Beint í efni

Allt sem þú þarft að vita um okkar allra virkasta andlitskrem.

Kraftaverkakrem sem vinnur á hrukkum, litabreytingum og öðrum sýnilegum merkjum öldrunar.

Okkar allra virkasta andlitskrem.

Nýtt afl í baráttunni gegn sjáanlegum merkjum öldrunar.

Dr. Björn Örvar, einn af stofnendum BIOEFFECT og framkvæmdastjóri rannsókna- og nýsköpunar, hefur sagt að EGF Power Cream marki nýja kynslóð andlitskrema á húðvörumarkaði. Við erum hjartanlega sammála, enda trúum við því að þetta kraftaverkakrem sé nýtt afl í baráttunni gegn sjáanlegum merkjum öldrunar. Hér eru helstu ástæðurnar fyrir því að við og viðskiptavinir okkar verðum sífellt hrifnari af EGF Power Cream.

Hver er sérstaða EGF Power Cream?

EGF Power Cream er andlitskrem sem er sérþróað til að vinna gegn sjáanlegum öldrunarmerkjum í húð. Öflug innihaldsefni greina kremið frá öðrum kremum í þessum flokki, einkum og sér í lagi sú staðreynd að það inniheldur EGF (Epidermal Growth Factor) í afar ríkulegu magni. EGF er boðskiptaprótín sem sendir húðfrumum skilaboð og hvetur til endurnýjunar.

BIOEFFECT EGF er framleitt úr byggi, og er jafnframt það fyrsta sinnar tegundar sem er framleitt úr plöntum. Eftir margra ára rannsóknastarf tókst vísindateyminu okkar í fyrsta skipti að búa til rakagefandi andlitskrem sem varðveitir viðkvæma uppbyggingu og virkni EGF prótínsins.

Þetta kraftmikla andlitskrem inniheldur einstaka formúlu hreinna og virkra efna sem eru nærandi og hafa öflug áhrif á helstu sjáanlegu merki öldrunar, þ. á m. sýnileika hrukka, þéttleika og áferð.

Hvaða húðvandamálum er kreminu ætlað að vinna á?

Þetta kraftaverkakrem var sérstaklega þróað til að vinna á helstu merkjum öldrunar í húð: hrukkum, fínum línum, litabreytingum og stærð húðhola. Kremið hefur einnig jákvæð áhrif á dökka bletti, þéttleika og þrýstni húðarinnar. Virknirannsóknirnar okkar hafa staðfest árangurinn, en niðurstöðurnar sýndu m.a. allt að 53% minnkun á ásýnd hrukka og 60% aukningu á þéttleika húðar (húð þátttakenda leit út fyrir að vera þrýstnari).

Þetta dásamlega krem er auk þess afar rakagefandi, enda inniheldur það úrval næringarríkra efna sem efla getu húðarinnar til að binda raka. Þess vegna er EGF Power Cream algjört draumakrem fyrir þá sem eru með þurra húð.

Hver eru áhrifin?

EGF Power Cream hefur margvísleg áhrif á húðina. Það veitir tafarlausan raka sem skilar sér hratt niður í dýpri lög húðarinnar. Kremið inniheldur úrval efna sem hafa einstaka rakabindandi eiginleika. Það þýðir að þessi tilteknu efni draga til sín vökva og viðhalda honum svo húðin verður þétt og sýnilega vel nærð allan daginn.

Langtímaáhrifin af notkun EGF Power Cream eru ekki síðri. Það dregur úr sýnileika fínna lína og hrukka, dregur úr ásýnd litabreytinga og eykur bæði þéttleika og teygjanleika húðarinnar. Þetta kraftaverkakrem jafnar líka húðlit og áferð og dregur verulega úr sýnileika húðhola. Þennan ótrúlega árangur höfum við fengið staðfestan í sérstökum húðrannsóknum.

Staðfestur og ótvíræður árangur.

