Umsagnir
No reviews yet.
Upplífgandi og endurnærandi andlitssprey — Hinn fullkomni rakagjafi í amstri dagsins.
Létt, olíulaust og nærandi andlitssprey. Örfá sprey gefa húðinni matta áferð, lífga upp á hana og viðhalda heilbrigðu rakastigi. OSA Water Mist inniheldur hreint og milt íslenskt vatn, hýalúronsýru og OSA (e. Orthosilicic Acid), náttúrulegan kísil sem er unninn úr jarðgufum á íslenskum háhitasvæðum. Þetta einstaka andlitssprey endurnærir húðina auk þess að draga úr þurrki og þreytumerkjum án þess að skilja eftir olíukennt eða klístrað lag. Fullkomið fyrir þá sem eru mikið á ferðinni eða þá sem búa og starfa í þurru lofti.
Notið eins oft og þörf er á. Einnig má nota spreyið á hreina húð eftir að hún hefur verið hreinsuð með BIOEFFECT Micellar Cleansing Water, og áður en BIOEFFECT serum eru notuð. Þannig má hámarka virkni og áhrif EGF prótínsins.
Stærð: 60ml
Hýalúronsýra — Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina. Efnasamsetning hýalúronsýrunnar gerir það að verkum að húðin á auðvelt með að draga hana til sín og tryggja hámarksraka.
OSA (e. Orthosilicic Acid) — Náttúruleg og sjaldgæf kísiltegund sem styrkir, þéttir, sléttir og strekkir á húðinni. OSA er unnið úr jarðgufum á íslenskum háhitasvæðum.
Íslenskt vatn — Við notum hreint, íslenskt vatn, sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög, í allar okkar vörur. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki..
Water (Aqua), Silica, Glycerin, Butylene Glycol, Propylene Glycol, Phenoxyethanol, Sodium Hyaluronate
Lokið augum og úðið 2-3 á andlit og háls. Leyfið húðinni að drekka vökvann í sig og þerrið með hreinni pappírsþurrku ef þörf er á. Notið eins oft og þörf er á til að næra og fríska upp á húðina. Virkar sérstaklega vel ásamt BIOEFFECT serumum. EGF, sem er lykilinnihaldsefni í öllum okkar serumum, hefur mesta virkni í röku umhverfi.
Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.
No reviews yet.