Beint í efni

Vísindi og virkni. 

Í ár eru gjafasettin unnin í samstarfi við listakonuna Þórdísi Erlu Zoëga og innihalda úrval vinsælustu húðvara BIOEFFECT. Gjafasettin eru á allt að 25% lægra verði en ef vörurnar eru keyptar stakar.

Árlegu gjafasettin innihalda úrval vinsælustu vara BIOEFFECT. Virka innihaldsefnið í húðvörum okkar, BIOEFFECT EGF, er framleitt með aðferðum plöntu-líftækni og vörurnar þróaðar til að fyrirbyggja og hægja á öldrun húðarinnar og bera raunverulegan árangur. Gjafasettin eru á allt að 25% lægra verði en ef vörurnar eru keyptar stakar.

Gjafasettin voru unnin í samstarfi við listakonuna Þórdísi Erlu Zoëga og útkoman er töfrandi ferðalag EGF húðdropanna í gegnum húðlögin. Verk hennar Þórdísar Erlu fanga kjarna vísinda BIOEFFECT og virkni húðdropanna með því að skapa sjónrænt ferðalag þeirra.

EGF Face & Hand Rejuvenation. 

EGF Face & Hand Rejuvenation gjafasettið inniheldur okkar vinsælu EGF Serum húðdropa og EGF Hand Serum. Öflugar og virkar húðvörur sem hægja á öldrun húðar og veita ótvíræðan árangur. Byltingarkennda og margverðlaunaða EGF Serum er sérstaklega þróað til að fyrirbyggja og vinna á öldrun húðar, auka rakabindingu og skilur við húðina þétta og slétta. EGF Hand Serum hjálpar til við að næra þurrar og sprungnar hendur, efla ysta varnarlag húðarinnar og draga úr ásýnd litabreytinga.

EGF Serum (15 ml) í fullri stærð og EGF Hand Serum fylgir.

Virði: 20.980 kr.
Verð: 15.990 kr.

EGF Firming Favorites.

EGF Firming Favorites gjafasettið inniheldur þrjár af okkar allra vinsælustu vörum: EGF Serum, EGF Eye Serum og Imprinting Eye Mask. EGF Serum, margverðlaunuðu húðdroparnir auka raka, draga úr ásýnd fínna lína, hrukka og þétta húðina. EGF Eye Serum er endurnærandi augnserum sem einnig vinnur á fínum línum og hrukkum auk þess að draga úr þrota umhverfis augun. Imprinting Eye Mask er sérstaklega þróaður til að efla og hámarka áhrif EGF Eye Serum.

Gjafasettið er á 5.250 kr. lægra verði en ef vörurnar eru keyptar stakar.

Virði: 26.440 kr.
Verð : 21.190 kr.

EGF Power Performance

EGF Power Performance gjafasettið inniheldur tvær öflugar og kraftmiklar húðvörur, EGF Power Serum og EGF Power Cream. Vörurnar eru sérstaklega þróaðar fyrir þroskaða húð og til að hægja á öldrun húðarinnar. EGF Power Serum er sérstaklega þróað til að jafna húðlit og vinna á hrukkum, litamisfellum og þurrki. EGF Power Cream er byltingarkennt andlitskrem sem vinnur á fimm helstu öldrunarmerkjum húðar; hrukkum, húðþynningu, litamisfellum, slappri húð og þurrki, ásamt því að auka þéttleika og jafna áferð. Þessi kraftmikla tvenna veitir sýnilegan árangur.

Gjafasettið er á 10.490 kr. lægra verði en ef vörurnar eru keyptar stakar.

Virði: 41.980 kr.
Verð: 31.490 kr.

Vörurnar henta öllum húðgerðum og kynjum og eru án ilmefna, alkóhóls, parabena, glútens. Falleg gjöf fyrir jólin, í skóinn eða hvaða tilefnið sem er.

Hleð inn síðu...