Beint í efni

Facial Cleanser

Nýi andlitshreinsirinn er spennandi nýjung í flokki húðhreinsa. Hann er sérstaklega þróaður til að veita djúpa og góða hreinsun í einu skrefi. Andlitshreinsirinn fjarlægir farða, sólarvörn og óhreinindi af húðinni án þess að þurrka hana eða valda ertingu. Hann er mildur en áhrifaríkur hreinsir fyrir allar húðgerðir. Andlitshreinsirinn hefur geláferð sem síðan verður mjólkurkennd þegar hún kemst í snertingu við vatn (e. gel-to-milk).
6.990 kr.

Eiginleikar og áhrif

Djúpvirkandi og rakagefandi andlitshreinsir sem nærir húðina.

Líkt og aðrar vörur BIOEFFECT hentar Facial Cleanser öllum húðgerðum, jafnvel mjög viðkvæmri húð, enda inniheldur varan aðeins fá, hrein og sérvalin efni. Þar má einkum nefna lykilinnihaldsefnin squalane, betaglúkan úr byggi, glýserín og íslenskt vatn. Í sameiningu hafi þessi áhrifaríku efni afar hreinsandi og nærandi áhrif á húðina, styrkja náttúrulegar varnir húðarinnar og efla getu hennar til að viðhalda raka.

Andlitshreinsirinn fjarlægir farða, sólarvörn, olíur og óhreinindi af húðinni án þess að þurrka eða valda ertingu. Andlitshreinsirinn er án ertandi efna á borð við ilmefni, alkóhól og sílíkon. Niðurstaðan er mildur en áhrifaríkur hreinsir fyrir allar húðgerðir.

  • 98% þátttakenda voru sammála því að húðin væri hrein og endurnærð eftir notkun*
  • 96% þátttakenda myndu mæla með andlitshreinsinum*

*Samkvæmt innanhússrannsókn þar sem þátttakendur notuðu Facial Cleanser tvisvar á dag í tvær vikur.

  • Nærandi ‘gel-to-milk' andlitshreinsir með squalane
  • Fjarlægir farða, óhreinindi og SPF í einu skrefi
  • Skilur húðina eftir hreina, vel nærða og silkimjúka
  • Þurrkar ekki húðina né ertir
  • Án ilmefna, alkóhóls, sílíkons, parabena og glútens
  • Hentar öllum húðgerðum, tilvalinn fyrir þurra og viðkvæma húð

Stærð: 120ml.

Lykilinnihaldsefni

Squalane: Mýkjandi, rakabindandi og endurnærandi efni sem hefur styrkjandi áhrif á ysta varnarlag húðarinnar og getur þar með eflt náttúrulega hæfni hennar til að viðhalda raka. Squalane er andoxandi efni sem róar húðina og dregur úr sýnilegum merkjum þrota.

Betaglúkan úr byggi: Betaglúkan róar og nærir húðina og styrkir varnir hennar. Það viðheldur raka, vinnur gegn hrukkumyndun og verndar húðina fyrir skaðlegum geislum. Rannsóknir hafa auk þess sýnt að betaglúkan sem framleitt er úr byggi er með öfluga andoxunarvörn.

Glýserín: Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna áferð og slétta yfirborð húðarinnar. Rakagjafi sem hentar öllum húðgerðum, jafnvel olíukenndri húð.

Íslenskt vatn: Hreint, íslenskt vatn sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.

Innihaldsefnalisti.

GLYCERIN, CAPRYLIC/CAPRIC TRIGLYCERIDE, WATER (AQUA), SQUALANE, SODIUM METHYL OLEOYL TAURATE, SUCROSE STEARATE, TOCOPHEROL, CITRIC ACID, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT

Geymist þar sem börn ná ekki til.

Eingöngu til notkunar útvortis.

Geymist við stofuhita á skuggsælum stað.

Upplýsingar

BIOEFFECT® FACIAL CLEANSER

BIOEFFECT® FACIAL CLEANSER er nærandi andlitshreinsir sem fjarlægir farða, sólarvörn og önnur óhreinindi án þess að erta eða þurrka húðina. Andlitshreinsirinn er einstaklega mildur og hentar vel til daglegra nota, einnig fyrir viðkvæma húð. Andlitshreinsirinn skilur við húðina hreina, mjúka og fullkomlega undirbúna undir BIOEFFECT húðvörurnar sem fylgja á eftir.

  • Nærandi andlitsheinsir sem inniheldur sqalane
  • Fjarlægir farða, óhreinindi og sólarvörn
  • Hreinsar vel án þess að erta eða þurrka húðina
  • Inniheldur hvorki ilmefni né alkóhól
  • Hentar öllum húðgerðum

Notkunarleiðbeiningar

Berið andlitshreinsinn á þurra húð til að leysa upp farða og óhreinindi. Bætið við vatni og nuddið mjúklega þar til gelkenndi andlitshreinsirinn tekur á sig mjólkukennda áferð. Skolið af með vatni. Andlitshreinsinn má nota eins oft og þörf er á.

BIOEFFECT® FACIAL CLEANSER hentar öllum húðgerðum og inniheldur hvorki alkóhól né ilmefni. Fyrir mjög viðkvæma húð er ráðlagt að prófa vöruna fyrst með því að bera á lítið svæði 24 klst áður en hún er notuð á andlitið.

Ofnæmisupplýsingar: Varan inniheldur bygg.

Forðist að varan berist í augu. Ef það gerist skal skola augu vandlega með vatni. Geymist þar sem börn ná ekki til. Eingöngu til notkunar útvortis. Geymist við stofuhita á skuggsælum stað.

Hreinar húðvörur

Notkun

Pumpaðu 2-4 pumpum af hreinsinum í lófann, eða eins mikið og þér finnst þörf á. Gott er að hita hreinsinn með því að nudda lófunum saman í nokkrar sekúndur áður en hann er borinn á andlitið. Berðu hann á þurrt andlitið og nuddaðu mjúklega með fingurgómunum í 30-60 sekúndur. Bleyttu hendurnar með vatni og nuddaðu andlitið, þar til hreinsirinn fær mjólkurkennda áferð. Skolaðu af með vatni.

Passar vel með

    Hleð inn síðu...