Beint í efni

Augnserum

Áhrifaríkt serum fyrir augnsvæðið.  Blandað með okkar einstaka EGF og öðrum vaxtarþáttum úr byggi til að vinna á sýnileika hrukka, fínna lína og þrota og auka raka húðarinnar umhverfis augun. Augnmaskarnir okkar voru sérstaklega þróaðir til að hámarka virkni EGF Eye Serum.

Serum fyrir augu.

Við bjóðum upp á serum fyrir augnsvæðið. Þessi virka húðvara er sérstaklega blönduð með auknu magni BIOEFFECT EGF úr byggi til að hafa kraftmikil áhrif á viðkvæmu húðina umhverfis augun. Kælandi stálkúlan á flöskunni sér svo til þess að draga úr þrota og þreytumerkjum sem gjarnan verður vart við á augnsvæðinu.

Líkt og öll okkar serum má nota augnserum kvölds og morgna, eitt og sér eða með öðrum BIOEFFECT vörum. Við mælum einkum með að nota Imprinting Eye augnmaska á eftir til að hámarka árangurinn og auka virknina.

Augnmaskar sem auka virkni.

Augnmaskarnir okkar voru sérstaklega þróaðir til að hámarka áhrif og virkni EGF Eye Serum með því að skapa kjöraðstæður fyrir lykilinnihaldsefnið, EGF úr byggi. Maskarnir eru ríkir af hýalúronsýru og glýseríni til að veita húðinni djúpan raka auk þess sem gelkennd áferðin hefur kælandi áhrif sem dregur úr þrota umhverfis augun. Notaðu augnserum og augnmaska saman til að ná fram hámarksáhrifum!

Hleð inn síðu...