Það er þó fátt sem styrkir okkur meira í framþróun BIOEFFECT húðvörulínunnar en lof ánægðra viðskiptavina en það er líka gaman og hvetjandi að hljóta viðurkenningu fagfólks í geiranum. Allt frá okkar nærandi EGF húðdropum til róandi andlitsmaskans, þá eru þetta nýjustu verðlaunin sem vörur okkar hafa hlotið.
Margverðlaunaðar húðvörur.
Við hjá BIOEFFECT leggjum metnað okkar í að þróa og framleiða virkar, hágæða húðvörur með aðferðum plöntu-líftækni. Og erum gríðarlega stolt af þeim viðurkenningum og verðlaunum sem vörur okkar hafa hlotið hjá sérfræðingum og fagfólki um allan heim.
NewBeauty Readers’ Choice Awards - EGF Serum: Besta serumið að mati lesenda.
Við erum ótrúlega stolt af því að EGF Serum var kosið „Favourite Growth Factor Serum“ á Readers' Choice verðlaunum NewBeauty. Lesendur NewBeauty gefa hundruðum vörum einkunn ár hvert, og þær sem fá hæstu einkunn hljóta verðlaunin. NewBeauty er leiðandi tímarit og vefmiðill sem fjallar ítarlega um nýjungar í snyrtivörum með sérstaka áherslu á húðumhirðu og vellíðan.
„Eftir að hafa notað EGF Serum er húðin mín bæði stinnari og meira ljómandi. Serumið hafði frábær áhrif á húðina undir hökunni og dró úr hrukkum og fínum línum. Auk þess hentaði viðkvæmri húð minni mjög vel.“
Naomi K., 52
EGF Serum á meðal bestu húðvara allra tíma að mati WWD.
EGF Serum var á dögunum valið í hóp 100 bestu húðvara allra tíma af hinu þekkta tímariti Women‘s Wear Daily (WWD – Beauty Inc) sem er útgefið í Bandaríkjunum. Tímaritið er eitt þekktasta tískurit heimsins og oft kallað „Biblía tískunnar“.
Dómnefndin telur um 600 sjálfstæða sérfræðinga og er það því mikill heiður fyrir BIOEFFECT að EGF Serum sé valið af dómnefndinni á lista WWD yfir bestu húðvörur allra tíma.
EGF Serum húðdroparnir hafa átt mikilli velgengni að fagna um allan heim, frá því þeir komu fyrst á markað fyrir 14 árum og hafa húðdroparnir hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga í gegnum árin. Nýjustu verðlaunin í flokki bestu húðvara allra tíma er mikilvæg viðurkenning og til marks um að EGF Serum, vinsælasta vara BIOEFFECT, er enn í fremsta flokki.
Beauty Awards Awards - EGF Hand Serum: Besta handserumið.
EGF Hand Serum hlaut viðurkenninguna Besta handserumið hjá New Beauty Awards 2024. Danielle Dooley, Stafrænn markaðsstjóri New Beauty, segir „að handserumið sé létt, smýgur hratt inn í húðina og skilur ekki eftir sig klístraða áferð, auk þess að vinna á sýnilegum öldrunarmerkjum húðar.“
EGF Hand Serum inniheldur kraftmikil og áhrifarík innihaldsefni, þar á meðal okkar einstaka EGF úr byggi, en einnig níasínamíð, seramíð og hýalúronsýru sem hjálpa til við að næra þurrar og sprungnar hendur. Handserumið gengur vel inn í húðina og skilur við hana mjúka og nærða.
Takk, New Beauty!
Who What Wear Next in Beauty Awards - EGF Eye Serum: Besta augnmeðferðin.
Við erum stolt að tilkynna að BIOEFFECT EGF augnserumið hlaut Next in Beauty verðlaunin sem besta augnmeðferðin að mati Who What Wear. Sigurvegararnir voru valdir af vel skipaðri dómnefnd ritstjóra, áhrifavalda og sérfræðinga. Who What Wear er einn mest lesni tísku-, snyrti- og húðvörumiðillinn í Bretlandi og Bandaríkjunum og er með tugi milljóna lesenda og fylgjenda á miðlum sínum. Það er því mikill heiður að hljóta þessa viðurkenningu.
„Það þarf mjög áhrifamikla vöru til að sannfæra dómnefnd okkar en EGF augnserumið frá BIOEFFECT sló okkur öll út af laginu með sýnilegum árangri”, segir Eleanor Voudsen, ritstjóri Who What Wear.
Marie Claire Skin Awards - EGF Serum: Bestu rakagefandi húðdroparnir.
