Beint í efni

Try-Me Kit

Try-Me settið er fullkomið fyrir þá sem langar að kynnast BIOEFFECT húðvörulínunni og prufa okkar vinsælustu vörur: EGF Serum, Hydrating Cream og Imprinting Hydrogel andlitsmaska.  Þessi húðrútína er sett saman til að næra, slétta og mýkja húðina.
6.990 kr.

Eiginleikar og áhrif

Rakagefandi húðrútína.

Try-Me Kit inniheldur þrjár af okkar allra vinsælustu vörum. Kjörin kynning á húðvörum BIOEFFECT.

EGF Serum eru margverðlaunaðir húðdropar sem draga úr ásýnd fínna líka og hrukka, auka raka og viðhalda unglegri ásýnd húðarinnar. EGF Serum inniheldur aðeins 7 hrein og virk efni, þar á meðal okkar einstaka EGF prótín sem við framleiðum úr byggplöntum.

Hydrating Cream er létt og endurnærandi rakakrem úr hreinu, íslensku vatni, E-vítamíni og hýalúronsýru. Skilur við húðina slétta, mjúka, ljómandi og vel nærða.

Imprinting Hydrogel Mask er andlitsmaski sem veitir húðinni djúpvirkan raka. Maskinn er sérþróaður til að hámarka virkni og áhrif BIOEFFECT EGF.

Vörurnar koma í fallegu snyrtiveski úr endurunnu og endurvinnanlegu TPU plasti.

Lykilinnihaldsefni

EGF — Rakabindandi og endurnærandi boðskiptaprótín sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Með aldrinum dregur úr magni EGF og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. Vísindateymið okkar fann upp aðferð til að vinna EGF úr byggplöntum og nýta í húðvöruframleiðslu. BIOEFFECT EGF er það fyrsta í heiminum sem er framleitt úr plöntum. EGF úr byggi örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.

Hýalúronsýra — Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.

E-vítamín — Eitt þekktasta og áhrifamesta andoxunarefnið fyrir bæði líkama og húð. Það fyrirfinnst náttúrulega í húðinni en dregið getur úr magni þess vegna þeirra umhverfisáhrifa sem húðin verður fyrir (t.d. þegar sólarvörn er ekki notuð). E-vítamín verndar húðina fyrir umhverfisáhrifum og skaðlegum áhrifum sindurefna auk þess að jafna áferð og húðlit.

Íslenskt vatn — Við notum hreint, íslenskt vatn, sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög, í allar okkar vörur. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.

Innihaldsefnalisti

EGF Serum: Glycerin, Water (Aqua), Sodium Hyaluronate, Tromethamine, Sodium Chloride, Barley (Hordeum Vulgare) Seed Extract, Egf (Barley Sh-oligopeptide-1)

Hydrating Cream: Water (Aqua), Caprylic/capric Triglyceride, Butylene Glycol, C12-20 Acid Peg-8 Ester, Cetyl Alcohol, Dl-alpha Tocopherol, Phenoxyethanol, Sodium Hyaluronate, Ethylhexylglycerin, Carbomer, Sorbitan Oleate, Potassium Sorbate, Potassium Hydroxide, Citric Acid, Barley (Horderum Vulgare) Seed Extract, Egf (Barley Sh-oligopeptide-1)

Imprinting Hydrogel Mask: Water (Aqua), Glycerin, Dipropylene Glycol, 1,2-hexanediol, Ceratonia Siliqua (Carob) Gum, Chondrus Crispus Powder, Cellulose Gum, Sodium Polyacrylate, Phenoxyethanol, Hydrogenated Polydecene, Trideceth-6, Disodium Edta, Sodium Hyaluronate

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.

Staðfestur árangur

Samkvæmt sjálfstæðri innanhússrannsókn þar sem árangur var mældur með VISIA Skin Analysis kerfinu og þátttakendur notuðu EGF Serum tvisvar á dag í þrjá mánuði.

  • Allt að 63%minnkun á ásýnd hrukka og fínna lína
  • Allt að 68% aukning á teygjanleika húðar
  • Allt að 132%aukning á raka húðar
FyrirEftir 90 daga

Fullkomnaðu húðumhirðuna

EGF úr byggi hefur mesta virkni í röku umhverfi. Til að tryggja hámarksárangur mælum við með að varan sé notuð með öðrum BIOEFFECT vörum.

Passar vel með:

  • EGF Essence: Einstakt andlitsvatn sem eykur raka, undirbýr húðina fyrir BIOEFFECT EGF vörur og eykur þannig virkni þeirra.

Hreinar húðvörur

Notkun

EGF Serum: Berið 2-4 dropa á andlit, háls og bringu, tvisvar á dag. Bíðið í 3-5 mínútur áður en aðrar vörur á borð við rakakrem, sólarvörn eða farða eru settar á húðina.

Imprinting Hydrogel Mask: Berið EGF Serum á húðina. Fjarlægið gagnsæju filmuna, setjið maskann á andlitið með gelhliðina að húðinni og fjarlægið loks hvítu filmuna. Hafið á húðinni í 15-20 mínútur.

Hydrating Cream: Nuddið mjúklega inn í húð á andliti, hálsi og bringu. Notið eitt og sér eða yfir EGF Serum til að ná hámarksárangri.

Passar vel með:

Umsagnir

No reviews yet.