

Repair Collection
Vörur
30 Day Treatment: Okkar allra virkasta vara inniheldur þrenns konar prótín úr byggi sem þétta og slétta húðina og vinna gegn sjáanlegum öldrunarmerkjum; hrukkum, fínum línum, húðholum, þurrki, litabreytingum og slappleika húðar. Húðmeðferðin er sérþróuð sem tímabundin og kraftmikil viðbót við reglubundna húðumhirðu.
Imprinting Hydrogel Mask 6 stk.: Andlitsmaski sem róar húðina og veitir mikinn og djúpvirkan raka. Hámarkar virkni byggprótínanna í 30 Day Treatment og eykur þannig enn frekar við áhrifin af húðmeðferðinni.
Lykilinnihaldsefni
EGF — Rakabindandi og endurnærandi boðskiptaprótín sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Með aldrinum dregur úr magni EGF og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. Vísindateymið okkar fann upp aðferð til að vinna EGF úr byggplöntum og nýta í húðvöruframleiðslu. BIOEFFECT EGF er það fyrsta í heiminum sem er framleitt úr plöntum. EGF úr byggi örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.
KGF — Boðskiptaprótín úr byggi sem styður við náttúrulegt endurnýjunarferli húðarinnar, styrkir varnarlag hennar og viðheldur heilbrigðri ásýnd.
IL-1a — Boðskiptaprótín úr byggi sem styrkir húðina og viðheldur þéttleika hennar.
Hýalúronsýra — Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.
Glýserín — Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.
Innihaldsefnalisti
30 Day Treatment: GLYCERIN, WATER (AQUA), SODIUM HYALURONATE, TROMETHAMINE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1), IL-1A (BARLEY SH-POLYPEPTIDE-17), KGF (BARLEY SH-POLYPEPTIDE-3)
Imprinting Hydrogel Mask: WATER (AQUA), GLYCERIN, DIPROPYLENE GLYCOL, 1,2-HEXANEDIOL, CERATONIA SILIQUA (CAROB) GUM, CHONDRUS CRISPUS POWDER, CHONDRUS CRISPUS EXTRACT, SODIUM HYALURONATE, CELLULOSE GUM, SODIUM POLYACRYLATE, PHENOXYETHANOL, SUCROSE, HYDROGENATED POLYDECENE, POTASSIUM CHLORIDE, TRIDECETH-6, DISODIUM EDTA
Kjörið fyrir:
Fínar línur og hrukkur
Fyrstu ummerki um öldrun húðarinnar birtast gjarnan sem fínar línur á yfirborði hennar. Í fyrstu eru þær stuttar og grunnar og oft er erfitt að koma auga á þær. Fínar línur liggja í yfirborði húðarinnar og því er einfaldara að meðhöndla þær en dýpri hrukkur. Hrukkur geta myndast þegar fínar línur eru ekki meðhöndlaðar og fara að dýpka. Með því að nota serum eða krem með BIOEFFECT EGF er hægt að auka raka og örva náttúrulega kollagenframleiðslu húðarinnar, sem getur reynst afar vel til að halda fínum línum og hrukkum í skefjum.
Húð sem hefur tapað þéttleika
Þegar húðin er ung framleiðir hún kollagen og elastín. Þetta náttúrulega ferli viðheldur teygjanleika húðarinnar og sér til þess að hún haldi lögun sinni í stað þess verða slöpp og fara að síga. Með hækkandi aldri og áreiti umhverfisþátta á borð við UV-geislun, mengun eða streitu fer að draga úr framleiðslu kollagens og elastíns. Fyrir vikið tapar húðin þéttleika. Húðvörur sem innihalda EGF sem við framleiðum úr byggi örva náttúrulega framleiðslu kollagens og elastíns og geta þannig stuðlað að auknum þéttleika húðarinnar.
Húð sem er þreytuleg ásýndar
Húðin getur orðið þreytuleg ásýndar (oft kallað skin dullness) og er þá átt við húð sem virðist litlaus, skorta ljóma og jafnvel gróf. Með hækkandi aldri dregur úr náttúrulegri viðgerðar- og endurnýjunarhæfni húðarinnar og verulega hægit á frumuendurnýjun. Í kjölfarið geta dauðar húðfrumur farið að safnast á yfirborði húðarinnar og hulið náttúrulegan ljóma og lit. Með því að nota endurnærandi húðvörur, á borð við EGF serumin okkar, má örva þessa viðgerðarhæfni húðarinnar og endurheimta bæði lífleika og ljóma.
Þurra húð
Flest þekkjum við þau neikvæðu áhrif sem þurrkur getur haft á líkamann. Staðreyndin er sú að þurrkur hefur ekki síður áhrif á húðina og húðheilsu. Þurr húð stafar yfirleitt af því að húðin tapar vökva hraðar en hún getur dregið hann til sín og viðhaldið honum. Með hækkandi aldri verðum við sífellt líklegri til að upplifa þurrk í húð. Ein besta meðferðin er notkun húðvara á borð við nærandi serum eða krem sem innihalda mild en áhrifarík efni sem veita húðinni raka og efla getu hennar til að viðhalda honum.