Beint í efni

Gerðu betur við húðina.

Í febrúar er kjörið að setja aukinn kraft og alúð í húðumhirðuna. Jólavertíðinni með tilheyrandi hátíðahöldum er lokið, fögur nýársheit eru svo gott sem gleymd og Valentínusardagur er handan við hornið. Nú er rétti tíminn til að prófa eitthvað nýtt.

Mörgum okkar þykir febrúar langdreginn og leiðigjarn, svona tíðindalítill millistigsmánuður þegar lítið er við að vera. Einmitt þess vegna er kjörið að nýta lausar stundir til að fara í gegnum snyrtitöskuna og taka frá þær vörur sem þú raunverulega notar — og virka, í alvöru. Best er að athuga gildistíma og henda þeim vörum sem runnar eru út eða eru sjáanlega ónýtar. Förðunarburstar og svampar eru til dæmis gróðrarstía fyrir sýkla og bakteríur og þarf því að þrífa reglulega. Gefðu þér tíma til að hreinsa áhöldin vel og leyfðu þeim að þorna alveg áður en þú notar þau aftur.

Þegar til stendur að gera breytingar á húðumhirðunni ætti hið nýja BIOEFFECT EGF Power Cream að vera efst á listanum — öflugur rakagjafi og nýjasta viðbótin í BIOEFFECT-fjölskylduna. Þetta áhrifaríka andlitskrem er sérhannað til að vinna á fínum línum, auka þéttleika húðarinnar og jafna bæði lit og áferð auk þess að veita kraftmikinn raka. Líkt og allar vörur BIOEFFECT er EGF Power Cream búið til úr hreinum og náttúrulegum efnum sem hafa sannreynd áhrif á þær sjáanlegu breytingar sem verða á húðinni með aldrinum. Það inniheldur m.a. lykilhráefnið okkar, EGF boðskiptaprótín úr byggi, auk betaglúkans sem við framleiðum á sjálfbæran hátt úr byggplöntum. Þessi öfluga efnasamsetning setur aukinn kraft í endurnýjunarhæfni húðarinnar og heldur henni heilbrigðri og unglegri. Alveg fullkomið fyrir Valentínusardaginn!

Nú er sannarlega réttur tími til að prófa BIOEFFECT EGF Power Cream. Valentínusarkaupaukinn okkar, að andvirði 6.500 kr., er enn til og fylgir öllum pöntunum yfir 15.000 kr. Hann inniheldur tvær af okkar allra vinsælustu vörum; EGF Serum og Hydrating Cream, í handhægum ferðastærðum. Auk þess fylgir plata af Sea Salted Toffee súkkulaði frá Omnom, enda vitum við öll að súkkulaði er ómissandi á Valentínusardaginn. Omnom er eini hérlendi framleiðandinn sem sérhæfir sig í svokallaðri „baun í bita“ (e. from bean to bar) framleiðslu. Þeirra markmið er að framleiða besta súkkulaðið úr bestu fáanlegu hráefnunum sem eru vandlega valin með siðferði, sjálfbærni og gagnsæi í huga. Þessar áherslur ríma vel við okkar eigin. BIOEFFECT og Omnom eru algjört ofurpar!

Hleð inn síðu...