Beint í efni

Hydration Heroes gjafasett

Veglegt gjafasett sem inniheldur tvær sérstaklega rakagefandi vörur sem halda húðinni vel nærðri og heilbrigðri: Hydrating Cream í fullri stærð (50 ml) ásamt okkar margverðlaunaða EGF Serum í handhægri ferðastærð (5 ml). Gerðu vel við húðina um hátíðarnar. (Fullt verð 18.480 kr.).

Eiginleikar og áhrif

Hydration Heroes sjá til þess að húðin sé heilbrigð og sýnilega vel nærð.

Hydrating Cream er olíu- og ilmefnalaust andlitskrem. Það er afar létt og smýgur því inn í húðina á augabragði. Hydrating Cream sameinar krafta milda, íslenska vatnsins, hýalúronsýru og E-vítamíns. Saman sjá þessi einstöku efni til þess að halda húðinni vel nærðri.

EGF Serum er byltingarkennd húðvara sem inniheldur EGF úr byggi – rakabindandi boðskiptaprótín sem viðheldur heilbrigðri og unglegri ásýnd húðarinnar. EGF Serum býr yfir einstakri virkni; dregur úr ásýnd fínna lína, eykur þéttleika og vinnur gegn sjáanlegum öldrunarmerkjum. Með því að nota vörurnar saman er hægt að efla áhrifin og auka raka húðarinnar enn frekar. Saman sjá Hydrating Cream og EGF Serum um að halda húðinni heilbrigðri, sléttri og sýnilega vel nærðri.

 • Hentar öllum húðgerðum
 • Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
 • Ofnæmisprófað

Gjafasettið inniheldur:

Hydrating Cream

 • Veitir umsvifalausan og langvarandi raka
 • Létt og olíulaus formúla sem gengur hratt inn í húðina
 • Skilur við húðina mjúka, slétta, þétta og geislandi
 • Verndandi andoxunarefni

Stærð: 50ml / 1.70 fl. oz.

EGF Serum

 • Dregur úr ásýnd fínna lína og hrukka
 • Eykur og viðheldur raka í húðinni
 • Þéttir og sléttir húðina
 • Aðeins 7 hrein innihaldsefni

Stærð: 5ml / 0.17 fl. oz.

Lykilinnihaldsefni

EGF — Rakabindandi og endurnærandi boðskiptaprótín sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Með aldrinum dregur úr magni EGF og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. Vísindateymið okkar fann upp aðferð til að vinna EGF úr byggplöntum og nýta í húðvöruframleiðslu. BIOEFFECT EGF er það fyrsta í heiminum sem er framleitt úr plöntum. EGF úr byggi örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.

E-vítamín — Eitt þekktasta og áhrifamesta andoxunarefnið fyrir bæði líkama og húð. Það fyrirfinnst náttúrulega í húðinni en dregið getur úr magni þess vegna þeirra umhverfisáhrifa sem húðin verður fyrir (t.d. þegar sólarvörn er ekki notuð). E-vítamín verndar húðina fyrir umhverfisáhrifum og skaðlegum áhrifum sindurefna auk þess að jafna áferð og húðlit.

Hýalúronsýra — Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.

GLýserín — Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.

Íslenskt vatn — Við notum hreint, íslenskt vatn, sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög, í allar okkar vörur. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.

Innihaldsefnalisti

HYDRATING CREAM: WATER (AQUA), CAPRYLIC/CAPRIC TRIGLYCERIDE, BUTYLENE GLYCOL, C12-20 ACID PEG-8 ESTER, CETYL ALCOHOL, DL-ALPHA TOCOPHEROL, PHENOXYETHANOL, SODIUM HYALURONATE, ETHYLHEXYLGLYCERIN, CARBOMER, SORBITAN OLEATE, POTASSIUM SORBATE, POTASSIUM HYDROXIDE, CITRIC ACID, BARLEY (HORDERUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

EGF SERUM: GLYCERIN, WATER (AQUA), SODIUM HYALURONATE, TROMETHAMINE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.

Hreinar húðvörur

Notkun

Berið 2-4 dropa af EGF Serum á andlit, háls og bringu. Berið á að morgni og bíðið í 3-5 mínútur áður en aðrar vörur á borð við rakakrem, sólarvörn eða farða eru settar á húðina. Berið á hreina húð að kvöldi. Þannig aukast áhrif vörunnar yfir nóttina þegar húðin er í viðgerðarfasa.

Fylgið eftir með Hydrating Cream. Nuddið upp á við með mjúkum strokum. Má nota kvölds og morgna, eitt og sér eða yfir BIOEFFECT serum til að auka næringu, raka og virkni enn frekar.

Passar vel með:

Hleð inn síðu...