Beint í efni

EGF Eye Serum með áfyllingu.

Vinsæla EGF augnserumið er nú fáanlegt aftur með áfyllingarhylki. Tvöfalt magn og 15% lægra verð!

Vinsæla EGF augnserumið með áfyllingu.

Ein af okkar allra vinsælustu vörum, EGF Eye Serum, fæst nú aftur ásamt áfyllingu. Þegar augnserumið klárast kemur þú áfyllingarhylkinu einfaldlega fyrir í flöskunni og heldur áfram að njóta þessarar áhrifaríku augnvöru sem hefur öflug áhrif á ásýnd hrukka, fínna lína og slappleika.

Við mælum með að nota Imprinting Eye augnmaska á eftir seruminu til að hámarka árangurinn. Augnmaskinn var sérstaklega þróaður til að hámarka áhrif virku efnanna í augnseruminu.

Hver er ávinningurinn af notkun EGF Eye Serum?

Þetta lauflétta og endurnærandi augnserum er sérstaklega þróað til að vinna á hrukkum, fínum línum og slappleika á augnsvæðinu. Varan er blönduð með EGF úr byggi, hýalúronsýru, tæru íslensku vatni og öðrum hreinum og áhrifaríkum efnum til að skilja við húðina umhverfis augun þéttari og sléttari ásýndar. Á flöskunni sjálfri er kælandi stálkúla sem er notuð til að dreifa úr seruminu og hefur á sama tíma einstök áhrif á þrota, þreytumerki og dökka bauga.

Tvöfalt magn og 15% lægra verð.

Vinsæla EGF augnserumið er nú fáanlegt með sérstakri áfyllingu. Þú færð því tvöfalt magn – EGF Eye Serum í fullri stærð (6 ml) auk áfyllingar (6 ml) – á 15% lægra verði.

Hvernig á að nota EGF Eye Serum?

Þrýstu létt á hnappinn á botni flöskunnar til að skammta augnserumi og berðu á hreina húð umhverfis augun. Rúllaðu stálkúlunni eftir húðinni og nuddaðu mjúklega með fingurgómunum til að tryggja jafna dreifingu. Láttu ganga inn í húðina áður en farði eða sólarvörn eru borin á andlitið.

Við mælum með að nota Imprinting Eye augnmaska á eftir seruminu til að hámarka árangurinn. Augnmaskinn var sérstaklega þróaður til að hámarka áhrif virku efnanna í augnseruminu.

Hvernig virkar áfyllingin?

Til að koma áfyllingarhylkinu fyrir skaltu draga hvíta hylkið út úr botninum á flöskunni. Fjarlægðu lokið af áfyllingunni og smelltu hylkinu inn í flöskuna. Þrýstu varlega þar til þú heyrir smell.

Who What Wear Next in Beauty Awards - EGF Eye Serum: Besta augnmeðferðin. 

Við erum stolt að nýverið hlaut EGF augnserumið Next in Beauty verðlaunin sem besta augnmeðferðin að mati Who What Wear. Sigurvegararnir voru valdir af vel skipaðri dómnefnd ritstjóra, áhrifavalda og sérfræðinga. Who What Wear er einn mest lesni tísku-, snyrti- og húðvörumiðillinn í Bretlandi og Bandaríkjunum og er með tugi milljóna lesenda og fylgjenda á miðlum sínum. Það er því mikill heiður að hljóta þessa viðurkenningu.

„Það þarf mjög áhrifamikla vöru til að sannfæra dómnefnd okkar en EGF augnserumið frá BIOEFFECT sló okkur öll út af laginu með sýnilegum árangri”, segir Eleanor Voudsen, ritstjóri Who What Wear.

Að lokum.

EGF Eye Serum með áfyllingu er spennandi viðbót við vörulínuna okkar. Varan er fyrst og fremst hugsuð fyrir þá sem vilja nota virka og sannarlega áhrifaríku vöru fyrir viðkvæmu húðina umhverfis augun. Formúlan er sérstaklega þróuð til að vinna gegn tapi á þéttleika og slappri húð á augnlokum og umhverfis augun á sama tíma og hún sér til þess að veita húðinni þann raka og næringu sem hún þarf á að halda. Þeir sem vilja geta fyllt á augnvöruna sína – sérstaklega þeir sem vilja koma í veg fyrir að hún klárist óvænt – geta einnig glaðst yfir þessari nýjung.

Smelltu hér til að kaupa EGF Eye Serum með áfyllingu og þú færð tvöfalt magn af vinsæla EGF augnseruminu á 15% lægra verði!

Hleð inn síðu...