Beint í efni

Hver eru bestu innihaldsefnin í húðvörum?

Við vitum hversu flókið það getur reynst að ráða sig fram úr flóknum innihaldsefnalistum. Þess vegna tókum við saman nokkur af okkar eftirlætis innihaldsefnum sem eru náttúruleg og hafa raunveruleg áhrif.

Okkar uppáhalds virku og hreinu innihaldsefni í húðvörum.

Við þekkjum öll hversu flókið getur verið að ráða fram úr löngum og flóknum listum innihaldsefna, hvort sem þeir eiga við um matvæli, snyrtivörur, húðvörur eða annað. Hvað húðvörur varðar getur verið erfitt að vita hvaða innihaldsefni ætti að forðast. Að sama skapi eru til ótrúlega mörg efni sem gera húðinni raunverulega gott með því að efla rakabindingu, umbreyta ásýndinni og bæta húðheilsuna svo um munar.

Við hjá BIOEFFECT reynum eftir fremsta megni að nota aðeins þau efni sem húðin skilur og hefur raunverulegan ávinning af.

Lestu áfram til að fræðast um þau innihaldsefni sem eru í uppáhaldi hjá okkur í BIOEFFECT og henta þeim sem vilja nota hreinar og náttúrulegar húðvörur.

EGF (Epidermal Growth Factor) úr byggi.

Endurnærandi og rakabindandi boðskiptaprótín, eða svokallaður vaxtarþáttur. BIOEFFECT EGF er það fyrsta í heiminum sem er framleitt úr plöntum, en vísindateymi BIOEFFECT þróaði leið til að framleiða EGF úr fræjum byggplöntu með aðferðum plöntulíftækni. EGF úr byggi styður við náttúrulega framleiðslu húðarinnar á kollageni, elastíni og hýalúronsýru og getur því gegnt mikilvægu hlutverki við að halda henni sléttri, þéttri og heilbrigðri ásýndar. Það styrkir endurnýjunarferli húðarinnar og eflir getu hennar til að draga til sín og viðhalda raka. Aukinn raki í húðlögunum viðheldur þykkt og þéttleika húðarinnar, sem dregur úr dýpt hrukka sem verða minna sýnilegar fyrir vikið.

Nánar um EGF.

IL-1a (Interleukin 1-alpha) úr byggi.

Vísindateymi BIOEFFECT þróaði leið til að framleiða IL-1a úr byggplöntum með aðferðum plöntulífækni. IL-1a sem fyrirfinnst náttúrulega í húð er vaxtarþáttur, líkt og EGF og KGF. IL-1a úr byggi styrkir húðina með því að styðja við uppbyggingu hennar (e. structural integrity) og viðheldur bæði þéttleika og teygjanleika.

KGF (Keratinocyte Growth Factor) úr byggi.

Vísindateymi BIOEFFECT þróaði leið til að framleiða KGF úr byggplöntum með aðferðum plöntulífækni. KGF sem fyrirfinnst náttúrulega í húð er vaxtarþáttur, líkt og EGF, sem styður við náttúrulegt endurnýjunarferli húðarinnar, styrkir varnarlag hennar og heldur henni þannig heilbrigðri. Það er framleitt úr bandvefsfrumum (e. fibroblasts) í leðurhúðinni (e. dermis) og getur virkjað hyrnisfrumur (e. keratinocytes) í yfirborði húðarinnar til að hefja eða styðja við framleiðslu hýalúronsýru – og þar með stuðla að öflugra og sterkbyggðara varnarlagi húðarinnar.Einnig hefur verið sýnt fram á að KGF getur haft verndandi áhrif á hyrnisfrumur og m.a. skýlt þeim fyrir áhrifum UV-geislunar. KGF úr byggi hefur eflandi áhrif á ysta varnarlag húðarinnar og stuðlar að heilbrigðri ásýnd hennar. Sýnt hefur verið fram á að það styrkir verndarlag húðar og styður við náttúrulega viðgerðarhæfni hennar og hefur verndandi áhrif gegn ýmiss konar ytra áreiti, þ.m.t. af geislun, umhverfisáhrifum og efnaáhrifum.

NAG (N-Asetýl glúkósamín).

Ákveðið vegan form af amínóeinsykru sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni og er staðsett á milli húðfruma. NAG er undanfari hýalúronsýru í húðinni, enda er það er ein af byggingareiningum hennar ásamt D-glúkúronsýru. Því hefur verið sýnt fram á að NAG styður við náttúrulega framleiðslu hýalúronsýru. NAG smýgur auðveldlega inn í húðina og hefur margvíslegan ávinning. Rannsóknir hafa sýnt að það stuðlar að bjartari og jafnari ásýnd og dregur úr sýnilegum litamisfellum. Það getur komið í veg fyrir ákveðna umbreytingu (e. glycosylation of pro-tyrosinase to tyrosinase) í litfrumum (e. melanocyte). Við það dregur úr framleiðslu melanína, eða sortuefna, í húðinni, svo litamisfellur verða minna áberandi og húðlitur jafnari. NAG hefur einnig andoxandi eiginleika og styður við heilbrigða uppbyggingu (e. structural integrity) húðarinnar), viðheldur teygjanleika og vinnur á þurrki með því að draga úr vökvatapi og efla getu húðarinnar til að viðhalda honum.