Samkvæmt sjálfstæðri innanhússrannsókn þar sem árangur var mældur með VISIA Skin Analysis kerfinu og þátttakendur notuðu EGF Power Cream tvisvar á dag í þrjá mánuði. Niðurstöður sýndu allt að:

  • 53% minnkun á ásýnd hrukka og fínna lína
  • 36% minnkun á litabreytingum
  • 60% aukningu á þéttleika húðar
  • 58% aukningu á teygjanleika húðar
  • 56% minnkun á ásýnd svitahola

Fyrir og eftir að nota EGF Power Cream, tvisvar á dag í 90 daga.

Fyrir hverja er EGF Power Cream?

EGF Power Cream er kjörið fyrir þroskaða húð enda er það sérþróað til að vinna gegn sjáanlegum öldrunarmerkjum. Líkt og allar okkar vörur hentar kremið öllum húðgerðum, en rakagefandi eiginleikar og silkimjúk áferð höfðar ef til vill sérstaklega til þeirra sem eru með þurra húð.

Hver eru helstu innihaldsefnin, og hvað gera þau?

Þessi einstaka formúla inniheldur aðeins 23 efni sem voru sérvalin til að efla náttúrulega kollagenframleiðslu, hvetja til frumuendurnýjunar og vinna á sjáanlegum öldrunarmerkjum. Hérna eru fróðleiksmolar um helstu innihaldsefnin.

EGF úr byggi er okkar lykilinnihaldsefni. EGF er rakabindandi og endurnærandi boðskiptaprótín sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Með aldrinum dregur úr magni EGF og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. EGF örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og unglegri ásýnd húðarinnar.

Betaglúkan úr byggi róar og nærir húðina og styrkir varnir hennar. Það viðheldur raka, vinnur gegn hrukkumyndun og verndar húðina fyrir skaðlegum geislum. Rannsóknir hafa auk þess sýnt að betaglúkan sem framleitt er úr byggi getur myndað allt að þrisvar sinnum öflugri andoxunarvörn en betaglúkan sem framleitt er úr höfrum.

Órídónín er nýtt og árangursríkt efni í húðvöruframleiðslu. Órídónín er unnið úr jurtaþykkni og er þekkt fyrir græðandi eiginleika. Það vinnur auk þess gegn skaðlegum áhrifum sindurefna sem eru talin stuðla að sýnilegum merkjum öldrunar. Líkt og EGF úr byggi getur órídónín tengst húðfrumum og sent þeim skilaboð. Í sameiningu vinna þessi öflugu efni gegn fínum línum og slappri húð.

Níasínamíð er einnig þekkt sem B3 vítamín. Bætir áferð, jafnar húðlit og eykur ljóma auk þess að lágmarka ásýnd fínna lína.

Hýalúronsýra er efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.

Íslenskt vatn. Við notum hreint, íslenskt vatn, sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög, í allar okkar vörur. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.

Squalane er endurnærandi og rakagefandi andoxunarefni. Það vinnur hér með fitusýrunum í kvöldvorrósarolíu og sheasmjöri. Saman stuðla efnin að næringu og raka og mýkja húðina án þess að skilja eftir klístrað lag á yfirborði hennar, sem er sérstaklega hentugt fyrir þroskaða húð eða þurra húð.

Hvernig og hvenær á að nota EGF Power Cream?

Kremið er mjúkt og verulega rakagefandi og hentar því vel til notkunar á kvöldin. Þannig fær það góðan tíma til að verka yfir nóttina, þegar húðin er í viðgerðarfasa. Aftur á móti smýgur það hratt og vel inn í húðina sem gerir það ekki síður hentugt yfir daginn. Við mælum með að bera kremið á andlit, háls og bringu með mjúkum hringhreyfingum upp á við. Það er hægt að nota kremið eitt og sér en við mælum með að nota það samhliða öðrum vörum – sérstaklega EGF Serum eða EGF Essence – til að auka enn frekar á áhrif og virkni.

Miracle worker in the fight against visible signs of aging.

EGF Power Cream

Prófaðu okkar allra virkasta andlitskrem.

Hleð inn síðu...