Beint í efni

Orkuskot á nýju ári.

Hér eru tillögur og hugmyndir að nokkrum nýjum lífsstílsvenjum sem tilvalið er að tileinka sér á nýju ári.

Strengjum heit um húðumhirðu.

Í upphafi nýs árs hellist gjarnan yfir löngun til að gera jákvæðar breytingar á lífi og lifnaðarháttum. Hér eru tillögur og hugmyndir að nokkrum nýjum lífsstílsvenjum sem tilvalið er að tileinka sér á nýju ári. Við viljum líka hvetja þig til að veita húðinni verðskuldað orkuskot í janúar – árangurinn verður kominn í ljós áður en febrúar gengur í garð!

Að brjótast út úr viðjum vanans.

Við erum vanaverur í eðli okkar. Okkur reiðir gjarnan best af þegar við fylgjum fastri rútínu og hefðum, enda fylgja margar venjur okkar alla ævi (hvort sem það er vísvitandi gert eða ekki). Þess vegna verðum við fyrir óhjákvæmilegum áhrifum – oft neikvæðum – þegar venjur eða hversdagsleg rútína breytist af einhverjum ástæðum.

Flest þekkjum við þessa tilfinningu sem hellist gjarnan yfir eftir langt frí, þar sem rútína og skipulag hafa orðið undan að láta. Þess vegna er upphaf nýs árs fullkominn tími til að koma lífinu aftur í fastar skorður, helst með nokkrum breytingum til hins betra.

Hér eru okkar hugmyndir að einföldum nýársheitum sem er kjörið að tileinka sér í janúarmánuði. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera einföld í framkvæmd en hafa alla burði til að hafa mikil áhrif til hins betra!

Umbreyttu ásýnd húðarinnar á 30 dögum.

Oft er talað um að það taki allt að 21-66 daga að tileinka sér nýjar venjur. Þess vegna er 30 Day Treatment kjörin leið til að byrja nýja árið af alvöru krafti og tileinka sér bætta húðumhirðu á aðeins 30 dögum! Húðin er nefnilega næm fyrir utanaðkomandi áhrifum og þarf því á sérstaklega góðri og vandaðri meðhöndlun að halda í kjölfar jólahátíðarinnar.

Settið inniheldur 3 flöskur sem allar innihalda kraftmikið andlitsserum sem er blandað með þrenns konar prótínum úr byggi, ásamt öðrum áhrifaríkum og náttúrulegum efnum. Í sameiningu vinna þau á helstu sjáanlegu merkjum öldrunar í húð; hrukkum, fínum línum, húðholum, þurrki, áferð, teygjanleika og ójöfnum húðlit. 30 Day Treatment er sérstaklega þróað sem tímabundin viðbót við hefðbundna húðrútínu til að gefa húðinni alvöru orkuskot.

Við mældum árangurinn með VISIA Skin Analysis kerfinu í þar til gerðri virknirannsókn. Þátttakendur notuðu 30 Day Treatment tvisvar á dag í 30 daga. Árangurinn fer ekki á milli mála, enda sýndi hann fram á allt að:

  • 63% aukningu á teygjanleika húðar
  • 176% aukningu á raka húðar
  • 84% minnkun á ásýnd hrukka og fínna lína

Í takmarkaðan tíma bjóðum við þessa kraftmiklu vöru á 20% afslætti!

Vatn, vatn og aftur vatn.

Vatnsdrykkja og næg vökvainntaka er undirstaða góðrar líkamlegrar heilsu, og í mörgum tilvikum forsenda fyrir heilbrigðri líkamsstarfssemi. Þegar þú eykur vökvainntöku og drekkur meira vatn gerir stuðlar þú þar með að heilbrigðari starfssemi líkamans. Þetta á ekki síður við um húðina, enda þarf hún á raka að halda til að haldast í kjörástandi og viðhalda mýkt, teygjanleika og ljóma.

Vandinn er einfaldlega sá að mörgum hættir til að gleyma vatnsdrykkjunni í amstri dagsins. Þá er gott ráð að fjárfesta í góðri og fallegri vatnsflösku eða brúsa. Veldu flösku sem þér þykir falleg og veist að þú munt nota, sem passar í handtöskuna þína og þú getur haft með þér á ferðinni. Fylltu á hana nokkrum sinnum yfir daginn. Ef þú gleymir því ítrekað skaltu stilla vekjaraklukku til áminningar fyrstu dagana, á meðan þú festir nýja vanann í sessi. Þessi einfalda lausn er líklega ein stærsta heilsubótarákvörðun sem þú tekur allt árið!