Hýalúronsýra.

Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni og gegnir afar mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka og vökva í húðinni og stuðla þannig að heilbrigðu rakastigi.Hýalúronsýra getur haldið allt að þúsundfaldri eigin þyngdar í vökva, sem gerir þetta áhrifaríka efni að fullkomnum rakagjafa fyrir allar húðgerðir. Hýalúronsýra hefur einnig endurnærandi og róandi eiginleika. Við bestum hýralúronsýruna sem við notum hverju sinni, þannig að hún hafi smærri eða lægri mólþunga (e. molecular weight). Lágur mólþungi sem gerir efninu kleift að ganga hraðar inn í húðina og ganga dýpra niður í húðlögin. Hærri mólþungi veldur því að hýalúronsýran sest í efstu húðlögin og stuðlar umsvifalaust að þéttri, sléttri og ljómandi ásýnd.

Glýserín.

Kraftmikill rakagjafi sem dregur til sín raka og gerir yfirborð húðarinnar þrýstnara og sléttara sem dregur úr ásýnd hrukka og fínna lína. Glýserín vinnur gegn ertingu í húðinni, það hefur örverueyðandi áhrif (e. anti-microbial), getur aukið frásog annarra virkra efna í húðinni, styður við viðgerðarhæfni og náttúrulegt sáragræðsluferli húðarinnar og eflir rakastig. Þegar glýserín er notað í húðvöru er efnasamsetning vörunnar afar mikilvæg til að tryggja að glýserínið nái sem mestum og bestum áhrifum. Þess vegna gætum við þess að BIOEFFECT vörur innihaldi ákjósanlegt vatnsmagn til að tryggja að glýserín hafi sem mesta nærandi virkni.

Betaglúkan úr byggi.

Hefur róandi áhrif á húðin, nærir hana og styrkir ysta varnarlag hennar. Það viðheldur raka, vinnur gegn ásýnd hrukka og verndar húðina fyrir skaðlegum geislum. Rannsóknir hafa einnig sýnt að betaglúkan sem er framleitt úr byggi getur myndað allt að þrisvar sinnum öflugri andoxunarvörn en betaglúkan sem er framleitt úr höfrum.

Óridónín.

Efni sem er unnið úr jurtaþykkni og er þekkt fyrir græðandi eiginleika. Það vinnur auk þess gegn skaðlegum áhrifum sindurefna sem eru talin stuðla að sýnilegum merkjum öldrunar á húðinni. Líkt og boðskiptaprótín úr byggi hefur órídónín þann eiginleika að geta tengst húðfrumum og sent þeim skilaboð. Þegar þessi efni eru notuð saman vinna þau á kröftugan hátt gegn slappleika í húð og ásýnd fínna lína.

Níasínamíð.

Einnig þekkt sem B3-vítamín. Bætir áferð, jafnar húðlit og eykur ljóma auk þess að draga úr ásýnd fínna lína.

Squalane.

Endurnærandi og rakagefandi andoxunarefni. Það mýkir húðina og nærir hana auk þess að draga úr vökvatapi. Fyrirfinnst náttúrulega í húðinni (sebum).

Vissar fitusýrur.

Fitusýrur á borð við þær sem finnast í kvöldrósarólíu og sheasmjöri hafa nærandi og mykjandi áhrif á húðina án þess að skilja eftir klístrað lag á yfirborði hennar. Hentar gjarnar þurri eða þroskaðri húð. Kvöldrósarolía og sheasmjör flokkast ekki sem jarðefna- eða jurtaolíur sem þýðir að efnin setjast ekki í húðholurnar og stífla þær.

OSA (e. Orthosilicic Acid).

Ákveðin birtingarmynd kísils (e. bioavailable form) sem húðin tekur upp. Afar sjaldgæft í náttúrunni en fyrirfinnst þó í jarðgufu á háhitasvæðum á Íslandi. OSA sem er borið á yfirborð húðarinnar getur styrkt, slétt og strekkt á húðinni og aukið teygjanleika með því að örva framleiðslu kollagens.

Aselsýra.

Efni sem hefur fjölþættan ávinning fyrir húðina. Mild en hreinsandi og bakteríudrepandi sýra sem leysir upp fitu og óhreinindi sem safnast í húðholunum. Hentar öllum húðgerðum og hefur áhrifaríka andoxunareiginleika. Jafnar húðlit, stuðlar að bjartari og jafnari ásýnd og dregur úr roða og bólgum.

Mísellur

Blanda af svokölluðum yfirborðsvirkum efnum (e. surfuctant-active agents) sem virka eins og segull á olíur og óhreinindi. Hafa því afar hreinsandi en mild áhrif á húðina, án þess að fjarlægja náttúrulegar olíur af yfirborði hennar.

Íslenskt vatn.

Hreint og tært enda hefur það síast í gegnum aldagömul hraunlög. Þetta náttúrulega ferli skilar hreinu og mjúku vatni sem inniheldur afar lítið magn ertandi steinefna á borð við kalk og magnesíum. Það fer húðina því afar mildum höndum.

Hleð inn síðu...