis augun og eykur ljóma — fullkominn undirbúningur fyrir veisluhöldin.

Annar áhrifaríkur bjargvættur er BIOEFFECT Imprinting Hydrogel Mask. Þessi einstaki andlitsmaski er í algjörum sérflokki og er sérhannaður til að magna virkni og áhrif seruma frá BIOEFFECT. Maskinn kælir og róar húðina, veitir henni djúpvirkan raka og tryggir óaðfinnanlega heilbrigða húð.

Að lokum viljum við minna á að það besta sem þú getur gert fyrir húðina er að muna að fjarlægja farða á kvöldin, hreinsa húðina vel og bera á þig BIOEFFECT serum og rakakrem áður en þú leggst upp í.

Hleð inn síðu...