Beint í efni

Gerðu vel við þig.

Hér er okkar tillaga að endurnærandi og verðskulduðum dekurdegi.

Uppskrift að einföldum dekurdegi að hætti BIOEFFECT.

Það þarf ekki að vera flókið að framkvæma húðmeðferð heima í stofu. Raunar getur verið sérstaklega slakandi og endurnærandi að taka dekurdag heima við. Smáatriðin geta gert gæfumuninn – kveiktu á kerti, hlustaðu á notalega tónlist og finndu leiðir til að skapa róandi andrúmsloft. Hér er okkar tillaga að endurnærandi dekurdegi.

Einstaki kaupaukinn okkar inniheldur allt sem til þarf í endurnærandi dekurdag. Í takmarkaðan tíma fylgir þessi veglegi kaupauki þegar verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira.

SKREF 1

Leggstu í heitt bað og láttu fara vel um þig eins lengi og þig lystir! Mundu að þrífa húðina vel. Við mælum sérstaklega með Volcanic Exfoliator andlitsskrúbbinum sem hreinsar húðina á afar mildan en áhrifaríkan hátt.

SKREF 2

Þurrkaðu þér og vefðu laufléttu og mjúku microfiber hárhandklæðinu eins og hettu utan um blautt hárið. Snúðu varlega upp á handklæðið, dragðu það aftur fyrir hnakka og festu teygjuna.

SKREF 3

Berðu EGF Day Serum á andlit, háls og bringu. Nýttu tækifærið og gefðu þér róandi andlitsnudd í leiðinni – Þrýstu vörunni þétt en mjúklega inn í húðina með hringhreyfingum upp á við.

SKREF 4

Því næst skaltu leggja Imprinting Hydrogel andlitsmaskann á andlitið og leyfa honum að sitja á húðinni í um 15 mínútur. Á meðan gætir þú lagst undir teppi og horft á uppáhalds þáttinn þinn, lesið bók eða gefið þér handsnyrtingu.

SKREF 5

Ekki gleyma líkamanum! Berðu EGF Body Serum á allan líkamann með þéttum hringhreyfingum upp á við. Einbeittu þér sérstaklega að þurrum svæðum eða ójöfnum. Húðin verður þétt, slétt og silkimjúk!

Hleð inn síðu...