Beint í efni

EGF Eye Mask Treatment

Öflug meðferð sem inniheldur EGF Eye Concentrate ásamt Imprinting augnmaska og nærir og þéttir viðkvæmu húðina umhverfis augun. EGF Eye Concentrate inniheldur aukið magn EGF prótína úr byggi til að tryggja hámarksárangur. Í sameiningu framkalla vörurnar náttúrulega þéttingu og lyftingu á augnsvæðinu og draga úr sjáanlegum öldrunarmerkjum.
8.990 kr.

Eiginleikar og áhrif 

Virk og áhrifarík augnmeðferð sem inniheldur ríkulegt magn EGF prótína úr byggi

Settu kraft í húðumhirðuna — og ekki gleyma augnsvæðinu! EGF Eye Mask Treatment er áhrifarík augnmeðferð. Á aðeins 15 mínútum dregur þessi öfluga meðferð úr þrota og þreytumerkjum ásamt því að auka ljóma og þétta húðina umhverfis augun. Augnmeðferðin er sérstaklega ætluð þeim sem vilja draga úr sjáanlegum öldrunarmerkjum, þeim sem vilja endurnýjun og endurnæringu ásamt þeim sem vilja vernda augnsvæðið með fyrirbyggjandi meðferð.

Þessi tvenna inniheldur hið áhrifaríka EGF Eye Concentrate sem hefur aukið magn EGF. Þegar Imprinting Hydrogel augnmaskarnir er notaðir til viðbótar gefur meðferðin djúpan og langvarandi raka og magnar virkni og áhrif EGF prótínsins. Með reglulegri notkun getur þessi öfluga meðferð dregið úr verulega ásýnd fínna lína og hrukka.

 • Dregur úr ásýnd fínna lína og hrukka
 • Dregur úr þrota og þreytumerkjum
 • Nærir og eykur rakastig húðarinnar
 • Þéttir og sléttir húðina
 • Eykur ljóma
 • Einföld og áhrifarík tveggja skrefa augnmeðferð sem inniheldur EGF Eye Concentrate og Imprinting augnmaska
 • Hentar öllum húðgerðum
 • Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
 • Prófað af augnlæknum
 • Ofnæmisprófað

Stærð: 3 ml og 8 pör af augnmöskum

Lykilinnihaldsefni

EGF — Rakabindandi og endurnærandi boðskiptaprótín sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Með aldrinum dregur úr magni EGF og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. Vísindateymið okkar fann upp aðferð til að vinna EGF úr byggplöntum og nýta í húðvöruframleiðslu. BIOEFFECT EGF er það fyrsta í heiminum sem er framleitt úr plöntum. EGF úr byggi örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.

Hýalúronsýra — Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.

Glýserín — Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.

Full Ingredient List

EGF EYE CONCENTRATE: WATER (AQUA), GLYCERIN, BUTYLENE GLYCOL, CARBOMER, SODIUM CHLORIDE, PHENOXYETHANOL, SODIUM CITRATE, SODIUM DEHYDROACETATE, SODIUM HYALURONATE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1) IMPRINTING EYE MASK: WATER (AQUA), GLYCERIN, DIPROPYLENE GLYCOL, 1,2-HEXANEDIOL, CERATONIA SILIQUA (CAROB) GUM, CHONDRUS CRISPUS POWDER, CELLULOSE GUM, SODIUM POLYACRYLATE, PHENOXYETHANOL, HYDROGENATED POLYDECENE, TRIDECETH-6, DISODIUM EDTA, SODIUM HYALURONATE

Fullkomnaðu húðumhirðuna

EGF úr byggi hefur mesta virkni í röku umhverfi. Til að tryggja hámarksárangur mælum við með að varan sé notuð með öðrum BIOEFFECT vörum.

Passar vel með:

 • EGF Serum: Hinir margverðlaunuðu EGF Serum húðdropar innihalda aðeins 7 hrein efni.
 • Imprinting Hydrogel Mask: Andlitsmaski sem veitir djúpan raka og myndar verndarlag á húðinni.

Hreinar húðvörur

Notkun

Berið eina pumpu af EGF Eye Concentrate undir hvort auga. Leggið því næst Imprinting Hydrogel augnmaska undir augun. Látið sitja á húðinni í 15 mínútur áður en maskarnir eru fjarlægðir. Nuddið því augnserumi sem eftir situr umhverfis augun. Notið 2-3 skipti í viku. Til að tryggja hámarksárksárangur mælum við með að varan sé notuð reglulega ásamt öðrum BIOEFFECT vörum.

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.

Passar vel með

Umsagnir

No reviews yet.