Beint í efni

Samstarf við listakonu: BIOEFFECT X Dodda Maggý.

Við tókum höndum saman við listakonuna Doddu Maggý við hönnun árlegu gjafasettanna okkar. Gjafasettin eru full af áhrifaríkum EGF húðvörum unnar með líftækni og eru fallega pökkuð inn í umhverfisvænar umbúðir. Verkin sem prýða öskjurnar eru innblásin af íslenskri náttúru, norðurljósunum og plöntum og trjám í blóma.

Með einstökum hæfileikum sínum fléttar Dodda Maggý saman miðlum eins og vídeó- og hljóðlist. Þessir miðlar eiga það sameiginlega að vera óefniskenndir en Dodda segir okkur frá því að löngunin að efnisgera list sína hellist oft yfir hana og er stór hluti af sköpun hennar. Því var samstarfið við BIOEFFECT einstaklega kærkomið. Lestu áfram til að læra meira um innblástur hennar og til að sjá afraksturinn. Afraksturinn eru þrjú gjafasett prýdd dáleiðandi verkum eftir listakonuna.

Ljósmynd: Art Bicnick.

Dodda Maggý.

Dodda Maggý er íslensk listakona og tónskáld sem er búsett í Reykjavík. Verk hennar eru iðulega eins konar rannsóknir á tímatengdum miðlum, allt frá formlegum rannsóknum á sambandi hins sjónræna og hljóðræna yfir í að kanna náttúrulega eiginleika myndbands, hljóðs og tónlistar. Endurtekið þema í verkum hennar er leitin að því að móta upplifun skynvitanna. Þar eru gjafasettin sem unnin voru í samstarfi við BIOEFFECT engin undantekning.

Plöntur og tré í blóma.

Hin einstöku verk sem prýða gjafasett BIOEFFECT í ár eru innblásin af íslenskri náttúru og norðurljósum. Í hverju verki þyrlast plöntur og tré í blóma um hvert annað og skapa heillandi sjón sem talar til ímyndunarafls okkar. Með nákvæmni og list fanga verkin augnablik í tíma sem bjóða áhorfendum í ferðalag skynjunar.

Í samtali við BIOEFFECT er Dodda Maggý spurð hvernig það var að vinna verk sem birtist í svona stóru upplagi. „Mér fannst það mjög skemmtilegt. Ég vinn mest með vídeó- og hljóðverk, eitthvað sem þarf „græjur’” og uppsetningu til að verða efniskennt í heiminum og fyrir okkur til að upplifa. Þess vegna þykir mér oft gaman að skapa verk sem er „bara“ til. Verk sem er til úti í okkar stóra heimi, ekki einungis í galleríi. Mér fannst mjög skemmtilegt þegar BIOEFFECT hafði samband við mig og báðu mig um að skapa listaverk og tímasetningin fyrir samstarfið hentaði vel. Ég vann það á sama hátt og ég myndi vinna verk fyrir gallerí. Ég vildi búa til verk sem er sterkt og ég hlakka ótrúlega til að sjá það í verslunum og í heiminum.”

Sterk tenging við náttúruna.

Dodda Maggý segir að sem listamaður vandi hún valið þegar kemur að öllu samstarfi og vill að það samræmist gildum sínum. „Mér fannst verkin mín passa vel við BIOEFFECT þar sem bæði ég og BIOEFFECT erum með mjög sterka tengingu við náttúruna og reynum að koma fram við hana af virðingu. Verkin sem ég vann fyrir gjafasettin eru hluti af seríu sem ég er búin að vera að vinna síðan árið 2008 og heitir „DeCore“. Ég fer út með vídeóupptökuvél og tek upp blómstrandi tré og plöntur. Svo vinn ég með myndefnið á sama hátt og ég myndi í raun vinna með hljóðefni. Ég tek upptökurnar af trjánum eða plöntunum, einangra þær (plönturnar) frá bakgrunninum og púsla þeim saman í ný myndræn form. Svo tek ég það efni og púsla saman aftur á nýjan hátt. Ég er endalaust að búa til mynstur og „ferla“ og svo er lokaútkoman í raun nýtt organísk form eða „ferli“. Ég vinn mikið með litasamsetningar og takt í hreyfingunni á vídeóinu þannig að í raun og veru eru þetta myndræn verk en ég er að vinna með eiginleika tónlistar og hreyfingar. Þetta fer líka inn á samskynjun sem er þegar skynvitin okkar víxlast. Sumt fólk sér liti og form þegar það heyrir tónlist. Þannig að það má segja að verkin sem eru á gjafasettunum séu frosin augnablik af einhvers konar hljóðrænni upplifun eða tónlist unnin út frá náttúrulegum formum og ferlum.”

Ómótstæðilegar umbúðir.

Gjafasettin innihalda áhrifaríkar húðvörur sem eru framleiddar úr hreinum og virkum innihaldsefnum með byltingarkenndum aðferðum plöntu-líftækni. Gjafasettin eru fáanleg í þremur útfærslum. Þau innihalda öll einstakar húðvörur í fullri stærð auk þess sem EGF Serum Double gjafasettið inniheldur margverðlaunuðu húðdropana okkar í tvöföldu magni. Hrífandi verk Doddu Maggýjar setja svo sinn svip á fáguðu og tímalausu öskjurnar sem er kjörið að endurnýta eða finna nýjan tilgang. Gjafasettin eru úr endurvinnanlegum og vottuðum FSC-gæðapappír.

Smelltu hér til að lesa nánar um gjafasettin.

Hleð inn síðu...