Beint í efni

EGF Eye Serum með áfyllingu

EGF Eye Serum ásamt áfyllingu er nú fáanlegt aftur. Þú kemur áfyllingarhylkinu einfaldlega fyrir í flöskunni og heldur áfram að njóta þessarar áhrifaríku augnvöru. EGF Eye Serum er sérstaklega þróað til að vinna á ásýnd fínna lína og hrukka og gera húðina umhverfis augun þéttari og sléttari ásýndar. Á flöskunni er einnig kælandi stálkúla sem dregur úr þrota og þreytumerkjum. Settið inniheldur EGF Eye Serum í fullri stærð (6 ml) og áfyllingarhylki (6 ml). Tvöfalt magn á 15% lægra verði!
16.790 kr.

Eiginleikar og áhrif

Vinsæla EGF augnserumið með áfyllingu. Tvöfalt magn á 15% lægra verði.

EGF Eye Serum ásamt áfyllingu er nú fáanlegt aftur. Settið inniheldur tvöfalt magn af þessari vinsælu og áhrifaríku augnvöru á 15% lægra verði.
EGF Eye Serum hefur öflug áhrif á ásýnd húðarinnar umhverfis augun enda er það sérstaklega þróað til að vinna á fínum línum, broshrukkum, hrukkum og slappleika. Augnserumið er blandað með BIOEFFECT EGF, hýalúronsýru og hreinu, íslensku vatni til að þétta, slétta og næra húðina á augnsvæðinu. Á flöskunni er kælandi stálkúla sem er notuð til að dreifa úr formúlunni og hefur á sama tíma einstök áhrif á þrota, þreytumerki og dökka bauga. Við mælum með að nota Imprinting Eye augnmaska á eftir seruminu til að hámarka árangurinn.

  • Inniheldur EGF Eye Serum í fullri stærð (6 ml) og áfyllingu (6 ml)
  • Dregur úr ásýnd fínna lína og hrukka
  • Dregur úr þrota, þreytumerkjum og slappleika
  • Nærir húðina
  • Þéttir og sléttir húðina
  • Eykur ljóma
  • Kælandi stálkúla sem vinnur á þrota
  • Hentar öllum húðgerðum
  • Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
  • Prófað af húðlæknum

Stærð: 2 x 6 ml

Lykilinnihaldsefni

BIOEFFECT EGF — Rakabindandi og endurnærandi vaxtarþáttur sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Með aldrinum dregur úr magni EGF og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. BIOEFFECT EGF hjálpar til við að örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.

Hýalúronsýra — Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.

Glýserín — Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.

Íslenskt vatn — Hreint, íslenskt vatn sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.

Innihaldsefnalisti

WATER (AQUA), GLYCERIN, BUTYLENE GLYCOL, CARBOMER, SODIUM CHLORIDE, PHENOXYETHANOL, SODIUM CITRATE, SODIUM DEHYDROACETATE, SODIUM HYALURONATE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.

Staðfestur árangur

Samkvæmt sjálfstæðri innanhússrannsókn þar sem árangur var mældur með VISIA Skin Analysis kerfinu og þátttakendur notuðu EGF Eye Serum tvisvar á dag í þrjá mánuði.

  • Allt að 81%aukning á raka húðar
  • Allt að 59%minnkun á ásýnd hrukka og fínna lína
BeforeEftir 90 daga

Fullkomnaðu húðumhirðuna

EGF úr byggi hefur mesta virkni í röku umhverfi. Til að tryggja hámarksárangur mælum við með að varan sé notuð reglulega ásamt öðrum BIOEFFECT vörum.

Passar vel með:

  • Imprinting Eye Mask. Rakagefandi meðferð með augnmöskum sem eykur þéttleika og ljóma húðarinnar umhverfis augun.
  • EGF Serum. Saman tryggja vörurnar alhliða andlitsmeðferð. Hið margverðlaunaða EGF Serum inniheldur aðeins 7 hrein efni.

Upplýsingar

BIOEFFECT® EGF EYE SERUM

BIOEFFECT® EGF EYE SERUM er öflug formúla sem er sérstaklega þróað fyrir viðkvæmu húðina í kringum augun. Auðvelt er að bera serumið á með stálkúlunni og það stuðlar strax að réttu rakajafnvægi auk þess að draga úr hinum ýmsu einkennum öldrunar.

• Dregur úr fínum línum og hrukkum

• Minnkar þrota og bauga

• Gefur ljóma og gerir húðina stinnari

• Prófað af augnlæknum

Notkunarleiðbeiningar: Þrýstið á botn ílátsins til að skammta serumi. Notið kælandi stálkúluna til að bera efnið á húðina á augnsvæðinu og nuddið mjúklega með fingurgómunum til að tryggja jafna dreifingu. Látið ganga inn í húðina áður en aðrar vörur á borð við krem, sólarvörn eða farða eru bornar á andlitið. Notið kvölds og morgna, eitt og sér eða með öðrum BIOEFFECT vörum til að hámarka áhrif og virkni.

BIOEFFECT EGF EYE SERUM hentar öllum húðgerðum og inniheldur ekki olíu, alkóhól og ilmefni. Fyrir mjög viðkvæma húð er ráðlagt að prófa vöruna fyrst með því að bera á lítið svæði í þrjá daga áður en hún er notuð á andlitið. Ef þú hefur glímt við húðsjúkdóma, vinsamlegast leitaðu upplýsinga hjá lækni áður en þú notar BIOEFFECT EGF EYE SERUM.

Ofnæmisupplýsingar: Varan inniheldur bygg.

Forðist að varan berist í augu. Ef það gerist skal skola augu vandlega með vatni. Geymist þar sem börn ná ekki til. Eingöngu til notkunar útvortis. Geymist við stofuhita á skuggsælum stað.

Hreinar húðvörur

Notkun

Þrýstu létt á hnappinn á botni flöskunnar til að skammta augnserumi og berðu á hreina húð umhverfis augun. Rúllaðu stálkúlunni eftir húðinni og nuddaðu mjúklega með fingurgómunum til að tryggja jafna dreifingu. Láttu ganga inn í húðina áður en farði eða sólarvörn eru borin á andlitið.

Til að koma áfyllingarhylkinu fyrir skaltu draga hvíta hylkið út úr botninum á flöskunni. Fjarlægðu lokið af áfyllingunni og smelltu hylkinu inn í flöskuna. Þrýstu varlega þar til þú heyrir smell.

Passar vel með

Hleð inn síðu...