Ása er einna helst þekkt fyrir einstakar og áhrifamiklar ljósmyndir af náttúrufegurð Íslands. Hún ólst upp á Norðurlandi, í nálægð við óheflað, stórbrotið landslag og síbreytilegt veðurfar. Strax í æsku myndaði hún djúpa tengingu við náttúruna, sem endurspeglast með skýrum hætti í verkum hennar. Í karllægum heimi náttúruljósmyndunar hefur Ása ítrekað brotið staðalímyndir á bak aftur og jafnframt verið fyrirmynd fyrir aðrar konur innan geirans.
Í verkum sínum leitast Ása við að fanga fegurð íslenskrar náttúru og deila henni þannig með umheiminum, en þau eru að sama skapi áminning um mikilvægi verndar og ábyrgrar umgengni við þessi viðkvæmu verðmæti. Í ár höfum við sett saman þrjú einstök gjafasett sem eru innblásin af hreinleika og krafti, eiginleikum sem einkenna bæði íslenska náttúru og húðvörur BIOEFFECT.
Ása Steinars x BIOEFFECT
Það gleður okkur að kynna jólagjafasettin okkar, sem í ár eru hönnuð í samstarfi við ferða- og náttúruljósmyndarann Ásu Steinars.


Hydration Heroes.
Hydration Heroes gjafasettið inniheldur tvær af okkar vinsælustu rakagefandi húðvörum sem halda húðinni vel nærðri og heilbrigðri: Okkar margverðlaunaða EGF Serum (15 ml) í fullri stærð ásamt Hydrating Cream (15 ml) í lúxus-prufustærð. Þessi rakagefandi tvenna fyrirbyggir og vinnur á sýnilegum merkjum öldrunar á borð við fínar línur og hrukkur og skilur við húðina vel nærða, mjúka og þétta.
Ljósmyndin á gjafasettinu er af Lakagígum, þar sem grónir gígar og fornar hraunbreiður mynda stórkostlegt landslag, mótað af eldi og mýkt af náttúrunni í tímans rás.
Verðmæti gjafasettsins er 19.887 kr. sem jafngildir því að Hydrating Cream (15 ml) fylgir.
Verð: 15.990 kr.

Firming Favorites.
Firming Favorites gjafasettið inniheldur þrjár af okkar vinsælustu vörum, sem saman mynda einstaklega árangursríka húðrútínu: EGF Serum (15 ml) og EGF Eye Serum (6 ml) í fullri stærð, sem og tvö pör af Imprinting Eye Mask. Þessi þriggja skrefa rútína veitir húðinni djúpan og góðan raka, vinnur á þrota og þreytumerkjum á augnsvæðinu, auk þess að draga sjáanlega úr ásýnd aldursmerkja á borð við fínar línur, hrukkur og slappa húð.
Á settinu er að finna einstaklega fallega ljósmynd Ásu Steinars af Hveravöllum, jarðhitanáttúruperlu í hjarta hálendisins, en úr lofti minnir hverinn einna helst á heiðblátt auga.
Gjafasettið er á 5.413 kr. lægra verði en ef vörurnar eru keyptar stakar.
Verð: 21.590 kr.

Pure Power.
Pure Power gjafasettið inniheldur þrjár kraftmiklar BIOFFECT EGF vörur: EGF Power Serum (15 ml) og EGF Power Eye Cream (15 ml) í fullri stærð, auk EGF Power Cream (15 ml) í lúxus-prufustærð. Power-vörulína BIOEFFECT er sérstaklega þróuð fyrir þroskaða húð sem þegar er farin að upplifa einkenni öldrunar. Saman mynda vörurnar öfluga Power-húðrútínu sem vinnur á öllum helstu öldrunarmerkjum húðarinnar, eins og hrukkum og fínum línum, litamisfellum, dökkum blettum og þurrki.
Settið prýðir áhrifarík ljósmynd af fléttuðum jökulám sem renna frá Mýrdalsjökli til sjávar og teikna um leið hrífandi mynstur yfir svarta sanda, lifandi listaverk í stöðugri þróun.
Gjafasettið er á 11.087 kr. lægra verði en ef vörurnar eru keyptar stakar.
Verð: 31.990 kr.