Beint í efni

EGF Eye Serum hlýtur húðvöruverðlaun Marie Claire 2022.

Besta augnvaran.

BIOEFFECT vinnur húðvöruverðlaun Marie Claire

EGF Eye Serum sigurvegari í flokki augnvara.

Það gleður okkur að tilkynna að EGF Eye Serum hlaut nýverið húðvöruverðlaun Marie Claire sem besta augnvaran. Húðvöruverðlaun Marie Claire heiðra þær vörur sem þykja bestar í sínum flokki. Við erum því sérstaklega hreykin af því að EGF Eye Serum, ein af okkar allra vinsælustu vörum, hafi hlotið þessa verðskulduðu viðurkenningu.

Í dómnefnd Marie Claire sitja yfir 50 sérfræðingar, þ.m.t. húðlæknar, læknar, blaðamenn, áhrifavaldar og sérfræðingar á sviði sjálfbærni. Hlutverk dómnefndar er að verðlauna þær vörur sem skara fram úr á húðvörumarkaði og heiðra vörumerki sem leggja sitt af mörkum á vegferð í átt að grænni og sjálfbærari framtíð.

Þetta augnserum frá íslenska merkinu BIOEFFECT inniheldur EGF (Epidermal Growth Factor) unnið með líftækni til að efla náttúrulega kollagenframleiðslu húðarinnar. Varan er borin á með kælandi stálkúlu sem dregur úr þrota. Ég elska hönnunina – varan er svo einföld og þægileg í notkun.

Ruby Hammer, dómnefnd

Verðlaunavara sem dregur úr öldrunarmerkjum á augnsvæðinu.

BIOEFFECT EGF Eye Serum er öflug og endurnærandi formúla sem dregur úr sjáanlegum merkjum öldrunar. Varan var sérstaklega þróuð fyrir viðkvæmt augnsvæðið til að vinna á sýnileika hrukka og fínna lína og draga úr þrota og þreytumerkjum með ríku magni EGF prótína úr byggi. EGF úr byggi er rakabindandi boðskiptaprótín sem endurnærir húðina auk þess að styðja við náttúrulega kollagenframleiðslu og viðgerðarhæfni svo húðin helst slétt, þétt og stinn.

Við erum afar stolt af því að bæta þessari eftirsóttu viðurkenningu í verðlaunasafnið okkar, sem fer sífellt stækkandi.

Þú færð frekari upplýsingar um húðvöruverðlaunin á vef Marie Claire.

EGF Eye Serum.

Meira um verðlaunavöruna.

EGF Serum.

Dómnefnd Marie Claire mælir einnig sérstaklega með.

Hleð inn síðu...