Beint í efni

Viðtal við Helgu Hlín.

Heimsmeistari í ólympískum lyftingum brýtur staðalímyndir um konur og aldur.

Helga Hlín Hákonardóttir.

Helga Hlín Hákonardóttir er lögfræðingur og lögmaður og einn meðeigenda Strategíu, þar sem hún starfar með fjárfestum, stjórnum og yfirstjórnum fyrirtækja og stofnana. Hún leggur ríka áherslu á hreyfingu, heilbrigði og vellíðan, sem hefur einmitt verið ofarlega á baugi hjá okkur í BIOEFFECT síðustu misseri.

Helga Hlín hefur alltaf haft mikla hreyfiþörf og hefur í gegnum árin eytt miklum gæðatíma í moto-cross, fjallahjólreiðar og fjallaskíði, en ekki síst CrossFit og ólympískar lyftingar.

Við tókum Helgu tali á dögunum og spjölluðum um ferilinn, heilsuna, húðina og ekki síst þann ótrúlega árangur sem hún hefur náð á sviði ólympískra lyftinga.

Stóísk heimspeki gegn stressi.

Helga Hlín æfir af kappi og gætir vel að mataræðinu. Við spurðum hvort hún gæti gefið lesendum okkar fleiri góð ráð til að huga betur að heilsunni. Það stóð ekki á svörum:

„Ég reyni að umkringja mig skapandi og skemmtilegu fólki. Ég forðast stress en auðvitað er það óumflýjanlegt endrum og eins. Þá er gott að eiga tól og tæki úr stóískri heimspeki sem ég les og nýti til hugleiðslu. Svo get ég ekki sleppt því að nefna mikilvægi svefns, alveg magnað hvað maður var seinn að átta sig á því. Ég reyni að sofa allavega átta tíma á nóttu.“

Íslands-, Evrópu- og heimsmeistari.

Helga Hlín kynntist CrossFit árið 2009 og hefur ásamt eiginmanni sínum, Unnari, stofnað þrjár CrossFit stöðvar, auk þess sem þau hafa bæði keppt á alþjóðlegum mótum. Undanfarið hefur hún lagt mest kapp á ólympískar lyftingar og gert það gott á þeim vettvangi, líkt og fjölmörg Íslandsmet – og meira að segja nokkur sænsk – auk bæði heims- og Evrópumeistaratitla bera vitni um. En hvernig kom það til að hún hóf keppnisferil í ólympískum lyftingum, og það á meðal þeirra allra bestu í heiminum?

„Ég byrjaði að keppa í ólympískum lyftingum hér heima árið 2019, sem var ótrúlega gaman og gekk vel. Kvöldið eftir mótið skoðaði ég hvar lyfturnar mínar stæðu á mælikvarða Evrópu- og heimsmeistaramóta og sá að með sama árangri hefði ég náð á pall á Evrópumóti og verið í topp 5 á heimsmeistaramóti. Við maðurinn minn ákváðum það kvöld að ég skyldi verða Evrópumeistari og ná á pall á heimsmeistaramóti – sem ég og gerði árið 2020 þegar ég varð Evrópumeistari. Í ár sigraði ég svo heimsmeistaramót."

Vill brjóta staðalímyndir um konur og aldur.

Sjálf segir Helga Hlín vera mest hissa á velgengninni, sérstaklega í ljósi þess að árið 2013 fékk hún mjög slæmt brjósklos. Bæði æfingar og mót hafa gengið vonum framar en ótrúlegast af öllu sé að enn sjái hún bætingar og nái sífellt þyngri og tæknilega betri lyftum. Þegar við spurðum hvað stæði upp úr á þessari vegferð var svarið einfalt: það allra mikilvægasta er að vera góð fyrirmynd og brjóta staðalímyndir um konur og aldur.

Mér finnst ég hafa náð þeim árangri þegar ég sé unglingsstráka kjaftstopp yfir því að 59 kílóa fimmtug amma geti lyft 75 kílóum upp fyrir haus.

Hreinar húðvörur skipta mestu máli.

Aðspurð segir Helga Hlín að stífar æfingar með tilheyrandi svita, áreynslu og sturtuferðum reyni mikið á húðina. Auk þess er hún með viðkvæma húð, líkt og margir Íslendingar, og glímir við bæði ofnæmi og exem. Fyrir nokkrum árum tók hún út allar snyrti- og húðvörur og gætir þess nú að kaupa bara þær vörur sem standast strangar kröfur um hreinleika. Hún heldur í einfaldleikann hvað húðrútínuna varðar og notar rakakrem fyrir og eftir æfingu. Eftir morgunsturtuna setur hún svo serum á bæði andlitið og líkamann.

„Ég er mikill ofnæmispési og er líka með exem. Ég þarf að passa upp á að halda húðinni rakri og forðast áreiti frá kemískum efnum. Nú kaupi ég bara hreinar vörur sem standast skoðun. Það er ótrúlegt hvað það gerði mikinn gæfumun – róaði húðina og losaði mig undan endalausum augnþurrk með tilheyrandi tárum."

Eftirlætis BIOEFFECT vörur Helgu Hlínar.

„Eitt mesta undur sem ég hef prófað."

„Alveg nauðsynlegt undir gott rakakrem.“

„Veitir fullkominn raka yfir daginn.“

„Þegar húðin er þyrst og hefur verið undir álagi.“

„Fullkomið eftir langa sturtu með góðum skrúbbi.“

Hleð inn síðu...