Beint í efni

Volcanic Exfoliator

Djúphreinsandi andlitsskrúbbur með örfínum ögnum úr íslensku hrauni ásamt fínmöluðum apríkósukjarna. Þessi mildi skrúbbur inniheldur einnig aselsýru — sýrutegund sem fyrirfinnst náttúrulega byggi og öðrum frætegundum. Aselsýra leysir upp fitu og bakteríur sem setjast í húðholur. Volcanic Exfoliator fjarlægir óhreinindi og dauðar húðfrumur og skilur við húðina mjúka, slétta og ljómandi.

5.190 kr.

Eiginleikar og áhrif

Andlitsskrúbbur með örfínum hraunögnum sem hreinsar, þéttir og nærir.

Þessi hreinsandi andlitsskrúbbur afhjúpar náttúrulega útgeislun húðarinnar. Skrúbburinn inniheldur íslenskar hraunagnir ásamt fínmöluðum apríkósukjarna sem saman fjarlægja óhreinindi og dauðar húðfrumur. Volcanic Exfoliator inniheldur andoxunarefnið E-vítamín auk sólblómaolíu og glýseríns sem næra húðina og gefa henni raka. Auktu árangur BIOEFFECT EGF húðvörulínunnar enn frekar með þessum andlitsskrúbbi sem skilur við húðina hreina, mjúka, slétta og ljómandi.

  • Mildur andlitsskrúbbur sem þurrkar ekki húðina
  • Notist 1-2 í viku
  • Fjarlægir óhreinindi og dauðar húðfrumur
  • Greiðir fyrir upptöku seruma og rakakrema
  • Endurvekur og eykur ljóma
  • Aðeins 12 hrein og náttúruleg innihaldsefni
  • Hentar öllum húðgerðum
  • Án ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
  • Prófað af húðlæknum

Stærð: 60ml

Við leitum sífellt leiða til að draga úr sóun og auka sjálfbærni. Einn liður á þeirri vegferð er að minnka umbúðir þar sem hægt er. Nú er Volcanic Exfoliator fáanlegur án ytri umbúða úr pappír.

Lykilinnihaldsefni

Hraunagnir — Agnir úr Hekluhrauni sem skrúbba og fjarlægja dauðar húðfrumur og óhreinindi af húðinni.

Fínmalaður apríkósukjarni — Skrúbbar og fjarlægir dauðar húðfrumur og óhreinindi af húðinni. Er einnig rakagefandi þar sem apríkósukjarni er ríkur af fitusýrum, vítamínum og steinefnum.

Sólblómaolía — Rík af línólsýru; fitusýru sem viðheldur heilbrigðu rakastigi og kemur í veg fyrir vatns- og rakalosun frá húðinni.

Aselsýra— Mild en hreinsandi og bakteríudrepandi sýra sem leysir upp fitu og óhreinindi sem safnast í húðholum.

Innihaldsefnalisti

CAPRYLIC/CAPRIC TRIGLYCERIDE, GLYCERIN, HELIANTHUS ANNUUS (SUNFLOWER) SEED OIL, PROPYLENE GLYCOL DIPELARGONATE, WATER (AQUA), PRUNUS ARMENIACA (APRICOT) SEED POWDER, SUCROSE LAURATE, LAVA POWDER, AZELAIC ACID, TOCOPHEROL, LYSINE, SUCROSE STEARATE

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.

Fullkomnaðu húðumhirðuna

Til að tryggja hámarksárangur mælum við með að varan sé notuð reglulega ásamt öðrum BIOEFFECT vörum.

Passar vel með:

  • Micellar Cleansing Water: Mildur og olíulaus andlitshreinsir sem fjarlægir farða, olíur og óhreinindi af húðinni.
  • OSA Water Mist: Endurnærandi andlitssprey sem viðheldur rakastigi húðarinnar.

Upplýsingar

BIOEFFECT® VOLCANIC EXFOLIATOR


BIOEFFECT® Volcanic Exfoliator er djúphreinsir sem inniheldur örfína kristalla úr íslensku hrauni og fínmalaða apríkósukjarna sem fjarlægja dauðar húðfrumur og önnur óhreinindi af yfirborði húðar. Húðin verður sléttari og mýkri eftir notkun.

  • Mild en áhrifamikil djúphreinsun
  • Fjarlægir dauða og þurra húð
  • Mýkir og endurnærir húðina

Notkunarleiðbeiningar: Berið lítið magn af djúphreinsinum á hreina og raka húð. Nuddið varlega og forðist augnsvæðið. Skolið vel. Notið 1-2 sinnum í viku, eða hvenær sem þörf þykir.

BIOEFFECT Volcanic Exfoliator hentar öllum húðgerðum og inniheldur ekki alkóhól né ilmefni. Fyrir mjög viðkvæma húð er ráðlagt að prófa vöruna fyrst með því að bera á lítið svæði í þrjá daga áður en hún er notuð á andlitið. Ef þú hefur glímt við húðsjúkdóma, vinsamlegast leitaðu upplýsinga hjá lækni áður en þú notar BIOEFFECT Volcanic Exfoliator.

Forðist að varan berist í augu. Ef það gerist skal skola augu vandlega með vatni. Geymist þar sem börn ná ekki til. Eingöngu til notkunar útvortis. Geymist við stofuhita á skuggsælum stað.

Hreinar húðvörur

Notkun

Berið lítið magn af skrúbbinum á hreina og raka húð. Nuddið mjúklega og forðist snertingu við augu. Skolið vel. Notist 1-2 í viku eða eftir þörfum.

Passar vel með

Hleð inn síðu...