





Hydration Heroes
Hydration Heroes gjafasettið inniheldur tvær af okkar vinsælustu rakagefandi húðvörum sem halda húðinni vel nærðri og heilbrigðri: Okkar margverðlaunaða EGF Serum (15 ml) í fullri stærð ásamt Hydrating Cream (15 ml) í lúxus-prufustærð. EGF Serum eru byltingarkenndir og margverðlaunaðir húðdropar, þróaðir til að vinna á sýnilegum merkjum öldrunar á borð við fínar línur og hrukkur. Hydrating Cream veitir húðinni djúpan og langvarandi raka. Þetta einstaklega létta en nærandi rakakrem er framleitt úr hreinum efnum á borð við íslenskt vatn, hýalúronsýru og E-vítamín, og skilur við húðina mjúka, þétta og slétta.
EGF Serum (15 ml) í fullri stærð og Hydrating Cream (15 ml) fylgir.
Virði: 19.887 kr.
Eiginleikar og áhrif
Hydration Heroes gjafasettið inniheldur tvær af okkar allra vinsælustu vörum: EGF Serum og Hydrating Cream. Okkar margverðlaunaða EGF Serum sléttir og þéttir húðina á meðan Hydrating Cream veitir henni djúpan og góðan raka. Settið er fullkomið fyrir þá sem vilja taka húðrútínuna á næsta stig og halda húðinni heilbrigðri, sléttri og sýnilega vel nærðri.
EGF Serum er vísindalega þróað og margverðlaunað serum sem fyrirbyggir og vinnur á sýnilegum merkjum öldrunar. Serumið inniheldur okkar einstaka BIOEFFECT EGF, endurnærandi og rakabindandi vaxtarþátt sem gegnir mikilvægu hlutverki við að efla rakabindingu, auka þéttleika og viðhalda sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar. Klínískar innanhússrannsóknir hafa sýnt að EGF Serum eykur raka, dregur úr ásýnd hrukka og fínna lína og þéttir húðina. Upplifðu hámarksárangur með hreinni húðvöru sem inniheldur aðeins 7 náttúrulega virk efni.
Hydrating Cream er nærandi andlitskrem með tæru, íslensku vatn sem veitir húðinni langvarandi raka. Þetta létta en nærandi krem eykur rakastig húðarinnar um allt að 57% eftir aðeins tvö skipti* og rakinn helst í húðinni allan daginn. Hydrating Cream sameinar krafta íslenska vatnsins, hýalúronsýru, andoxunarefna og E-vítamíns. Í sameiningu næra þessi áhrifaríku efni húðina og skilja við hana mjúka, þétta og slétta.
Hydrating Cream er olíulaust og það má nota bæði kvölds og morgna, eitt og sér eða með öðrum vörum frá BIOEFFECT til að auka næringu, raka og virkni enn frekar.
EGF Serum:
- Dregur úr ásýnd hrukka og fínna lína
- Eykur og viðheldur raka í húðinni
- Þéttir og sléttir húðina
- Jafnar áferð og húðlit
- Hentar öllum húðgerðum
- Aðeins 7 innihaldsefni
- Aðeins þörf á 2-4 dropum
- Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
- Án rotvarnarefna
- Prófað af húðlæknum
Stærð: 15 ml
Hydrating Cream:
- Eykur rakastig húðarinnar um allt að 57%, eftir aðeins sólarhringsnotkun*
- Létt og olíulaus formúla sem gengur hratt inn í húðina
- Verndandi andoxunarefni
- Skilur við húðina mjúka, þétta, slétta og geislandi
- Má nota eitt og sér eða ásamt BIOEFFECT serumum
- Aðeins 16 hrein innihaldsefni
- Hentar öllum húðgerðum, sér í lagi olíukenndri húð
- Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
- Prófað af húðlæknum
Stærð: 15 ml
*Skv. sjálfstæðri, tvíblindri 20 þátttakenda rannsókn á vegum BIOEFFECT.
