Beint í efni

Hvers vegna ættir þú að nota rakavatn?

Hvað gerir rakavatn fyrir húðina, og hvernig á að nota það?

Ný nauðsynjavara í snyrtitöskuna.

Við getum staðfest að gott andlitsvatn, rakavatn eða svokallaður „essence“, gerir gæfumuninn þegar kemur að því að hugsa um húðina. Þessi einfalda en áhrifaríka vara verður sívinsælli og þykir t.d. alveg nauðsynleg samkvæmt K-Beauty fræðum S-Kóreu, sem hafa sannarlega látið til sín taka í húðvöruheiminum.

Auk þess að vera góður rakagjafi hefur rakavatn þann eiginleika að undirbúa húðina fyrir aðrar húðvörur og hámarka virkni þeirra. Rakavatn gerir þér einfaldlega kleift að fá sem mest úr úr húðrútínunni. Þetta er í anda þess sem við hjá BIOEFFECT stefnum að, enda viljum við að vörurnar okkar vinni vel saman og hafi sem mest og best áhrif á húðina. Hér höfum við tekið saman nokkrar ástæður til að bæta rakavatni í baðherbergisskápinn. Við mælum sérstaklega með EGF Essence rakavatninu okkar, enda er það hinn fullkomni grunnur fyrir aðrar húðvörur.

Hvað gerir rakavatn?

Rakavatn veitir húðinni umsvifalausan raka og undirbýr hana fyrir aðrar húðvörur. Rök og vel nærð húð á auðveldara með að draga til sín og taka upp efni úr öðrum húðvörum, t.d. serumi eða rakakremi. Fyrir vikið aukast áhrif serumsins eða rakakremsins sem á eftir fylgir. Þetta á sérstaklega við um vörur sem innihalda tiltekin efni sem kjósa rakt umhverfi. Þetta gildir t.d. um EGF úr byggi, boðskiptaprótín sem við hjá BIOEFFECT notum í húðvöruframleiðslu. EGF hefur mesta virkni í röku umhverfi. Rakt yfirborð húðar sem er vel nærð greiðir fyrir upptöku seruma eða rakakrema sem innihalda EGF og hámarkar bæði virkni þeirra og áhrif. Við höfðum þetta í huga þegar við þróuðum EGF Essence rakavatnið okkar, enda er það sérhannað til að skapa nærandi umhverfi sem eykur áhrif seruma og rakakrema frá BIOEFFECT. Þannig getur þú með einföldu móti hámarkað árangur húðrútínunnar.

Þarf ég bæði að nota rakavatn og annan rakagjafa á borð við krem eða serum?

Þrátt fyrir að sumir noti eingöngu rakavatn mæla líklega flestir með að nota það samhliða rakakremi eða serumi. Þannig nær varan tilætlaðri hámarksvirkni.

EGF Essence rakavatnið frá BIOEFFECT er búið til úr úrvali rakagefandi efna og er því hægt að nota eitt og sér, sér í lagi fyrir þau sem þurfa léttan raka (t.d. þau sem eru með olíukennda húð eða þau sem búa í mjög röku loftslagi) og kjósa vöru sem smýgur inn í húðina á augabragði.

Rakavatn hefur léttari áferð en serum (og augljóslega léttari en rakakrem). Fyrir vikið eru sum rakavötn ekki eins virk, en það er þó ekki algilt. Tilgangur rakavatns er gjarnan sá að veita húðinni aukalag af raka. Andlitsvatn hefur yfirleitt vatnskennda áferð sem gerir því kleift að ganga hratt inn í húðina og fara djúpt niður í húðlögin. Þannig greiðir það fyrir upptöku seruma og rakakrema sem á eftir fylgja. Þess vegna mælum við með að nota rakavatn samhliða öðrum rakagjafa.

Hvað greinir BIOEFFECT EGF Essence frá öðru rakavatni?

