Beint í efni

Tími fyrir þig.

Eleanor Roosevelt sagði eitt sinn að „án þíns samþykkis getur enginn látið þér finnast þú óæðri“. Þessi frægu orð eru einmitt það sem skilgreinir sjálfsást. Þrátt fyrir að hugtakinu „sjálfsást“ sé gjarnan fleygt óvarlega fram, án þess að merkingin sé ljós, hefur það sjaldan verið eins mikilvægt. Við verðum sífellt meðvitaðri um mikilvægi þess að hugsa vel um okkur og þessi vitund hefur meira að segja áhrif á almennt heilsufar og heilbrigðu.

Það er ekki einfalt að skilgreina hvað felst í sjálfsást, enda leggja ólíkir einstaklingar ólíka merkingu í hugtakið. Samkvæmt Brain and Behavior Research Foundation felst sjálfsást í „ákveðinni ánægju og sátt í eigin garð — sátt sem er afleiðing af athöfnum sem efla líkama og sál. Sjálfsást felst í að viðurkenna og virða eigin þarfir, velferð og hamingju“. Þrátt fyrir að þetta hljómi skynsamlega er hægara sagt er gert að tileinka sér þennan hugsunarhátt. Þess vegna er svo mikilvægt að taka meðvitaða ákvörðun um að beita aðferðum sem stuðla að sjálfsást.

Slíkar aðferðir geta t.d. falist í aukinni jákvæðni og bjartsýni, að efla sjálfstraust og að forðast niðurrif. Þær gætu líka falist í líkamsrækt og hreyfingu, heilbrigðu mataræði og öllu því sem stuðlar að betri líkamlegri og andlegri heilsu. Allt hvetur þetta til aukinnar jákvæðni og lífshamingju, sem er einmitt kjarninn í sjálfsást.

Betri húðumhirða er einfalt en gagnlegt framfaraskref á þessari vegferð. Gefðu þér tíma til að gera vel við húðina bæði kvölds og morgna. Prófaðu að bæta BIOEFFECT Volcanic Exfoliator inn í hefðbundnu rútínuna þína einu sinni eða tvisvar í viku. Þessi mildi skrúbbur fjarlægir óhreinindi og dauðar húðfrumur og skilur við húðina hreina, mjúka og slétta. Hann er líka kjörinn undirbúningur fyrir BIOEFFECT EGF Serum. Við mælum með að þú tileinkir þér einfaldar en áhrifaríkar venjur með vörunum frá BIOEFFECT, venjur sem róa hugann og næra húðina. Litlar breytingar geta nefnilega gert gæfumuninn. Ef þú t.d. þrýstir BIOEFFECT EGF Essence andlitsvatninu mjúklega inn í húðina eflir þú sogæðakerfið og virkni eitla og getur þannig dregið úr þrota. Þú getur líka gefið þér slakandi andlitsnudd með því að bera BIOEFFECT Hydrating Cream á andlitið með mjúkum strokum upp á við. Þessi einfalda nuddtækni skilur við húðina mjúka og ljómandi.

Ef þú ert upptekna týpan gæti verið einfaldast að taka frá fastan tíma, t.d. eitt kvöld í viku, sem er bara ætlað þér. Slökktu á símanum, kveiktu á tónlist og hreinsaðu allan farða af andlitinu með andlitshreinsi og -skrúbbi. Leggðu svo BIOEFFECT Imprinting Hydrogel maska á andlitið og slakaðu vel á. Húðin verður þér ævinlega þakklát!

Hleð inn síðu...