Beint í efni
Frí sending á pöntunum yfir 10.000 kr.
Frí sending á pöntunum yfir 10.000 kr.

Firming Favorites

Firming Favorites gjafasettið inniheldur þrjár af okkar mest seldu vörum, sem saman mynda einstaklega árangursríka húðrútínu: EGF Serum (15 ml), EGF Eye Serum (6 ml) og tvö pör af Imprinting Eye Mask. EGF Serum eru margverðlaunaðir húðdropar sem auka raka, draga úr ásýnd fínna lína og hrukka, og þétta húðina. EGF Eye Serum er endurnærandi augnserum sem vinnur á fínum línum, hrukkum, baugum og þrota á augnsvæðinu. Imprinting Eye Mask er róandi og rakagefandi augnmaski, sérstaklega þróaður til að hámarka virkni EGF Eye Serum.

Gjafasettið er á 5.413 kr. lægra verði en ef vörurnar eru keyptar stakar.

Virði: 27.003 kr.

Verð21.590 kr.

Eiginleikar og áhrif

Firming Favorites gjafasettið inniheldur alhliða húðrútínu fyrir andlit og augnsvæði sem veitir raunverulegan og sýnilegan árangur.

EGF Serum er vísindalega þróað og margverðlaunað serum sem fyrirbyggir og vinnur á sýnilegum merkjum öldrunar. Serumið inniheldur okkar einstaka BIOEFFECT EGF, endurnærandi og rakabindandi vaxtarþátt sem gegnir mikilvægu hlutverki við að efla rakabindingu, auka þéttleika og viðhalda sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar. Klínískar innanhússrannsóknir hafa sýnt að EGF Serum eykur raka, dregur úr ásýnd hrukka og fínna lína og þéttir húðina. Upplifðu hámarksárangur með hreinni húðvöru sem inniheldur aðeins 7 náttúrulega virk efni.

EGF Eye Serum er sérstaklega þróað til að vinna sýnilega á fínum línum, hrukkum, baugum, bólgum, og slappri húð umhverfis augun. Augnserumið, sem inniheldur m.a. BIOEFFECT EGF, hýalúronsýru og hreint íslenskt vatn, þéttir, sléttir og nærir húðina á augnsvæðinu. Á flöskunni er kælandi stálkúla sem er hefur einstök, endurnærandi áhrif og dregur úr þrota, þreytumerkjum og baugum.

Imprinting Eye Mask er nærandi augnmaski fyrir viðkvæmu húðina umhverfis augun. Augnmaskinn er sérstaklega þróaður til að hámarka virkni EGF Eye Serum. Gelkennd áferðin hefur bæði kælandi og róandi áhrif.

  • Hentar öllum húðgerðum
  • Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
  • Ofnæmisprófað

Gjafasettið inniheldur:

EGF Serum

  • Dregur úr ásýnd fínna lína og hrukka
  • Eykur og viðheldur raka í húðinni
  • Þéttir og sléttir húðina
  • Aðeins 7 hrein innihaldsefni
  • Stærð: 15 ml / 0.5 fl. oz.

EGF Eye Serum

  • Dregur úr ásýnd fínna lína umhverfis augun
  • Eykur og viðheldur raka í húð
  • Dregur úr þrota og þreytumerkjum
  • Þéttir og sléttir slappa húð
  • Kælandi stálkúla vinnur á bólgum og þrota
  • Stærð: 6 ml / 0.2 fl. oz.

Imprinting Eye Mask

  • Nærir og þéttir húðina umhverfis augun
  • Hámarkar virkni BIOEFFECT seruma
  • Vatnsleysanlegur og niðurbrjótanlegur
  • Kælandi og róandi gelmaski
  • Stærð: 2x 3.6 g / 0.12 oz.

Lykilinnihaldsefni

BIOEFFECT EGF: Vaxtarþáttur sem hjálpar til við að örva náttúrulega kollagenframleiðslu og minnkar því sýnilega fínar línur og hrukkur ásamt því að þétta og slétta húðina. EGF er lykilinnihaldsefnið í vörum BIOEFFECT, en þessi rakabindandi og endurnærandi vaxtarþáttur er framleiddur með aðferðum háþróaðrar plöntulíftækni, í því skyni að tryggja hámarks líffræðilega samhæfni við mannlega vaxtarþætti. BIOEFFECT EGF er framleitt í byggi sem ræktað er í gróðurhúsi á Íslandi.
Hýalúronsýra: Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.
Glýserín: Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.

Innihaldsefnalisti:

EGF SERUM: GLYCERIN, WATER (AQUA), SODIUM HYALURONATE, TROMETHAMINE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

EGF EYE SERUM: WATER (AQUA), GLYCERIN, BUTYLENE GLYCOL, CARBOMER, SODIUM CHLORIDE, PHENOXYETHANOL, SODIUM CITRATE, SODIUM DEHYDROACETATE, SODIUM HYALURONATE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

IMPRINTING EYE MASK: WATER (AQUA), GLYCERIN, DIPROPYLENE GLYCOL, 1,2-HEXANEDIOL, CERATONIA SILIQUA (CAROB) GUM, CHONDRUS CRISPUS POWDER, CHONDRUS CRISPUS EXTRACT, SODIUM HYALURONATE, CELLULOSE GUM, SODIUM POLYACRYLATE, PHENOXYETHANOL, SUCROSE, HYDROGENATED POLYDECENE, POTASSIUM CHLORIDE, TRIDECETH-6, DISODIUM EDTA

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.