Líkt og annað rakavatn veitir EGF Essence húðinni umsvifalausan raka og undirbýr hana þannig fyrir aðrar húðvörur. Sérstaða EGF Essence er aftur á móti sú staðreynd að það inniheldur EGF úr byggi. EGF úr byggi er rakabindandi boðskiptaprótín sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Það sendir húðfrumum skilaboð um að gera við, endurnýja eða efla náttúrulega framleiðslu kollagens, og gegnir því afar mikilvægu hlutverki við að viðhalda heilbrigðri og unglegri ásýnd húðarinnar.

EGF Essence er búið til úr hreinu íslensku vatni sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög. Þetta náttúrulega ferli sér til þess að vatnið er afar milt. EGF Essence hefur létta, vatnskennda og mjúka áferð sem skilur ekki eftir sig lag á yfirborði húðarinnar. Það gengur afar hratt inn í húðina og fer djúpt niður í húðlögin. Það inniheldur auk þess glýserín sem hefur þann eiginleika að draga til sín raka og auka getu húðarinnar til að viðhalda honum. Það er góð ástæða fyrir að við köllum EGF Essence kraftaverkavatn!

Hvernig á að nota rakavatn?

Hvernig á að nota rakavatn á borð við EGF Essence? Hvernig er það borið á húðina, með hvaða vörum, og í hvaða röð?

Meginreglan er sú að andlitsvatn eða rakavatn er borið á hreina húð, áður en aðrar vörur á borð við serum eða krem eru notaðar. Við mælum með að rakavatninu sé hellt í lófann og þrýst inn í húðina í stað þess að hella fyrst í bómull - við viljum ekki að einn einasti dropi af þessum dýrmæta vökva fari til spillis!

Hérna er dæmi um einfalda þriggja skrefa húðrútínu þar sem við notum EGF Essence:

Hreinsaðu húðina tvisvar á dag.

Skref 1 – Hreinsa

Alveg nauðsynlegt skref. Með því að byrja á að hreinsa húðina fjarlægir þú óhreinindi og olíur af yfirborði hennar og hreinsar húðholurnar. Þetta dregur úr líkum á því að húðin dragi til sín óhreinindi og önnur efni sem hafa skaðleg eða óæskileg áhrif, auk þess að greiða veginn fyrir þær húðvörur sem koma á eftir. Notaðu hreint og volgt vatn eða milda hreinsivöru, t.d. Micellar Cleansing Water – hreinsivatn sem við búum til úr hreinu íslensku vatni og mildum rakagjöfum úr plönturíkinu.

Undirbúðu húðina fyrir aðrar húðvörur.

Skref 2 – Undirbúa með rakavatni

Næst skaltu bera rakavatn á húðina. Okkur finnst þetta alveg ómissandi skref, enda undirbýr það húðina fyrir aðrar vörur og hámarkar virkni þeirra. Notaðu rakavatn eftir að þú hefur hreinsað húðina, áður en þú berð á þig serum eða rakakrem. Við mælum heils hugsar með EGF Essence. Þú einfaldlega hellir vörunni í lófann og þrýstir mjúklega inn í húð á andliti, hálsi og bringu.

Ljúktu húðrútínunni á góðu kremi eða serumi.

Skref 3 – Næra með serumi eða kremi

Nú þegar húðin hefur verið undirbúin með nærandi rakavatni ertu tilbúin(n) fyri næsta (og oft mikilvægasta) skref í rútínunni. Berðu að lokum andlitskrem eða serum á húðina og veittu henni nauðsynlegan raka. Vörulínan okkar inniheldur úrval dásamlegra rakagjafa á borð við serum eða andlitskrem. Þar má t.d. nefna Hydrating Cream, EGF Power Cream og hið margverðlaunaða EGF Serum. Þitt er valið!

Svona á að nota EGF Essence.

Hámarkaðu árangurinn af góðri húðumhirðu.

Með því að nota rakavatn getur þú með einföldu móti hámarkað áhrif húðrútínunnar og aukið enn frekar við áhrif uppáhalds vörunnar þinnar. Andlitsvatn sem nærir og undirbýr húðina er algjör skyldueign sem leggur grunninn að vel nærðri, heilbrigðri og ljómandi húð!

Hleð inn síðu...