Beint í efni

Gjafasettin frá BIOEFFECT tryggja þér og þínum vellíðan um hátíðarnar. 

Mörg eigum við erfitt með að finna hina fullkomnu gjöf fyrir þá sem okkur þykir vænt um. Flest könnumst við jafnvel við að fresta gjafakaupunum fram á síðustu stundu — með misjöfnum árangri.

Gjafasett BIOEFFECT

Gjafmildi eykur vellíðan. Rannsóknir hafa nefnilega sýnt fram á vensl á milli ánægju og óeigingjarnra athafna, til dæmis þess að gefa gjafir. Þegar við gefum gjafir virkjum við svæði í heilanum sem tengist ánægju og umbun. Þannig framköllum við þessa einstöku tilfinningu sem fylgir því að gefa þeim sem okkur þykir vænt um eitthvað fallegt. Gefðu þér og þínum vellíðan um hátíðarnar. Gefðu gjafasett frá BIOEFFECT.

Gjafasett BIOEFFECT

Í ár koma gjafasettin í þremur útfærslum:

Power Duo

Gjafasett sem með sannkölluðu ofurpari, EGF Serum og EGF Eye Serum í fullri stærð — frábær kynning á vörulínu BIOEFFECT. Inniheldur: BIOEFFECT EGF Serum (15 ml), margverðlaunuð húðvara sem dregur úr sýnileika fínna lína, eykur raka og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar. BIOEFFECT EGF Eye Serum (6 ml), öflugt augnserum sem nærir og dregur úr þrota á augnsvæðinu. Kælandi stálkúlan róar og kælir viðkvæma húðina umhverfis augun.

Skin Saviors

Kjörið fyrir þá sem þurfa aukinn raka. Inniheldur: BIOEFFECT EGF Serum (15 ml), margverðlaunuð húðvara sem dregur úr sýnileika fínna lína og nærir húðina yfir köldustu mánuði ársins. Þessi einstaka vara inniheldur EGF prótín úr byggi sem styður við náttúrulega kollagenframleiðslu húðarinnar. Gjafasettinu fylgir einnig EGF Serum hulstur sem verndar EGF Serum flöskuna fyrir hnjaski, hvort sem er á ferðalögum eða á baðherbergishillunni heima. Inniheldur einnig tvo BIOEFFECT Imprinting Hydrogel maska, djúpverkandi og endurnærandi rakagjafa sem auka enn frekar á áhrif EGF prótínsins og halda húðinni vel nærðri og heilbrigðri um hátíðarnar.

Hydration Heroes

Fullkomin gjöf fyrir þá sem eru með þurra húð og þurfa aukinn raka. Inniheldur: BIOEFFECT Hydrating Cream (30 ml), eina af okkar allra vinsælustu vörum. Hydrating Cream er ilmefnalaust rakakrem sem sameinar krafta milda íslenska vatnsins, hýalúronsýru og E-vítamíns. Saman sjá þessi einstöku efni til þess að húðin sé vel nærð. Inniheldur einnig OSA Water Mist, létt andlitssprey sem viðheldur heilbrigðu rakastigi í amstri dagsins. Endurnærir húðina og dregur úr þurrki og þreytumerkjum án þess að skilja eftir klístrað lag.

Hleð inn síðu...