Lykilinnihaldsefni
BBIOEFFECT EGF: Vaxtarþáttur sem hjálpar til við að örva náttúrulega kollagenframleiðslu og minnkar því sýnilega fínar línur og hrukkur ásamt því að þétta og slétta húðina. EGF er lykilinnihaldsefnið í vörum BIOEFFECT, en þessi rakabindandi og endurnærandi vaxtarþáttur er framleiddur með aðferðum háþróaðrar plöntulíftækni, í því skyni að tryggja hámarks líffræðilega samhæfni við mannlega vaxtarþætti. BIOEFFECT EGF er framleitt í byggi sem ræktað er í gróðurhúsi á Íslandi.
Hýalúronsýra: Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.
Glýserín: Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.
E-vítamín: Eitt þekktasta og áhrifamesta andoxunarefnið fyrir bæði líkama og húð. Það fyrirfinnst náttúrulega í húðinni en dregið getur úr magni þess vegna þeirra umhverfisáhrifa sem húðin verður fyrir (t.d. þegar sólarvörn er ekki notuð). E-vítamín verndar húðina fyrir umhverfisáhrifum og skaðlegum áhrifum sindurefna auk þess að jafna áferð og húðlit.
Íslenskt vatn: Hreint, íslenskt vatn sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.
Innihaldsefnalistar:
EGF SERUM: GLYCERIN, WATER (AQUA), SODIUM HYALURONATE, TROMETHAMINE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)
HYDRATING CREAM: WATER (AQUA), CAPRYLIC/CAPRIC TRIGLYCERIDE, BUTYLENE GLYCOL, C12-20 ACID PEG-8 ESTER, CETYL ALCOHOL, TOCOPHEROL, PHENOXYETHANOL, SODIUM HYALURONATE, ETHYLHEXYLGLYCERIN, CARBOMER, SORBITAN OLEATE, POTASSIUM SORBATE, POTASSIUM HYDROXIDE, CITRIC ACID, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)
Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.
Upplýsingar
BIOEFFECT EGF: Vaxtarþáttur sem hjálpar til við að örva náttúrulega kollagenframleiðslu og minnkar því sýnilega fínar línur og hrukkur ásamt því að þétta og slétta húðina. EGF er lykilinnihaldsefnið í vörum BIOEFFECT, en þessi rakabindandi og endurnærandi vaxtarþáttur er framleiddur með aðferðum háþróaðrar plöntulíftækni, í því skyni að tryggja hámarks líffræðilega samhæfni við mannlega vaxtarþætti. BIOEFFECT EGF er framleitt í byggi sem ræktað er í gróðurhúsi á Íslandi.
Hýalúronsýra: Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.
Glýserín: Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.
E-vítamín: Eitt þekktasta og áhrifamesta andoxunarefnið fyrir bæði líkama og húð. Það fyrirfinnst náttúrulega í húðinni en dregið getur úr magni þess vegna þeirra umhverfisáhrifa sem húðin verður fyrir (t.d. þegar sólarvörn er ekki notuð). E-vítamín verndar húðina fyrir umhverfisáhrifum og skaðlegum áhrifum sindurefna auk þess að jafna áferð og húðlit.
Íslenskt vatn: Hreint, íslenskt vatn sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.
Innihaldsefnalistar:
EGF SERUM: GLYCERIN, WATER (AQUA), SODIUM HYALURONATE, TROMETHAMINE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)
HYDRATING CREAM: WATER (AQUA), CAPRYLIC/CAPRIC TRIGLYCERIDE, BUTYLENE GLYCOL, C12-20 ACID PEG-8 ESTER, CETYL ALCOHOL, TOCOPHEROL, PHENOXYETHANOL, SODIUM HYALURONATE, ETHYLHEXYLGLYCERIN, CARBOMER, SORBITAN OLEATE, POTASSIUM SORBATE, POTASSIUM HYDROXIDE, CITRIC ACID, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)
Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.
Hreinar húðvörur
Notkun
EGF Serum: Berðu 2-4 dropa á andlit, háls og bringu með mjúkum hringhreyfingum upp á við. Bíddu í 3-5 mínútur áður en aðrar vörur á borð við farða, sólarvörn eða krem eru bornar á húðina.
Hydrating Cream: Berðu á andlit, háls og bringu. Nuddaðu upp á við með mjúkum strokum. Bíddu í 3-5 mínútur áður en sólarvörn og farði eru borin á andlitið.
Notist á hreina húð kvölds og morgna.