Umsagnir
No reviews yet.
Létt og mjúkt hárhandklæði sem þurrkar hratt og fer betur með hárið en hefðbundin bómullarhandklæði. Mjúkar örtrefjar draga raka hratt til sín og gera hárið síður úfið. Hárhandklæðið er sérstaklega hentugt fyrir krullað eða liðað hár þar sem það kemur í veg fyrir flækjur og slitna enda á sama tíma og það viðheldur náttúrulegri lögun liðanna.
Örtrefjar eru sérstaklega rakadrægar. Fyrir vikið þurrkar BIOEFFECT hárhandklæðið mun hraðar en bómullarhandklæði. Kjörið fyrir fólk með sítt eða þykkt hár eða þá sem vilja forðast hitaskemmdir af völdum sléttujárna eða hárblásara.
RPET microfiber örtrefjaefni úr endurunnum plastflöskum. Kemur í snyrtiveski úr TPU endurunnu plasti.
Vefðu handklæðinu eins og hettu utan um blautt hárið. Snúðu varlega upp á handklæðið, dragðu það aftur fyrir hnakka og festu teygjuna.
No reviews yet.