Beint í efni

Karfa

 • Tóm karfa.

Volcanic Exfoliator

Djúphreinsandi andlitsskrúbbur með örfínum ögnum úr íslensku hrauni ásamt fínmöluðum apríkósukjarna. Fjarlægir óhreinindi og dauðar húðfrumur og skilur við húðina mjúka, slétta og geislandi.
4.990 kr.

Eiginleikar og áhrif

Andlitsskrúbbur með örfínum hraunögnum sem hreinsar, þéttir og nærir.

Þessi hreinsandi andlitsskrúbbur afhjúpar náttúrulega útgeislun húðarinnar. Skrúbburinn inniheldur agnir úr Hekluhrauni ásamt fínmöluðum apríkósukjarna sem saman fjarlægja óhreinindi og dauðar húðfrumur. Volcanic Exfoliator inniheldur andoxunarefnið E-vítamín auk sólblómaolíu og glýseríns sem næra húðina og gefa henni raka. Auktu árangur BIOEFFECT EGF húðvörulínunnar enn frekar með þessum andlitsskrúbbi sem skilur við húðina hreina, mjúka, slétta og ljómandi.

 • Mildur andlitsskrúbbur sem þurrkar ekki húðina
 • Notist 1-2 í viku
 • Fjarlægir óhreinindi og dauðar húðfrumur
 • Greiðir fyrir upptöku seruma og rakakrema
 • Endurvekur og eykur ljóma
 • Aðeins 12 hrein og náttúruleg innihaldsefni
 • Hentar öllum húðgerðum
 • Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens

Stærð: 60ml

Lykilinnihaldsefni

Hraunagnir — Agnir úr Hekluhrauni sem skrúbba og fjarlægja dauðar húðfrumur og óhreinindi af húðinni.

Fínmalaður apríkósukjarni — Skrúbbar og fjarlægir dauðar húðfrumur og óhreinindi af húðinni. Er einnig rakagefandi þar sem apríkósukjarni er ríkur af fitusýrum, vítamínum og steinefnum.

Sólblómaolía — Rík af línólsýru; fitusýru sem viðheldur heilbrigðu rakastigi og kemur í veg fyrir vatns- og rakalosun frá húðinni.

Innihaldsefnalisti

CAPRYLIC/CAPRIC TRIGLYCERIDE, GLYCERIN, SUNFLOWER (HELIANTHUS ANNUUS) SEED OIL, PROPYLENE GLYCOL DIPELARGONATE, WATER (AQUA), ARMENIAN PLUM (PRUNUS ARMENIACA) SEED POWDER, SUCROSE LAURATE, LAVA POWDER, SUCROSE PALMIATE, SUCROSE STEARATE, TOCOPHERYL ACETATE, SODIUM SALICYLATE

Fullkomnaðu húðumhirðuna

Til að tryggja hámarksárangur mælum við með að varan sé notuð reglulega ásamt öðrum BIOEFFECT vörum.

Passar vel með:

 • Micellar Cleansing Water: Mildur og olíulaus andlitshreinsir sem fjarlægir farða, olíur og óhreinindi af húðinni.
 • OSA Water Mist: Endurnærandi andlitssprey sem viðheldur rakastigi húðarinnar.

Hreinar húðvörur

Notkun

Berið lítið magn af skrúbbinum á hreina og raka húð. Nuddið mjúklega og forðist snertingu við augu. Skolið vel. Notist 1-2 í viku eða eftir þörfum.

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.

Passar vel með