Beint í efni

Húðrútína fyrir heilbrigðar hendur: BIOEFFECT X Asami.

Nærandi húðrútína fyrir hendur að hætti Asami í samstarfi við BIOEFFECT. Hér fyrir neðan er hægt að lesa nánar um hvernig hinn hæfileikaríki naglafræðingur, Asami, notar nýja EGF handserumið í þessari endurnærandi húðrútínu fyrir hendur.

Products used in the hand care routine.

Asami er japanskur naglafræðingur og húðflúrari sem býr í Brooklyn, New York, en hún er þekktust fyrir minimalískan stíl sinn þegar kemur að naglahönnun og húðflúrum. Hún hóf feril sinn á snyrtistofunni Vanity Projects, í New York, en í dag tekur hún á móti viðskiptavinum sínum í eigin stúdíói og biðlistinn hjá henni er langur. Þú getur fylgt Asami á Instagram undir heitinu @MadeByAsami.

Í þessari húðrútínu fyrir hendur, sýnir Asami okkur hvernig hægt er að nýta margar af okkar helstu húðvöruhetjum í nærandi húðrútínu fyrir hendur. Nýja EGF handserumið, Volcanic Exfoliator og OSA Water Mist munu veita þreyttum höndum þann langvarandi raka sem þær þrá svo innilega og skilja þær eftir silkimjúkar.

Húðrútína fyrir heilbrigðar hendur.

Skref 1: handþvottur.

Byrjaðu á því að þvo hendur þínar vandlega með volgu vatni og sápu. Passaðu að ná vel öllum óhreinindum undan nöglunum og að þrífa vandlega alla olíu og óhreindindi af naglabeðunum. Þetta tryggir ekki aðeins að hendur þínar séu hreinar, heldur lengir einnig líftíma naglalakksins.

Skref 2: tími til að snyrta.

Þegar að hendur þínar hafa þornað er kominn tími til að móta neglurnar. Notaðu naglaklippur eða naglaþjöl til að móta þær. Því næst mælir Asami með því að nota 180-grit eða 250-grit naglaþjöl (grit er grófleiki naglaþjalarinnar, því hærri tala, því fíngerðari er þjölin) til að fínpússa formið sem þú hefur valið að móta neglur þínar.

Skref 3: mýkjum nú naglaböndin.

Leggðu hendur þínar í bleyti í volgu vatni í fimm mínútur til að mýkja naglaböndin. Mjúk naglabönd auðvelda þér að ýta þeim aftur sem mun að lokum veita þeim stílhreinna útlit og láta þær virðast lengri.

Skref 4: ýta aftur og þurka af.

Notaðu þurra grisju eða eyrnapinna til að ýta naglaböndum þínum varlega aftur, þetta undirbýr naglabeðið fyrir það sem koma skal. Þurrkaðu svo af alla þá dauðu húð sem hefur losnað við það að ýta henni aftur, þetta mun veita höndum þínum snyrtilegra heildarútlit.

Skref 5: skrúbb, skrúbb og silkimjúk húð!

Til að fjarlægja allar dauðar húðfrumur af höndum þínum, og til að leyfa handseruminu að virka sem allra best, mælir Asami með að nota örlítið af BIOEFFECT Volcanic Exfoliator og nudda honum vel um hendurnar eftir að hafa bleytt þær. Skolaðu þær svo með vatni. Til að viðhalda mjúkum höndum mælir hún einnig með að nota Volcanic Exfoliator tvisvar sinnum í viku.

Skref 6: raki, raki og aftur raki.

Spreyjaðu vel af BIOEFFECT OSA Water Mist yfir hendurnar áður en þú berð EGF Hand Serum á. Nuddaðu svo handseruminu um hendur þínar með hringlaga hreyfingum. Veittu handarbökum, fingrum og naglaböndum sérstaka athygli. Endurtaktu þetta skref kvölds og morgna til að næra húðina vel á höndunum og hjálpa til við að ljá þeim heilbrigða ásýnd.

Nokkur góð ráð þegar kemur að umhirðu handa.

● Passaðu að öll tæki og tól sem þú notar séu vel þrifin og sótthreinsuð.

● Notaðu EGF Hand Serum reglulega til að veita höndunum góðan raka.

● Ef neglur þínar eiga það til að vera þurrar og brotnar, prófaðu þá að nota EGF Hand Serum til að styrkja þær.

● Til að lengja líftíma naglalakksins er gott að mála með lakkburstanum yfir naglabrúnina til að forðast að neglurnar klofni.

● Ef þú gerir mistök á meðan að þú ert að lakka neglurnar, dýfðu þá fíngerðum bursta í naglalakkshreinsi og þurrkaðu af með honum það sem fór úrskeiðis.

Við vonum að hendur þínar verði mjúkar og endurnærðar eftir þessa rakagefandi rútínu. Með nýja EGF handseruminu, hreinum húðvörum BIOEFFECT og góðum ráðum frá Asami, erum við viss um að svo verði raunin.

Hleð inn síðu...