Við erum virkilega stolt af því að nokkrar af vörum okkur hafa hlotið heiðursverðlaunum virtra tímarita:
Marie Claire Skin Awards heiðursverðlaun: OSA Water Mist.
Marie Claire Skin Awards veittu OSA Water Mist viðurkenningu sem önnur besta varan í flokki andlitsúða. OSA Water Mist er létt, endurnærandi og rakagefandi andlitssprey sem skilur við húðina vel nærða, þétta og slétta. Inniheldur hreint íslenskt vatn, einstaka hýalúronsýru og OSA (e. Orthosilicic Acid), náttúrulegan kísil sem styrkir og nærir húðina. OSA Water Mist er hinn fullkomni rakagjafi í amstri dagsins.
EGF Eye Serum valið besta vaxtaþátta augnserumið af Cosmopolitan.
Ein af okkar allra vinsælustu vörum, EGF augnserumið, hefur verið nefnt sem eitt besta vaxtaþátta serumið á markaðnum í dag af Cosmopolitan og sem besta vaxtaþátta augnserumið. EGF augnserumið er fullt af öflugum innihaldsefnum sem draga úr ásýnd fínna lína á augnsvæðinu og skilja við húðina vel nærða, þétta og slétta.
Bestu serumin að mati Forbes: EGF Power Serum.
EGF Power Serumið hefur verið nefnt á lista Forbes, „44 Top Serums Of 2023 For Every Skin Concern“. Og satt að segja kemur það ekki á óvart þar sem þetta kraftmikla serum er stútfullt af okkar einstaka EGF-i. EGF Power Serum hjálpar til við að styrkja ysta varnarlag húðarinnar, jafna húðlit og vinna á sjáanlegum öldrunarmerkjum á borð við hrukkur, litamisfellur og þurrk. Við erum svo sannarlega stolt af því EGF Power Serum prýðir þennan lista.