Vatnsdrykkja og næg vökvainntaka er undirstaða góðrar líkamlegrar heilsu, og í mörgum tilvikum forsenda fyrir heilbrigðri líkamsstarfssemi. Þegar þú eykur vökvainntöku og drekkur meira vatn gerir stuðlar þú þar með að heilbrigðari starfssemi líkamans. Þetta á ekki síður við um húðina, enda þarf hún á raka að halda til að haldast í kjörástandi og viðhalda mýkt, teygjanleika og ljóma.
Vandinn er einfaldlega sá að mörgum hættir til að gleyma vatnsdrykkjunni í amstri dagsins. Þá er gott ráð að fjárfesta í góðri og fallegri vatnsflösku eða brúsa. Veldu flösku sem þér þykir falleg og veist að þú munt nota, sem passar í handtöskuna þína og þú getur haft með þér á ferðinni. Fylltu á hana nokkrum sinnum yfir daginn. Ef þú gleymir því ítrekað skaltu stilla vekjaraklukku til áminningar fyrstu dagana, á meðan þú festir nýja vanann í sessi. Þessi einfalda lausn er líklega ein stærsta heilsubótarákvörðun sem þú tekur allt árið!
Raki er líka undirstaða góðrar húðheilsu. Gættu þess að nota húðvörur sem veita húðinni góða næringu og raka bæði kvölds og morgna (og jafnvel yfir daginn!). Notaðu róandi og nærandi rakavatn, serum, andlitskrem og maska, helst eitthvað sem er stútfullt af nærandi og andoxandi rakagjöfum.