Beint í efni

Þín bíður endurnærandi hugleiðsla.

Þér er boðið í hugleiðslu undir leiðsögn Tristan Gribbin! Búðu þig undir endurnærandi stund.

Hugleiðsluathvarf á Íslandi.

Við hófum samstarf með Tristan Gribbin, stofnanda Flow hugleiðsluapps. Í sameiningu bjóðum við fylgjendum BIOEFFECT að hverfa með okkur inn í hugleiðsluathvarf á Íslandi, umlukin stórkostlegu myndefni úr íslenskri náttúru og róandi náttúruhljóðum. Þannig tengjumst við sjálfinu, losum um spennu, aukum einbeitingu og eflum sjálfstraust.

Tengjumst sjálfinu.

Samstarfið er liður í vegferð okkar hjá BIOEFFECT til að hvetja sem flesta til að iðka sjálfsást og auka lífshamingju. Á sama tíma viljum við greiða aðgang að verkfærum og aðferðum sem geta aukið vellíðan.

Við ræddum við Tristan um hennar upplifun sem stofnandi og eigandi fyrirtækis, ástríðuna fyrir hugleiðslu og þann ótrúlega ávinning sem hugleiðsla getur skilað bæði einstaklingum og fyrirtækjum.

Smelltu hér til að lesa viðtalið!

Hugleiðslan bíður þín.

Hugleiðslan var fyrst birt á Instagram síðu BIOEFFECT. Þau sem misstu af þurfa þó ekki að örvænta því nú er hugleiðslan aðgengileg hér! Þannig geta allir komið sér vel fyrir og hafið hugleiðslu undir leiðsögn Tristan, hvar og hvenær sem þeim hentar.

Njótið vel!

30 daga prufuáskrift að Flow!

Um þessar mundir bjóða BIOEFFECT og Flow upp á ókeypis 30 daga prufuáskrift að appinu. Skannaðu QR kóðann, byrjaðu að hugleiða og njóttu vel!

Hvernig á að sækja appið.

Fyrir iOS:
1. Skannaðu kóðann eða opnaðu App Store
2. Leitaðu að „Flow Meditation" og sæktu appið
3. Stofnaðu aðgang og staðfestu með tölvupósti
4. Endurræstu appið
5. Veldu stillingar efst í vinstra horninu og smelltu á „Áskrift“
6. Smelltu á „Náðu í kynningarkóða“, sláðu inn „BIOEFFECT“ og staðfestu

Fyrir Android:
1. Skannaðu kóðann eða opnaðu Google Play Store
2. Leitaðu að „Flow Meditation" og sæktu appið
3. Stofnaðu aðgang og staðfestu með tölvupósti
4. Endurræstu appið

Húðrútína eftir hugleiðslu.

Haltu áfram að gera vel við þig með þessari endurnærandi húðrútínu.

SKREF 1

Berðu hið frískandi og nærandi EGF Essence rakavatn á andlitið. Nauðsynlegur undirbúningur fyrir það sem koma skal!

Smelltu hér til að lesa um kosti þess að nota rakavatn.

SKREF 2

Berðu 3-4 dropa af 30 Day Treatment, okkar allra virkustu vöru, á andlitið með hringhreyfingum upp á við. Þannig veitirðu þér líka létt og slakandi andlitsnudd sem örvar blóðflæði og frásog.

SKREF 3

Leggðu að lokum Imprinting Hydrogel maska á andlitið. Hann hámarkar virkni húðrútínunnar og hefur auk þess afar róandi og kælandi áhrif á húðina.

Gott ráð: Komdu þér vel fyrir og hafðu maskann á andlitinu á meðan þú hugleiðir til að ná enn meiri slökun og vellíðan.

Hleð inn síðu...