Beint í efni

Húðrútína fyrir heilbrigðar hendur.

Umbreyttu höndum þínum með krafti náttúrunnar.

Það jafnast ekkert á við gott handadekur til að undirbúa hendurnar fyrir handsnyrtingu.

Áður en þú hefst handa við að lakka neglurnar þá höfum við tekið saman nærandi tveggja skrefa húðrútínu fyrir þig til að undirbúa hendurnar. Og hvað er betra en að nota hreinar og virkar húðvörur til að sjá til þess að þær séu vel nærðar og mjúkar viðkomu? Í þessari húðrútínu förum við í gegnum hvernig er hægt að nota EGF Hand Serum og Volcanic Exfoliator til að gera hendurnar mjúkar, nærðar og tilbúnar fyrir handsnyrtingu heima við.

Þessi einfalda tveggja skrefa húðrútína mun endurnæra húðina á höndum þínum. Treystu okkur, hendur þínar eiga það skilið.

Skref 1: Djúphreinsun. Berðu lítið magn af Volcanic Exfoliator skrúbbnum á hreinar og rakar hendur til að slétta húðina og mýkja hendurnar. Nuddaðu mjúklega um lófa og handarbök og veittu fingrum og naglaböndum sérstaka athygli til að fjarlægja þurra og dauða húð.

Skref 2: Næring. Nuddaðu mjúklega 1-2 pumpum af EGF handseruminu á handarbök og í lófana. Áferðin á EGF handseruminu er silkimjúk og gelkennd og gengur vel inn í húðina. Handserumið inniheldur EGF úr byggi, áhrifaríkt boðskiptaprótín sem getur eflt hæfni húðarinnar við að draga til sín og viðhalda raka. Heilbrigt rakastig getur stuðlað að þéttari og sléttari ásýnd. EGF Hand Serum hentar vel til daglegra nota, einkum fyrir þurrar, sprungnar eða þreyttar hendur. Hendur þínar eiga skilið allt það sem EGF Hand Serum hefur fram að færa.

Þessi húðrútína fyrir hendur gerir hendur þínar silkimjúkar og nærðar, og er því kjörið heimadekur fyrir alla sem vilja eiga gæðastund með sjálfum sér.

Hleð inn síðu...