Beint í efni

Alþjóðlegur dagur vatnsins.

Við fögnum þessum mikilvæga degi með 20% afslætti á Micellar Cleansing Water hreinsivatninu okkar.

Hvers vegna er alþjóðlegur dagur vatnsins haldinn hátíðlegur?

22. mars ár hvert er alþjóðlegur dagur vatnsins haldinn hátíðlegur um allan heim. Markmiðið er að auka vitund um þann vanda sem steðjar að vatnsauðlindum, einkum hreinlæti og aðgengi en einnig hvað varðar ábyrga og sjálfbæra stjórnun og umsjón. Enn eru milljónir manna um allan heim sem ekki njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda að hafa aðgang að hreinu vatni. Þörfin er því afar brýn og teygir anga sína í öll helstu vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir, allt frá hungri og heilsumálum til jafnréttis og menntunarmála.

BIOEFFECT fagnar alþjóðlegum degi vatnsins.

Við fögnum þessum mikilvæga degi með 20% afslætti á Micellar Cleansing Water hreinsivatninu okkar.

Micellar Cleansing Water er afar milt en áhrifaríkt hreinsivatn sem inniheldur hreint og tært íslenskt vatn auk nærandi rakagjafa úr plönturíkinu. Það hreinsar farða og óhreinindi á skjótan og árangursríkan hátt án þess að erta eða þurrka húðina og skilur við hana hreina, mjúka og vel nærða. Þessi mildi hreinsir hentar því vel til daglegra nota.

Micellar Cleansing Water er kjörið fyrir þau sem kjósa mildar húðvörur sem hafa raunveruleg áhrif. Það hentar einnig þeim sem vilja ekki nota kranavatn, til dæmis fólki sem býr á svæðum með svokölluðu „hörðu“ vatni eða svæðum þar sem þörf er á að efnahreinsa vatnið, sem fyrir vikið getur valdið þurrki eða ertingu í húð. Micellar Cleansing Water hentar einnig vel á ferðalögum enda er ekki þörf á að skola það af húðinni eftir notkun.

Um hreina, íslenska vatnið.

Við viljum nýta íslenskar náttúruauðlindir á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Ísland er afar ríkt af hreinu vatni, enda notum við hreint íslenskt vatn í alla okkar framleiðslu. Vatnið sem við notum er upprunnið úr íslenskum náttúrulindum og hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög á leið sinni til yfirborðs. Þetta náttúrulega hreinsunarferli skilar einstaklega tæru, hreinu og mjúku vatni sem inniheldur lítið magn ertandi steinefna á borð við kalk og magnesíum. Það fer húðina því afar mildum höndum. Þetta er vatnið sem við notum til að vökva byggið í gróðurhúsinu okkar, og sem innihaldsefni í húðvörurnar okkar. Við gætum þess líka að nota ekki ilmefni, paraben eða þalöt. Þannig tryggjum við að efnasamsetningin sé eins hrein og náttúruleg og kostur er á.

Fleiri vörur sem innihalda hreint, íslenskt vatn.

Hleð inn síðu...