Beint í efni

Tax Free dagar í Hagkaup

Dagana 24. febrúar – 3. mars eru Tax Free dagar í Hagkaup og þessi fallegi kaupauki að andvirði 5.000 kr. fylgir þegar verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira.

Nú þegar það er kaldur og stormasamur vetur er kjörið að gera vel við húðina. Vetrinum fylgir oft þurr og viðkvæm húð eftir mikinn kulda og harða vinda.

Byrjun hvers árs einkennist líka oft af mikilli þreytu og álagi og því enn meiri ástæða að dekra aðeins við okkur á þessu árstíma, á meðan við látum okkur dreyma um lengri og bjartari daga. Með þetta í huga er kaupauki BIOEFFECT kjörið dekur fyrir þig til að næra húð og sál. Kaupaukinn inniheldur höfuðband og lúxus prufur af 30 Day Treatment og Hydrating Cream sem saman koma í fallegri tösku sem búin er til úr endurunnu plasti. Einnig mælum við með eftirfarandi vörum:

30 Day Treatment er sérstaklega þróuð sem kröftug viðbót við hefðbundna húðumhirðu sem notuð er í 30 daga í senn. 30 Day Treatment er virkasta varan okkar - öflug húðmeðferð sem minnkar hrukkur og roða, eykur við rakastig húðarinnar og gefur fallegt yfirbragð.

EGF Power Cream er nýjasta andlitskremið frá BIOEFFECT sem er kraftmikið afl í baráttunni gegn sjáanlegum öldrunarmerkjum. Kremið er nærandi, djúpvirkandi og árangursríkt og inniheldur lykilhráefnið okkar, EGF, auk betaglúkans sem við framleiðum á sjálfbæran hátt úr byggplöntum. Þessi virku og náttúrulegu efni vinna saman gegn fínum línum, auka ljóma og jafna áferð. EGF Power Cream hentar einnig einstaklega vel við þurrki og öðrum áhrifum sem kuldi og þurrt veðurfar hafa á húðina.

BIOEFFECT Hydrating Cream rakakremið inniheldur aðeins 16 innihaldsefni, þar á meðal íslenskt vatn, góða rakagjafa og E-vítamín sem er eitt þekktasta andoxunarefnið fyrir húðina. Kremið laust við ilmefni, silíkon, olíu, alkóhól og paraben. Formúlan er einstaklega létt og gengur hratt inn í húðina. Rakakremið má nota bæði kvölds og morgna, eitt og sér eða yfir til dæmis BIOEFFECT EGF Serum til að auka raka og næringu húðarinnar.

Að lokum viljum við minna á að það besta sem hægt er að gera fyrir húðina er að hreinsa hana vel í lok dags, hvort sem við erum að fjarlægja farða eða ekki. Húðin okkar virkar eins og filter fyrir allskonar óhreinindi og örsmáar agnir af ryki sem mæta okkur á hverjum degi og festast í húðholunum. Við mælum með BIOEFFECT Micellar Cleansing Water til að hreinsa húðina, milt en áhrifaríkt hreinsivatn sem inniheldur íslenskt vatn og nærandi rakagjafa úr plönturíkinu. Hreinsar farða og óhreinindi á skjótan og árangursríkan hátt án þess að erta eða þurrka húðina.

Við hlökkum til að sjá þig á Tax Free dögum í Hagkaup og vonum að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi til að geta tekið á móti vorinu með ljómandi og endurnærða húð!

Það ætti að vera auðvelt, þar sem BIOEFFECT vörur henta öllum húðgerðum.

Hleð inn síðu...