EGF húðdroparnir unnu húðvöruverðlaun Marie Claire sem besta rakagefandi serumið.
Sigurvegararnir voru valdir af öflugri dómnefnd ritstjóra, lækna, blaðamanna, húð- og lýtalækna, sérfræðinga í sjálfbærni og áhrifavalda. Marie Claire er eitt mest lesna tímaritið í Bretlandi með um 8,6 milljónir lesenda. Það er því mikill heiður fyrir BIOEFFECT að hljóta þessa viðurkenningu.
Byrdie Beauty Awards - EGF Body Serum: Besta serumið fyrir líkama.
EGF Body Serum var valið besta serumið fyrir líkama, hjá Byrdie. Að sögn Hallie Gould, ritstjóra Byrdie, ber EGF Body Serum af vegna einstakrar formúlu þess. EGF Body Serum inniheldur ríkulegt magn EGF prótína úr byggi. Þetta árangursríka líkamsserum inniheldur aðeins átta hrein efni sem veita langvarandi raka, auka þéttleika og gera húð líkamans bæði slétta og mjúka. EGF Body Serum gengur hratt og vel inn í húðina, vinnur gegn þurrki og jafnar áferð. En Hallie segir einmitt að húðin hennar „gjörsamlega drekkur það í sig!”
Women's Health Skincare Awards – EGF Eye Serum: Besta augnvaran gegn þrota og þreytumerkjum.
Okkar einstaka og áhrifaríka EGF augnserum hlaut nýverið húðvöruverðlaun Women's Health sem besta augnvaran gegn þrota og þreytumerkjum.
„Kælandi stálkúlan á þessu byltingarkennda augnserumi frá líftækni snillingunum frá BIOEFFECT er það sem gerir herslumuninn að mínu mati. Augnserumið inniheldur EGF (Epidermal Growth Factor) unnið með plöntu-líftækni til að efla náttúrulega kollagenframleiðslu húðarinnar. EGF Eye Serum inniheldur aðeins 11 innihaldsefni. Þau hjálpa til við að draga úr þrota og þreytumerkjum, auk þess að vinna á ásýnd fínna lína og hrukka.“ - Segir, sérfræðingur og dómari Women's Health, Elizabeth Grace Hand.
Get the Gloss Awards – EGF Power Serum: Besta varan til að eldast vel.
EGF Power Serum er ein af okkar allra virkustu vörum og nýlega vann þessi frábæra vara verðlaun tímaritsins Get the Gloss sem "Besta varan til að eldast vel" (e. Best Serum for Ageing-Well).
Get The Gloss verðlaunin einsetja sér það að fagna vörum sem þykja skara fram úr á snyrti- og húðvörumarkaðnum. Sigurvegarar voru valdir af vel skipaðri dómnefnd 24 sérfræðinga og alls voru veitt verðlaun í 53 flokkum.
Hip and Healthy Awards - EGF Power Serum: Besta næturkremið.
Þetta hafði dómnefnd Hip & Healthy að segja um EGF Power Cream. „Lúxus“ er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann þegar þetta ótrúlega krem er annars vegar. Það liggur við að tíminn standi í stað þegar það er borið á húðina. Virku efnin, einkum EGF og betaglúkan úr byggi, vinna yfir nóttina og draga úr sýnileika hrukka og dökkra bletta auk þess að efla kollagenframleiðslu og veita djúpan raka. Betaglúkan er þekkt fyrir að vinna á húðholum svo húðin verður þéttari og áferðin bæði jafnari og sléttari”.
Hip and Healthy Awards - Imprinting Hydrogel Mask: Besti andlitsmaskinn.
„Andlitsmaskar hafa notið mikilla vinsælda upp á síðkastið”, segja dómnefnd Hip & Healthy, „en það er eflaust enginn þeirra jafn fjölvirkur og Imprinting Hydrogel Mask frá BIOEFFECT. Hann er róandi og rakagefandi og hefur kælandi geláferð sem frískar upp á og endurnærir húðina. Hann inniheldur aðeins 16 hrein, rakagefandi og ofnæmisprófuð efni sem gera húðina þéttari, sléttari og meira ljómandi á augabragði. Þessi náttúrulega áhrifaríki andlitsmaski er að fullu vatnsleysanlegur og niðurbrjótanlegur”.
Woman&home Clever Skincare – EGF Power Cream: Besta andlitskremið fyrir þroskaða húð.
EGF Power Cream hlaut verðlaun Women&home sem besta rakakremið fyrir þroskaða húð. Dómnefndin var skipuð sérfræðingum á sviði húðumhirðu. Eftir margra mánaða prófanir var tilkynnt að EGF Power Cream þótti fremst í flokki rakakrema fyrir þroskaða húð.
