Beint í efni

Gefðu heilbrigða húð um hátíðarnar.

Gjöf frá BIOEFFECT er kjörin lausn, hvort sem þú leitar að einhverju fyrir einlægan BIOEFFECT aðdáanda, þann sem er með húðumhirðu á heilanum eða þann sem er að stíga sín fyrstu skref í húðvöruheiminum. Vörurnar frá BIOEFFECT henta auk þess öllum kynjum, passa öllum húðgerðum og koma í glæsilegum umbúðum sem standast ströngustu hönnunarkröfur.

Eitthvað fyrir alla á jólagjafalista BIOEFFECT.

Gefðu BIOEFFECT með góðri samvisku! BIOEFFECT notar líftækni til að endurheimta og viðhalda náttúrulega heilbrigðri húð með aðstoð hreinna, virkra og öruggra innihaldsefna.

  1. BIOEFFECT gjafasett

Kjörin gjöf fyrir alla sem hafa áhuga á heilbrigðri húðumhirðu og frábær kynning á vörulínu BIOEFFECT. Í ár koma gjafasettin í þremur útfærslum:

  • Power Duo: Glæsilegt gjafasett sem inniheldur ofurparið EGF Eye Serum og hið margverðlaunaða EGF Serum.
  • Skin Saviors: Kjörið fyrir þá sem þurfa aukinn raka. Inniheldur EGF Serum og tvo Imprinting Hydrogel rakamaska ásamt glæsilegu, silfurlituðu EGF Serum hulstri.
  • Hydration Heroes: Tilvalið fyrir þá sem eru með þurra húð. Inniheldur Hydrating Cream, eina af okkar allra vinsælustu vörum, og OSA Water Mist andlitsspreyið sem viðheldur heilbrigðu rakastigi í amstri dagsins.

2. BIOEFFECT EGF Power Cream

Kraftmikið, djúpverkandi og sérstaklega nærandi andlitskrem sem hentar sérstaklega þurri og þroskaðri húð. EGF Power Cream inniheldur úrval virkra og náttúrulegra efna sem vinna gegn hrukkum og fínum línum, draga úr litabreytingum og þétta húðina. Þetta einstaka andlitskrem eykur raka svo um munar og tryggir raunverulegan og sýnilegan árangur.

3. BIOEFFECT 30 Day Treatment

Gjöf sem myndi gleðja hvern sem er. 30 Day Treatment er okkar allra virkasta formúla. Meðferðin inniheldur þrenns konar prótín úr byggi sem þétta og slétta húðina og vinna saman gegn sjáanlegum öldrunarmerkjum; fínum línum, svitaholum, þurrki, litabreytingum og slappleika húðar. 30 Day Treatment umbreytir ásýnd húðarinnar á aðeins 30 dögum. Gefðu raunverulegan árangur um hátíðarnar.

4. BIOEFFECT On-the-go Essentials

Kjörin gjöf fyrir ferðalanginn í fjölskyldunni. Kassinn inniheldur fjórar BIOEFFECT vörur í ferðastærðum sem tryggja allt sem til þarf fyrir einfalda en áhrifaríka húðumhirðu í amstri dagsins. On-the-go Essentials er ekki síður tilvalin gjöf fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í húðvöruheiminum og vilja prófa úrval áhrifaríkra vara. Kassinn inniheldur EGF Serum (5 ml), EGF Day Serum (5 ml), Volcanic Exfoliator (10 ml) og Micellar Cleansing Water (30 ml).

5. BIOEFFECT Imprinting Hydrogel Mask

Tilvalið fyrir þessa rauðklæddu, og smellpassar ofan í skóinn! Imprinting Hydrogel andlitsmaskana er hægt að kaupa staka eða sex saman í pakka. Þessir einstöku andlitsmaskar eru sérhannaðir til að auka enn frekar á virkni EGF prótínsins í húðvörum frá BIOEFFECT. Þennan öfluga rakagjafa má líka einfaldlega nota til að næra húðina og gera vel við sig. Fullkomið yfir hátíðarnar!

6. BIOEFFECT EGF Hydrating Cream

Margverðlaunað andlitskrem sem er alltaf á óskalistanum. Þetta einstaka krem veitir raka sem endist allan daginn. Það inniheldur hýalúronsýru og E-vítamín sem sjá til þess að húðin haldist vel nærð, mjúk, slétt og geislandi í 12 klukkustundir. Grunnurinn í þessu létta kremi er einfaldlega hreint, íslenskt vatn sem tryggir að kremið henti öllum húðgerðum, meira að segja þeim allra viðkvæmustu.

7. BIOEFFECT EGF Body Serum

EGF Body Serum inniheldur ríkulegt magn EGF prótína úr byggi og veitir langvarandi raka, eykur þéttleika og gerir húð líkamans bæði slétta og mjúka. Fullkomin gjöf fyrir þá sem eru á leið í ævintýri eftir hátíðarnar. EGF Body Serum gengur hratt og vel inn í húðina. Fljótlegt og fullkomið dekur fyrir þá sem æfa reglulega eða eru mikið á ferðinni!

Hleð inn síðu...