Svefn.

Eftir langar nætur, rútínuleysi og jafnvel stress yfir jólahátíðina þjást eflaust margir af síþreytu og svefnleysi. Reyndu að forðast óreglulegt svefnmynstur og sjáðu til þess að koma svefninum í fastar skorður til að tryggja hug og líkama nauðsynlega hvíld. Farðu að sofa á sama tíma á hverju kvöldi, og vaknaðu að sama skapi á sama tíma alla morgna – líka um helgar! Þannig nærðu að besta heilbrigða líkamsstarfssemi og viðhalda stöðugu orkustigi yfir daginn. Dásamlegir – og mjög mikilvægir – hlutir gerast þegar við sofum. Gæðasvefn getur komið jafnvægi á hormónastarfsemi, ónæmiskerfið styrkist og orkan eykst.

Mundu líka að yfir nóttina, þegar við sofum, er húðin í viðgerðarfasa. Hugtakið „fegurðarsvefn” á sem sagt við raunverulega stoð að styðjast. Í svefni hreinsar húðin, leysir upp og fjarlægir eiturefni, gerir við frumur, skiptir út sködduðum frumum og endurnýjar þær. Góður 8 klukkustunda svefn er mjög mikilvægur þessu viðgerðarferli þar sem hann gefur húðinni nægan tíma til að bregðast við áreiti dagsins og sjá til þess að þú vaknir sýnilega vel hvíld(ur)!

Hreinsaðu húðina.

Að lokum viljum við nefna mikilvægasta ráðið að okkar mati: vendu þig á að fjarlægja farða af húðinni og hreinsa hana á hverju kvöldi. Þetta er alltaf mikilvægt, en algjörlega nauðsynlegt eftir langt frí. Taktu törn þar sem þú gætir þess sérstaklega að hreinsa húðina reglulega, að minnsta kosti tvisvar á dag, með áhrifaríkum hreinsi sem fer húðina mildum höndum (psst, við mælum með Micellar Cleansing Water hreinsivatninu okkar). Þetta styður viðgerðarfasa húðarinnar yfir nóttina. Að auki getur farði sem situr lengi á húðinni stíflað húðholurnar og komið í veg fyrir að dauðar húðfrumur flagni náttúrulega af húðinni og fyrir vikið aukast líkur á ertingu, útbrotum og jafnvel bólumyndun. Húðhreinsun kemur einnig í veg fyrir að bakteríur safnist og sitji fastar á húðinni. Svo er hrein húð einfaldlega betur búin til að taka á móti húðvörum á borð við serum og krem!

Rakagefandi húðrútína. 

Haltu húðinni heilbrigðri með því að veita henni djúpstæðan raka kvölds og morgna. Byrjaðu á því að hreinsa húðina með Micellar Cleansing Water, einnig er gott er að veita henni djúphreinsun 1-2 tvisvar í viku með Volcanic Exfoliator andlitsskrúbbnum. Eftir þú hefur hreinsað húðina er gott að undirbúa hana með EGF Essence andlitsvatninu, sem er sérstaklega þróað til að hámarka virkni vaxtaþáttanna. Því næst eru 3-4 dropar af 30 Day Treatment borið á andlitið. Til að tryggja hámarksárangur er gott að nota Imprinting Hydrogel andlitsmaskann samhliða þessari húðrútínu, 1-2 í viku. Við mælum með að slaka á með hann á andlitinu í 15-20 mínútur og mörgum finnst gott að geyma hann í kæli í nokkrar mínútur áður en hann er settur á andlitið. Andlitsmaskinn er sérstaklega hannaður til að hámarka virkni BIOEFFECT seruma og er einstaklega rakagefandi. Í lokin er gott að enda húðrútínuna á því að bera nærandi andlitskrem á húðina, eins og EGF Power Cream, til að læsa öll nærandi innihaldsefnin inni og leyfa þeim að virkilega vinna vinnuna sína.

Viltu vita meira um vörurnar?

Hleð inn síðu...