Umsagnir
No reviews yet.
Serum í sérflokki sem inniheldur þrenns konar virk og áhrifarík prótín.
Þessi meðferð er virkasta og áhrifaríkasta vara BIOEFFECT. 30 Day Treatment er jafnframt fyrsta húðvaran sem inniheldur þrjár ólíkar tegundir prótína sem unnin eru úr byggi:
Með hækkandi aldri dvínar magn náttúrulegra vaxtaþátta í húðinni. Þessi prótín, sem við vinnum úr byggi, vinna í sameiningu gegn sjáanlegum öldrunaráhrifum: hrukkum, svitaholum, þurrki, slappleika og litabreytingum.
Bættu húðumhirðuna og upplifðu meiri árangur en nokkru sinni fyrr með 30 Day Treatment. 30 Day Treatment er algjör bylting fyrir þá sem vilja skjótan og sýnilegan árangur gegn sjáanlegum öldrunarmerkjum. Meðferðin inniheldur þrjár flöskur og hver flaska inniheldur 10 daga skammt. Varan er einföld í meðhöndlun og notkun. Notið kvölds og morgna til að tryggja hámarksárangur.
Stærð: 15 ml (3 x 5 ml)
EGF — Rakabindandi og endurnærandi boðskiptaprótín sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Með aldrinum dregur úr magni EGF og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. Vísindateymið okkar fann upp aðferð til að vinna EGF úr byggplöntum og nýta í húðvöruframleiðslu. BIOEFFECT EGF er það fyrsta í heiminum sem er framleitt úr plöntum. EGF úr byggi örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.
KGF — Boðskiptaprótín úr byggi sem styður við náttúrulegt endurnýjunarferli húðarinnar, styrkir varnarlag hennar og viðheldur heilbrigðri ásýnd.
IL-1a — Boðskiptaprótín úr byggi sem styrkir húðina og viðheldur þéttleika hennar.
Hýalúronsýra — Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.
Íslenskt vatn — Við notum hreint, íslenskt vatn, sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög, í allar okkar vörur. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.
GLYCERIN, WATER (AQUA), SODIUM HYALURONATE, TROMETHAMINE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1), IL-1A (BARLEY SH-POLYPEPTIDE-17), KGF (BARLEY SH-POLYPEPTIDE-3)
Samkvæmt sjálfstæðri innanhússrannsókn þar sem árangur var mældur með VISIA Skin Analysis kerfinu og þátttakendur notuðu 30 Day Treatment tvisvar á dag í 30 daga.
Berið 3-4 dropa á andlit, háls og bringu, tvisvar á dag. Berið á að morgni og bíðið í a.m.k. 3-5 mínútur áður en aðrar vörur á borð við rakakrem, sólarvörn eða farða eru settar á húðina. Meðferðin er sérhönnuð sem kröftug viðbót við reglubundna húðumhirðu. Við mælum með að meðferðin sé notuð 1-4 skipti á ári, allt eftir ástandi húðarinnar. Hver flaska inniheldur 10 daga skammt, opnið aðeins eina flösku í einu.
Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.
No reviews yet.