„Alveg dásamlegt krem sem er unun að bera á sig. Og ekki var árangurinn síðri, enda hefur kremið kraftmikil áhrif á fínar línur, þurrk, dökka bletti og litabreytingar. Þú þarft ótrúlega lítið magn til að gera húðina silkimjúka og þétta.“
Marie Claire Skin Awards - EGF Eye Serum: Besta augnvaran.
EGF Eye Serum hlaut húðvöruverðlaun Marie Claire sem besta augnvaran. Húðvöruverðlaun Marie Claire heiðra þær vörur sem þykja bestar í sínum flokki. Við erum því sérstaklega hreykin af því að EGF Eye Serum, ein af okkar allra vinsælustu vörum, hafi hlotið þessa verðskulduðu viðurkenningu.
Í dómnefnd Marie Claire sitja yfir 50 sérfræðingar, þ.m.t. húðlæknar, læknar, blaðamenn, áhrifavaldar og sérfræðingar á sviði sjálfbærni. Hlutverk dómnefndar er að verðlauna þær vörur sem skara fram úr á húðvörumarkaði og heiðra vörumerki sem leggja sitt af mörkum á vegferð í átt að grænni og sjálfbærari framtíð.
Fyrstu sjálfsbærniverðlaun Marie Claire.
BIOEFFECT var krýndur sigurvegari í flokki fyrirtækja sem nota tæknina til góðs í fyrstu sjálfbærniverðlaunum Marie Claire 2021!
Marie Claire stofnaði þessi frábæru verðlaun til koma vörumerkjum á framfæri sem þeim finnst gera góða hluti í þágu umhverfsins og þykja vistvæn. Marie Claire sjálfbærniverðlaununum er ætlað að „fagna vörumerkjum með tilgang“.
Men's Health Grooming Awards - Hydrating Cream: Besta rakakremið.
Hydrating Cream var valið besta rakakremið af hinu vinsæla tímariti Men's Health, verðlaununum Men’s Health Grooming Awards.
Ritstjórn tímaritsins Men's Health, sem er gefið út af Hearst-útgáfunni, prófaði yfir eitt þúsund húðvörur í meira en sex mánuði áður en sigurvegarar voru kynntir. Það þykir mikil heiður fyrir húðvöruframleiðendur að hljóta þessi verðlaun. Vinningshafar voru ekki aðeins valdir út frá gæðum heldur einnig út frá umhverfisáhrifum. Í umsögn Men's Health um BIOEFFECT Hydrating Cream er nefnt að kremið sé ólíkt öllum öðrum keppendum í flokknum. Það henti mjög vel fyrir þá sem eru með viðkvæma húð, veiti mikinn raka og sé ilmlaust.
Við erum virkilega stolt af því að nokkrar af vörum okkur hafa hlotið heiðursverðlaunum virtra tímarita:
Marie Claire Skin Awards heiðursverðlaun: OSA Water Mist.
Marie Claire Skin Awards veittu OSA Water Mist viðurkenningu sem önnur besta varan í flokki andlitsúða. OSA Water Mist er létt, endurnærandi og rakagefandi andlitssprey sem skilur við húðina vel nærða, þétta og slétta. Inniheldur hreint íslenskt vatn, einstaka hýalúronsýru og OSA (e. Orthosilicic Acid), náttúrulegan kísil sem styrkir og nærir húðina. OSA Water Mist er hinn fullkomni rakagjafi í amstri dagsins.
EGF Eye Serum valið besta vaxtaþátta augnserumið af Cosmopolitan.
Ein af okkar allra vinsælustu vörum, EGF augnserumið, hefur verið nefnt sem eitt besta vaxtaþátta serumið á markaðnum í dag af Cosmopolitan og sem besta vaxtaþátta augnserumið. EGF augnserumið er fullt af öflugum innihaldsefnum sem draga úr ásýnd fínna lína á augnsvæðinu og skilja við húðina vel nærða, þétta og slétta.
Bestu serumin að mati Forbes: EGF Power Serum.
EGF Power Serumið hefur verið nefnt á lista Forbes, „44 Top Serums Of 2023 For Every Skin Concern“. Og satt að segja kemur það ekki á óvart þar sem þetta kraftmikla serum er stútfullt af okkar einstaka EGF-i. EGF Power Serum hjálpar til við að styrkja ysta varnarlag húðarinnar, jafna húðlit og vinna á sjáanlegum öldrunarmerkjum á borð við hrukkur, litamisfellur og þurrk. Við erum svo sannarlega stolt af því EGF Power Serum prýðir þennan lista.