Upplýsingar

BIOEFFECT® EGF SERUM

BIOEFFECT® EGF SERUM er margverðlaunað serum sem endurnýjar húðina og veitir henni raka. Hefur fyrirbyggjandi áhrif og vinnur gegn sýnilegum merkjum öldrunar auk þess að viðhalda heilbrigðri áferð og ásýnd húðar með aðeins 7 innihaldsefnum.

  • Dregur úr sýnileika fínna lína og hrukka
  • Eykur og viðheldur raka í húðinni
  • Endurnýjar, endurnærir og endurbætir húð
  • Einungis 7 innihaldsefni

Notkunarleiðbeiningar: Berið 2-4 dropa á andlit, háls og bringu. Notið kvölds og morgna, eitt og sér eða með öðrum BIOEFFECT vörum til að hámarka áhrif og virkni.

BIOEFFECT EGF SERUM hentar öllum húðgerðum og inniheldur ekki olíu, alkóhól og ilmefni. Fyrir mjög viðkvæma húð er ráðlagt að prófa vöruna fyrst með því að bera á lítið svæði á húðinni í þrjá daga áður en hún er notuð á andlitið. Hafir þú glímt við húðsjúkdóma skaltu ráðfæra þig við lækni áður en þú notar BIOEFFECT EGF SERUM.

Ofnæmisupplýsingar: Varan inniheldur bygg.

Forðist að varan berist í augu. Ef það gerist skal skola augu vandlega með vatni.

Geymist þar sem börn ná ekki til. Eingöngu til notkunar útvortis. Geymist við stofuhita á skuggsælum stað.

BIOEFFECT® EGF EYE SERUM

BIOEFFECT® EGF EYE SERUM er öflug formúla sem er sérstaklega þróað fyrir viðkvæmu húðina í kringum augun. Auðvelt er að bera serumið á með stálkúlunni og það stuðlar strax að réttu rakajafnvægi auk þess að draga úr hinum ýmsu einkennum öldrunar.

  • Dregur úr fínum línum og hrukkum
  • Minnkar þrota og bauga
  • Gefur ljóma og gerir húðina stinnari
  • Prófað af augnlæknum

Notkunarleiðbeiningar: Þrýstið á botn ílátsins til að skammta serumi. Notið kælandi stálkúluna til að bera efnið á húðina á augnsvæðinu og nuddið mjúklega með fingurgómunum til að tryggja jafna dreifingu. Látið ganga inn í húðina áður en aðrar vörur á borð við krem, sólarvörn eða farða eru bornar á andlitið. Notið kvölds og morgna, eitt og sér eða með öðrum BIOEFFECT vörum til að hámarka áhrif og virkni.

BIOEFFECT EGF EYE SERUM hentar öllum húðgerðum og inniheldur ekki olíu, alkóhól og ilmefni. Fyrir mjög viðkvæma húð er ráðlagt að prófa vöruna fyrst með því að bera á lítið svæði í þrjá daga áður en hún er notuð á andlitið. Ef þú hefur glímt við húðsjúkdóma, vinsamlegast leitaðu upplýsinga hjá lækni áður en þú notar BIOEFFECT EGF EYE SERUM.

Ofnæmisupplýsingar: Varan inniheldur bygg.

Forðist að varan berist í augu. Ef það gerist skal skola augu vandlega með vatni. Geymist þar sem börn ná ekki til. Eingöngu til notkunar útvortis. Geymist við stofuhita á skuggsælum stað.

BIOEFFECT® IMPRINTING EYE MASK

BIOEFFECT IMPRINTING EYE MASK nærir viðkvæmu húðina á augnsvæðinu. Dregur úr þrota og þreytumerkjum og veitir húðinni djúpan raka. Maskinn er sérstaklega þróaður til að hámarka áhrif EGF í BIOEFFECT serumum og inniheldur engin efni sem trufla virkni þeirra.

• Eykur raka og frískar upp á húðina

• Dregur úr þreytumerkjum, þrota og baugum

• Endurvekur ljóma og þéttleika húðar

• Eykur virkni EGF í BIOEFFECT serumum

• Án alkóhóls, olíu og ilmefna

Hreinar húðvörur

Notkun

EGF Eye Serum: Þrýstu létt á flöskubotn EGF Eye Serum og berðu á hreina húð umhverfis augun. Nuddaðu mjúklega með fingurgómunum til að tryggja jafna dreifingu. Gefðu formúlunni 3-5 mínútur til að ganga inn í húðina áður en aðrar vörur eru bornar á andlitið.

Imprinting Eye Mask: Opnaðu Imprinting Eye Mask augnmaskann, fjarlægðu gagnsæju filmuna og leggðu einn maska undir hvort auga. Leyfðu maskanum að sitja á húðinni í um 15-20 mínútur. Fjarlægðu og nuddaðu því serumi sem eftir situr inn í húðina.

EGF Serum: Berðu 2-4 dropa af EGF Serum á andlit, háls og bringu. Leyfðu seruminu að ganga inn í húðina í 3-5 mínútur áður en aðrar vörur á borð við rakakrem, sólarvörn eða farða eru settar á húðina. Notist kvölds og morgna fyrir hámarksárangur.

Passar vel með

Veldu stærð
Veldu stærð100ml
Veldu stærð50ml