Beint í efni

EGF Day Serum

Létt og olíulaust EGF serum með gelkennda áferð sem er sérstaklega hannað til notkunar yfir daginn. Það inniheldur hrein og náttúruleg efni sem vinna á fínum línum, auka raka og viðhalda unglegri ásýnd húðarinnar. Lykilhráefnið er BIOEFFECT EGF úr byggi — endurnærandi og rakabindandi prótín sem örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og heldur húðinni sléttri og heilbrigðri.
14.490 kr.

Eiginleikar og áhrif

Létt og áhrifaríkt EGF serum sem heldur húðinni vel nærðri í amstri dagsins

BIOEFFECT EGF Day Serum er rakagefandi gelformúla sem er sérstaklega hönnuð til notkunar yfir daginn. Þetta silkimjúka serum er olíulaust og skilur ekki eftir klístrað lag eða filmu á yfirborði húðarinnar. EGF Day Serum dregur úr ásýnd fínna lína, eykur þéttleika og raka og vinnur þannig gegn sjáanlegum öldrunaráhrifum. Lykilhráefnið er EGF prótín úr byggi — endurnærandi og rakabindandi boðskiptaprótín og jafnframt það fyrsta í heiminum sem unnið er úr plöntum. Upplifðu hámarksárangur með hreinni húðvöru sem inniheldur aðeins 10 náttúrulega virk efni.

 • Eykur og viðheldur raka í húðinni
 • Rannsóknir sýna að varan dregur úr ásýnd fínna lína og hrukka
 • Jafnar áferð og húðlit
 • Silkimjúk áferð sem er fullkominn grunnur undir farða
 • Hentar öllum húðgerðum
 • Aðeins 10 innihaldsefni
 • Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
 • Ofnæmisprófað

Stærð: 30 ml

Lykilinnihaldsefni

EGF — Rakabindandi og endurnærandi boðskiptaprótín sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Með aldrinum dregur úr magni EGF og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. Vísindateymið okkar fann upp aðferð til að vinna EGF úr byggplöntum og nýta í húðvöruframleiðslu. BIOEFFECT EGF er það fyrsta í heiminum sem er framleitt úr plöntum. EGF úr byggi örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.

Hýalúronsýra — Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.

Glýserín — Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.

Íslenskt vatn — Við notum hreint, íslenskt vatn, sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög, í allar okkar vörur. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.

Innihaldsefnalisti

WATER (AQUA), PROPYLENE GLYCOL, GLYCERIN, SORBITOL, CARBOMER, SODIUM HYALURONATE, PHENOXYETHANOL, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

Staðfestur árangur

Samkvæmt sjálfstæðri innanhússrannsókn þar sem árangur var mældur með VISIA Skin Analysis kerfinu og þátttakendur notuðu EGF Day Serum tvisvar á dag í þrjá mánuði.

 • Allt að 144%aukning á raka húðar
 • Allt að 49%minnkun á ásýnd hrukka og fínna lína
FyrirEftir 90 daga

Fullkomnaðu húðumhirðuna

EGF úr byggi hefur mesta virkni í röku umhverfi. Til að tryggja hámarksárangur mælum við með að varan sé notuð reglulega ásamt öðrum BIOEFFECT vörum.

Passar vel með:

 • EGF Essence: Einstakt andlitsvatn sem eykur raka, undirbýr húðina fyrir BIOEFFECT EGF vörur og eykur virkni þeirra.
 • Imprinting Hydrogel Mask: Andlitsmaski sem veitir djúpan raka og myndar verndarlag á húðinni.

Hreinar húðvörur

Notkun

Pumpið 1-2 í lófa og berið á hreina og þurra húð á andliti, hálsi og bringu. Bíðið í 3-5 mínútur áður en aðrar vörur á borð við rakakrem, sólarvörn eða farða eru settar á húðina.

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.

Passar vel með

Umsagnir

No reviews yet.