Beint í efni
Frí sending á pöntunum yfir 10.000 kr.
Frí sending á pöntunum yfir 10.000 kr.

30 Day Power Treatment

30 Day Power Treatment er kraftmikið 30 daga húðátak sem vinnur á áhrifaríkan hátt á sjáanlegum aldursmerkjum á borð við fínar línur og hrukkur, þurrk, litabreytingar og slappleika húðar. Serumið inniheldur þrjá öfluga vaxtarþætti, EGF, KGF og IL-1a, sem framleiddir eru í byggi með aðferðum plöntulíftækni. Umbreyttu ásýnd húðarinnar með þessari einstöku formúlu og orkuskoti, sem þéttir og sléttir húðina sjáanlega á aðeins 30 dögum. Hver flaska inniheldur 10 daga skammt.

3 x 5ml
Verð29.990 kr.

Eiginleikar og áhrif

Serum í hæsta gæðaflokki sem inniheldur 3 virka og áhrifaríka vaxtarþætti.

Þessi öfluga meðferð inniheldur þrjá vaxtarþætti, EGF, KGF og IL-1a, sem framleiddir eru í byggi með aðferðum plöntulíftækni.

  • BIOEFFECT EGF: Hjálpar til við að örva náttúrulega kollagenframleiðslu og minnkar þannig sýnilega fínar línur og hrukkur, ásamt því að þétta og slétta húðina. EGF er rakabindandi og endurnærandi vaxtarþáttur sem er lykilinnihaldsefni í baráttunni gegn öldrun húðar.
  • BIOEFFECT KGF: Boðskiptaprótín sem styður við náttúrulegt endurnýjunarferli húðarinnar, styrkir varnarlag hennar og viðheldur heilbrigðri ásýnd.
  • BIOEFFECT IL-1a: Innihaldsefni sem styrkir húðina og viðheldur þéttleika hennar.

Með hækkandi aldri dvínar magn náttúrulegra vaxtarþátta í húðinni. BIOEFFECT vaxtarþættirnir í formúlunni vinna í sameiningu gegn sjáanlegum öldrunarmerkjum á borð við hrukkur, þurrk, slappleika húðar, litabreytingar, ásamt því að draga úr ásýnd húðhola.

30 Day Power Treatment er sérstaklega þróað til að veita skjótan og sýnilegan árangur. Meðferðin inniheldur þrjár flöskur og hver flaska inniheldur 10 daga skammt. Notið kvölds og morgna til að tryggja hámarksárangur. Húðátak sem við mælum með að taka 1–4 sinnum á ári, 30 daga í senn.

  • Dregur sjáanlega úr fínum línum
  • Eykur þéttleika húðar
  • Eykur og viðheldur rakastigi húðarinnar
  • Húðin verður sléttari og þéttari
  • Jafnar húðlit
  • Dregur úr ásýnd húðhola
  • Hentar öllum húðgerðum
  • Aðeins 9 hrein og náttúruleg innihaldsefni
  • Aðeins er þörf á 3– 4 dropum í hvert skipti
  • Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
  • Án rotvarnarefna
  • Prófað af húðlæknum

Stærð: 15 ml. / 0.5 fl.oz. (3 x 5 ml.)

Lykilinnihaldsefni

BIOEFFECT EGF (Epidermal Growth Factor): Hjálpar til við að örva náttúrulega kollagenframleiðslu og minnkar því sýnilega fínar línur og hrukkur og þéttir og sléttir húðina. EGF er lykilinnihaldsefni í baráttunni gegn öldrun húðar þar sem það er rakabindandi og endurnærandi vaxtarþáttur.

BIOEFFECT KGF (Keratinocyte Growth Factor): Boðskiptaprótín úr byggi sem styður við náttúrulegt endurnýjunarferli húðarinnar, styrkir varnarlag hennar og viðheldur heilbrigðri ásýnd.

BIOEFFECT IL-1a (Interleukin-1 alpha): Boðskiptaprótín úr byggi sem styrkir húðina og viðheldur þéttleika hennar.

Hýalúronsýra: Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.

Íslenskt vatn: Hreint, íslenskt vatn sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.

Innihaldsefnalisti

GLYCERIN, WATER (AQUA), SODIUM HYALURONATE, TROMETHAMINE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1), IL-1A (BARLEY SH-POLYPEPTIDE-17), KGF (BARLEY SH-POLYPEPTIDE-3)

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.

Staðfestur árangur

Samkvæmt sjálfstæðri innanhússrannsókn þar sem árangur var mældur með VISIA Skin Analysis kerfinu og þátttakendur notuðu 30 Day Treatment tvisvar á dag í 30 daga.

  • Allt að 63%aukning á teygjanleika húðar
  • Allt að 176%aukning á raka húðar
  • Allt að 84%minnkun á ásýnd hrukka og fínna lína
FyrirEftir 30 daga

Maximize Your Skincare Routine

EGF úr byggi hefur mesta virkni í röku umhverfi. Til að tryggja hámarksárangur mælum við með að varan sé notuð með öðrum BIOEFFECT vörum.

Passar vel með:

  • EGF Essence: Einstakt andlitsvatn sem eykur raka, undirbýr húðina fyrir BIOEFFECT EGF vörur og eykur þannig virkni þeirra.
  • Imprinting Hydrogel Mask: Andlitsmaski sem veitir djúpan raka og myndar verndarlag á húðinni.
Veldu stærð100ml

Info sheet

Info sheet:

BIOEFFECT® 30 DAY POWER TREATMENT

BIOEFFECT ® 30 DAY POWER TREATMENT is an intensive triple-action treatment with three unique plant-derived growth factors; EGF, IL-1a and KGF, that work together in harmony to significantly minimize fine lines and wrinkles, pore size, and redness while maximizing hydration, radiance and tone.

  • Rejuvenates and restores your skin
  • Maximizes hydration and radiance and improves skin tone
  • Minimizes fine lines and wrinkles, pore size, and redness
  • Increases skin density
  • Contains only 9 ingredients

Directions for use
Apply 3-4 drops to cleansed skin on face, neck and décolleté, morning and evening. Wait 3-5 minutes to allow the serum to absorb before applying sunscreen or makeup. Suitable for use around the eyes. Open one vial at a time, as each contains a 10-day supply of the formulation, carefully securing its quality and efficacy. Use for 30 consecutive days for maximum benefit. Use the treatment 1-4 times per year, depending on skin’s condition.

BIOEFFECT 30 DAY POWER TREATMENT is suitable for all skin types and is fragrance-, alcohol- and oil-free. For very sensitive skin, test first on a small patch of skin for three days before full application. If you have a medical history of skin disorders/diseases, please consult a physician before using BIOEFFECT 30 DAY POWER TREATMENT.

Allergy information: Product contains barley.

Avoid direct contact with eyes. In case of contact, rinse thoroughly with warm water. Keep out of reach of children. For external use only. Keep out of direct sunlight. Store at room temperature or below.

This Product is Pure, Green and Clean

Notkun

Berið 3–4 dropa á andlit, háls og bringu tvisvar á dag. Berið á að morgni og bíðið í a.m.k. 3–5 mínútur áður en aðrar vörur á borð við rakakrem, sólarvörn eða farða eru bornar á húðina. Við mælum með að meðferðin sé notuð 1–4 sinnum á ári, 30 daga í senn, eftir ástandi húðarinnar. Hver flaska inniheldur 10 daga skammt, opnið aðeins eina flösku í einu.

Passar vel með

Veldu stærð100ml
Veldu stærð
Veldu stærð50ml