Beint í efni

Nýr BIOEFFECT andlitshreinsir. Mildur og djúpvirkandi.

Facial Cleanser er spennandi nýjung í flokki húðhreinsa. Nýi andlitshreinsirinn veitir djúpa og góða hreinsun í einu skrefi.

Djúpvirkandi andlitshreinsir.   

Facial Cleanser er sérstaklega þróaður til að veita djúpa og góða hreinsun í einu skrefi. Andlitshreinsirinn fjarlægir farða, sólarvörn og óhreinindi af húðinni án þess að þurrka hana eða valda ertingu. Andlitshreinsirinn hefur geláferð sem síðan verður mjólkurkennd þegar hún kemst í snertingu við vatn (e. gel-to-milk).

Líkt og aðrar vörur í vörulínu BIOEFFECT hentar Facial Cleanser öllum húðgerðum, jafnvel mjög viðkvæmri húð, enda inniheldur varan aðeins fá, hrein og sérvalin efni. Þar má einkum nefna lykilinnihaldsefnin squalane, betaglúkan úr byggi, glýserín og loks íslenskt vatn.

Í sameiningu hafi þessi áhrifaríku innihaldsefni afar hreinsandi og nærandi áhrif á húðina, styrkja náttúrulegar varnir hennar og efla getu hennar til að viðhalda raka. Andlitshreinsirinn fjarlægir farða, sólarvörn, olíur og óhreinindi af húðinni án þess að raska virkni ysta húðlagsins, þurrka húðina eða valda ertingu. Formúlan er blönduð án ertandi efna á borð við ilmefni, alkóhól og sílíkon. Niðurstaðan er mildur en áhrifaríkur hreinsir sem skilur við húðina silkimjúka, hreina og fullkomlega undirbúna fyrir þær húðvörur sem á eftir koma.

Nærandi innihaldsefni. 

Hér er allt sem þú þarft að vita um innihaldsefnin og notkunina á þessum einstaklega nærandi andlitshreinsi.

Squalane: Mýkjandi, rakabindandi og endurnærandi efni sem hefur styrkjandi áhrif á ysta varnarlag húðarinnar og getur þar með eflt náttúrulega hæfni hennar til að viðhalda raka. Squalane er andoxandi efni sem róar húðina og dregur úr sýnilegum merkjum þrota.

Betaglúkan úr byggi: Betaglúkan róar og nærir húðina og styrkir varnir hennar og hjálpar henni að viðhalda raka. Rannsóknir hafa auk þess sýnt að betaglúkan sem framleitt er úr byggi getur myndað allt að þrisvar sinnum öflugri andoxunarvörn en betaglúkan sem framleitt er úr höfrum.

Glýserín: Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna áferð og slétta yfirborð húðarinnar. Rakagjafi sem hentar öllum húðgerðum, jafnvel olíukenndri húð.

Íslenskt vatn: Íslenskt vatn sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.

Notkun. 

Pumpaðu 2-4 pumpum af hreinsinum í lófann, eða eins mikið og þér finnst þörf á. Gott er að hita hreinsinn með því að nudda lófunum saman í nokkrar sekúndur áður en hann er borinn á andlitið. Berðu hann á þurrt andlitið og nuddaðu mjúklega með fingurgómunum í 30-60 sekúndur. Bleyttu hendurnar með vatni og nuddaðu andlitið, þar til hreinsirinn fær mjólkurkennda áferð. Skolaðu af með vatni.

Andlitshreinsirinn fullkomnar húðhreinsilínu BIOEFFECT sem nú samanstendur af Micellar Cleansing Water, Facial Cleanser, Volanic Exfoliator og EGF Essence undirbýr húðina fyrir þær vörur sem á eftir koma.

Hrein og vel nærð húð.

Hleð inn síðu...